Vantar þig gistingu?
Skoðaðu úrval gistimöguleika á frábæru verði á þínum áfangastað.
Reykjavík (KEF)til
Hamborg (HAM)Reykjavík (KEF)til
Hamborg (HAM)Reykjavík (KEF)til
Hamborg (HAM)Reykjavík (KEF)til
Hamborg (HAM)*Verð eru fyrir aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka. Birt verð voru í boði síðastliðnar 48 klukkustundir og gætu verið uppseld við bókun. Viðbótargjöld og gjöld fyrir valfrjálsar vörur og þjónustu gætu átt við.
Reykjavík (KEF)til
Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka
Reykjavík (KEF)til
Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka
Reykjavík (KEF)til
Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka
Reykjavík (KEF)til
Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka
*Verð eru fyrir aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka. Birt verð voru í boði síðastliðnar 48 klukkustundir og gætu verið uppseld við bókun. Viðbótargjöld og gjöld fyrir valfrjálsar vörur og þjónustu gætu átt við.
Hamborg er önnur stærsta borg Þýskalands á eftir Berlín. Borgin státar af einni stærstu og fjölförnustu höfn Evrópu og stór hluti viðskipta Þýskalands fer fram í Hamborg. Fyrir vikið er borgin ekki bara fjölmenn og fjölbreytt, heldur forrík. En Hamborg er líka rík af mikilvægri sögu sem hefur að mörgu leyti einkennt áhrifamikla ásýnd hennar. Þessi sérstaka blanda af stórbrotnum gömlum byggingum, almenningsgörðum, minnisvörðum og framsæknum nútímaarkitektúr gefur Hamborg einstakan og spennandi karakter.
Líkt og margar þýskar borgir skemmdist Hamborg illa í sprengjuárásum seinni heimsstyrjaldarinnar en borginni tókst að taka ferska og metnaðarfulla stefnu í endurbyggingu ásamt því að viðhalda sínum sögufræga sjarma. Fallegt borgarlandslagið, sjarmerandi síkin, heimsfræg söfnin og hressandi menningarlífið gera Hamborg að frábærum áfangastað fyrir skemmtilega borgarferð.
Ein ævintýralegasta afþreyingin sem Hamborg hefur upp á að bjóða er sýningin Miniatur Wunderland. Þetta er heimsins stærsta lestarlíkan sem spannar 1.490 fermetra og hér ganga allir í barndóm. Þessi risastóra smáveröld hýsir 260.000 smámenni og tekur á móti u.þ.b. milljón agndofa gestum árlega. Í seinni tíð hefur Hamborg einmitt valið sína slagi vel og sigrað þá flesta því þetta er líka borgin sem ól upp eina vinsælustu hljómsveit allra tíma. Bítlarnir fínpússuðu frammistöðu sína á klúbbunum í Hamborg um miðja síðustu öld og næturlíf borgarinnar hefur engu gleymt því hér er enn að finna magnaða skemmtistaði og skemmtilega bari.
Áin Elbe rennur í gegnum þessa hafnarborg og fjölmörg síki Hamborgar ljá henni fallegan og sérstakan karakter. Gestir ættu að gefa sér tíma til að fara í bátsferð um Hamborg og kynnast þessari einstöku borg frá hárréttu sjónarhorni.
Skoðaðu úrval gistimöguleika á frábæru verði á þínum áfangastað.