Skoða efni

Fjárfestar

Hlutafjárútboð Fly Play hf.

Útboðin munu standa yfir frá kl. 10:00, fimmtudaginn 24. júní nk., til kl. 16:00 föstudaginn 25. júní. Frekari upplýsingar.

Stjórn

Einar Örn Ólafsson

Einar Örn Ólafsson

Stjórnarformaður

Einar Örn Ólafsson er meðeigandi hjá fjárfestingarfélaginu Stoðum og stjórnarmaður í stærsta hluthafa þess. Hann er einnig stjórnarformaður Terra hf. og Löðurs ehf. Einar var áður framkvæmdastjóri Fjarðlax, forstjóri Skeljungs og gegndi þar áður ýmsum stjórnunarstörfum í bankastarfsemi.

Einar er menntaður véla- og iðnaðarverkfræðingur og hefur MBA-gráðu frá NYU, Stern School of Business.

Skúli Skúlason

Skúli Skúlason

Varaformaður

Skúli Skúlason fer fyrir hópi fjárfesta í fjárfestingafélaginu FEA ehf.

Skúli er með yfir 25 ára reynslu af flugrekstri og flugtengdri starfsemi. Skúli var einn af stofnendum Airport Associates (stofnað 1997) og Bluebird Cargo (stofnað 1999) en hjá Bluebird Cargo gegndi hann mörgum lykilstjórnunarhlutverkum og var forstjóri frá 2007-2014.

Auður Björk Guðmundsdóttir

Auður Björk Guðmundsdóttir

Auður Björk Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Two Birds ehf. Áður var hún framkvæmdastjóri hjá VÍS frá 2005–2018. Hún hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum, stjórnun og stefnumótun.

Auður er með MBA-próf frá Háskólanum í Reykjavík, AMP-próf frá IESE Business School á Spáni og BA-próf í fjölmiðla- og markaðsfræði frá University of South Alabama í Bandaríkjunum.

Auður er varaformaður stjórnar Íslandspósts ásamt því að sitja í stjórn Origo, Internet á Íslandi og Icelandic Trademark Holding.

Guðný Hansdóttir

Guðný Hansdóttir

Guðný er með MBA-gráðu frá Florida Institute of Technology og BS-gráðu í markaðsfræði frá sama skóla. Einnig hefur Guðný lokið hæfismati hjá Fjármálaeftirlitinu.

Guðný starfaði sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Inness 2014-2018 og framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Skeljungi 2009-2014. Áður var hún framkvæmdastjóri erlendrar starfsemi hjá Pennanum Officeday, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Air Atlanta og forstöðumaður flugliða Icelandair.

Guðný hefur setið í stjórn Parlogis og Mjallar Friggjar. Í dag situr hún í stjórn Frumherja og hefur gert frá árinu 2015 og í stjórn VÍS frá því í mars 2020 og situr þar einnig í starfskjaranefnd og endurskoðunarnefnd.

Guðný hefur víðtæka þekkingu á mannauðsmálum, markaðsmálum, stefnumótun, stjórnun og áætlanagerð.

María Rúnarsdóttir

María Rúnarsdóttir

María Rúnarsdóttir er sjálfstætt starfandi fjárfestir. Áður starfaði María meðal annars sem fjármálastjóri fasteignafélagsins SMI ehf. og Korputorgs ehf., ráðgjafi hjá KPMG Ráðgjöf og sem fjármálastjóri Svar tækni ehf., auk þess að vera einn stofnenda MINT Solutions ehf. María situr í dag í stjórn nokkurra félaga, s.s. Arctica Finance hf., MINT Solutions BV., Umbra ehf., Uniconta Ísland ehf., NMR ehf., og EA14 ehf.

María er með MBA-gráðu frá MIT (Massachusetts Institution of Technology) í Bandaríkjunum og BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Stærstu hluthafar