Flug til Lissabon á lægsta verði með PLAY frá 9.999 kr. *

Vinsæl flug til Lissabon

kr.

Reykjavík (KEF)til

Lissabon (LIS)
febrúar 24, 2025 - maí 23, 2025
Frá
9.999 kr. *
Skoðað: 42 mínútur síðan
Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka

Reykjavík (KEF)til

Lissabon (LIS)
mars 31, 2025 - maí 23, 2025
Frá
9.999 kr. *
Skoðað: 42 mínútur síðan
Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka

Reykjavík (KEF)til

Lissabon (LIS)
mars 17, 2025 - mars 31, 2025
Frá
9.999 kr. *
Skoðað: 1 dagur síðan
Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka

Reykjavík (KEF)til

Lissabon (LIS)
apríl 28, 2025 - maí 9, 2025
Frá
9.999 kr. *
Skoðað: 1 dagur síðan
Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka

*Verð eru fyrir aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka. Birt verð voru í boði síðastliðnar 48 klukkustundir og gætu verið uppseld við bókun. Viðbótargjöld og gjöld fyrir valfrjálsar vörur og þjónustu gætu átt við.

Vinsæl ódýr flug til Lissabon

kr.

Reykjavík (KEF)til

Lissabon (LIS)
apríl 28, 2025 - maí 23, 2025

Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka

Frá
9.999 kr. *
Skoðað: 42 mínútur síðan

Reykjavík (KEF)til

Lissabon (LIS)
apríl 28, 2025 - maí 9, 2025

Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka

Frá
9.999 kr. *
Skoðað: 1 dagur síðan

Reykjavík (KEF)til

Lissabon (LIS)
apríl 28, 2025 - maí 5, 2025

Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka

Frá
9.999 kr. *
Skoðað: 1 dagur síðan

Reykjavík (KEF)til

Lissabon (LIS)
apríl 28, 2025 - maí 19, 2025

Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka

Frá
9.999 kr. *
Skoðað: 1 dagur síðan

*Verð eru fyrir aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka. Birt verð voru í boði síðastliðnar 48 klukkustundir og gætu verið uppseld við bókun. Viðbótargjöld og gjöld fyrir valfrjálsar vörur og þjónustu gætu átt við.

Ódýrt flug til Lissabon

Ferðast til Lissabon

Ódýrt flug til Lissabon

Unaðslegt loftslag í einni elstu borg Evrópu

Lissabon, höfuðborg Portúgals, er ein elsta borg heims sem ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess að staðsetning borgarinnar er óneitanlega öfundsverð og loftslagið unaðslegt. En þótt rætur borgarinnar teygi sig mörg þúsund ár aftur í tímann, er Lissabon í dag ung í anda með sínum litríku götumyndum og lifandi andrúmslofti.

Saga Lissabon er bæði stórfengleg og dramatísk. Þessi gamla hafnarborg leiddi landvinninga um heimshöfin árhundruðum saman. Á 16. öld lögðu landkönnuðir af stað frá Belém turni, formlegu borgarhliði Lissabon við höfnina. Turninn stendur enn þann dag í dag og hægt er að ganga frá honum með fram ströndinni að risastórum minnisvarða um landvinningana. Í klaustri heilags Híerónýmusar (Mosteiro dos Jerónimos) er svo að finna sjóminjasafn borgarinnar en bæði byggingin og safnkosturinn eru stórkostleg upplifun.

Staðsetning Lissabon og nýjar siglingarleiðir gerðu borgina mjög ríka á sínum tíma en þessir kostir hennar gerðu hana líka að vinsælu skotmarki innrásarherja. Enn gætir erlendra áhrifa úr öðrum menningarheimum sem gera borgina ævintýralega og litríka og virðist viðhalda þessum botnlausa brunni sköpunar sem Lissabon sækir enn í.

Gylltar strendur og lifandi listasena

Lifandi listasenan endurspeglast í fjölda ungra listamanna sem flykkjast til borgarinnar og í framsækinni matargerðinni þar sem allt er í boði, svo lengi sem það bragðast vel. Gylltar strendur borgarinnar ramma inn bæði Atlantshafið og þessa unaðslegu upplifun fyrir öll skynfærin. En ekkert segir Lissabon eins og heimsfræg keramiklistin. Portúgalskar Azulejo-flísarnar eru heimsfrægar fyrir litadýrðina og frásagnarhefðina. Öll borgin er í raun undirlögð af þessum fallegu skreytingum en fyrir þá sem vilja meiri innsýn er Azulejo-safnið tilvalinn áfangastaður. Fronteira-höllin er síðan eitthvert stórbrotnasta dæmi um þetta listform og ómissandi viðkomustaður allra sem heimsækja Portúgal.

Enginn einstakur viðburður hefur farið jafnilla með Lissabon og jarðskjálftinn mikli ásamt flóðbylgjunni og eldsvoðunum sem hann olli árið 1755 en í valnum lá 85% borgarinnar og um 50.000 manns. Af þeim fáu götum sem sluppu má finna flestar í elsta hluta Lissabon, Alfama, ævintýralega litríku hverfi með þröngum götum og vinalegu götulífi. Saga jarðskjálftans er kapítuli út af fyrir sig sem eru gerð góð skil í sögusafni Lissabon (Lisboa Story Centre).

Í útjaðri stórborgarsvæðis Lissabon er svo að finna bæinn Sintra. Bærinn var í sérstöku uppáhaldi hjá okkar allra besta Hans Christian Andersen sem þótt Sintra fegursti staður í heimi og heimsótti hann oft og reglulega. UNESCO er sama sinnis enda hefur Sintra verið á heimsminjaskrá síðan 1995. Ekki langt frá Sintra er höfðinn Roca, vestasti hluti meginlands Evrópu en þar til á 14. öld var Roca talinn vera útjaðar heimsins.

Heimurinn átti síðar eftir að stækka en vissulega endar Evrópa hér og hún endar með stæl.

Vantar þig gistingu?

Skoðaðu úrval gistimöguleika á frábæru verði á þínum áfangastað.

Afþreying í Lissabon