Flug til Genfar á lægsta verði með PLAY frá 13.969 kr. *

Vinsæl flug til Genfar

kr.

Reykjavík (KEF)til

Genf (GVA)
febrúar 8, 2025 - febrúar 15, 2025
Frá
13.969 kr. *
Skoðað: 1 dagur síðan
Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka

Reykjavík (KEF)til

Genf (GVA)
febrúar 8, 2025 - febrúar 22, 2025
Frá
13.969 kr. *
Skoðað: 15 klst. síðan
Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka

Reykjavík (KEF)til

Genf (GVA)
febrúar 8, 2025 - mars 1, 2025
Frá
13.969 kr. *
Skoðað: 15 klst. síðan
Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka

Reykjavík (KEF)til

Genf (GVA)
febrúar 15, 2025 - mars 8, 2025
Frá
13.969 kr. *
Skoðað: 15 klst. síðan
Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka

*Verð eru fyrir aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka. Birt verð voru í boði síðastliðnar 48 klukkustundir og gætu verið uppseld við bókun. Viðbótargjöld og gjöld fyrir valfrjálsar vörur og þjónustu gætu átt við.

Vinsæl ódýr flug til Genfar

kr.
Vinsamlega notaðu leitarvélina efst á síðunni til að finna flug

*Verð eru fyrir aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka. Birt verð voru í boði síðastliðnar 48 klukkustundir og gætu verið uppseld við bókun. Viðbótargjöld og gjöld fyrir valfrjálsar vörur og þjónustu gætu átt við.

Ódýrt flug til Genfar

Ferðast til Genfar

Ódýrt flug til Genfar

Sannkölluð skíðaparadís

Verið velkomin til Genfar í Sviss. Algengar ályktanir varðandi Sviss eru að þjóðin sé hlutlaus diplómati á alþjóðasviðinu annars vegar og hins vegar að landið sé eitt það fegursta í heimi. Svo því sé haldið til haga er líklega hvergi hægt að sannreyna báðar fullyrðingar jafnvel og í Genf.

Genf er önnur stærsta borg Sviss en hún er engu að síður frekar lítil, með aðeins um 200.000 íbúa. Borgin situr á bökkum Genfarvatns og hún er umkringd glæsilegum tindum Júrafjalla og frá borginni má meira að segja sjá glæsilegan tind Mont Blanc, hæsta fjalls Alpanna.

Það er erfitt að lýsa umhverfi Genfar og magnaðrar náttúrufegurðar en líklega ætti þessi áfangastaður að vera á óskalista allra ferðalanga. Fyrir þá sem fíla fjallgöngur og skíðaíþróttir komast fáir áfangastaðir með tærnar þar sem Genf hefur hælana en héðan er frábært aðgengi að einhverjum bestu skíðasvæðum heims og stórfenglegu Alpaumhverfinu. Ber þar helst að nefna Champery í Sviss, Morzine í Frakklandi og Courmayeur á Ítalíu. Genf er nefnilega umkringd Ölpum og steinsnar frá landamærum bæði Frakklands og Ítalíu.

Konfekt fyrir lífskúnstnera

Í þessari sannkölluðu Alpaparadís er líka að finna höfuðstöðvar margra alþjóðlegra stofnana, s.s. margar undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna og höfuðstöðvar Rauða krossins. Genf er einnig talin ein mikilvægasta fjármálaborg í heimi og þetta gróskumikla samfélag endurspeglast í götumyndum borgarinnar. Þetta er gullfalleg borg með sjarmerandi gamlan miðbæ í bland við metnaðarfulla nútímabyggingalist og stolt borgarbúa endurspeglast í snyrtilegum götunum og fögrum húsakynnum.

Þá er ótalinn matarmenningin, vínið og guðdómlegir eftirréttirnir. Þetta er jú Sviss og enginn matgæðingur með sjálfsvirðingu lætur súkkulaðið fram hjá sér fara í Genf. Við mælum hiklaust með smökkunarferðum í Genf, sérstaklega þegar kemur að súkkulaðinu því það borgar sig að hafa leiðsögumann með í för til að komast í gegnum gríðarlegt úrval af lystugu og listilega vel gerðu konfektinu.

Að lokum er unaðsleg skemmtun að gera sér ferð út fyrir borgina til að kíkja á einhver fallegustu þorp í heimi sem má finna allt í kringum Genfarvatn. Hér er óhætt að láta sig dreyma um klisjukennda útgáfu af einhverjum Alpadraumi og láta hann rætast í þessum smábæjum sem líta allir út eins og leikmynd í barnaævintýri.

Hver svo sem áhugamál þín eru, pólitískar skoðanir eða lífsstíll mun Genf taka þér opnum örmum og gefa þér innsýn inn í sína eigin góðu hugmynd um paradís.

Vantar þig gistingu?

Skoðaðu úrval gistimöguleika á frábæru verði á þínum áfangastað.

Afþreying í Genf