Skoða efni

Fjölmiðlatorg

Hvað er að frétta?

Hér finnur þú fréttir, fréttatilkynningar, markaðsefni og tengiliðaupplýsingar.

Stíllinn okkar

Hér má m.a. nálgast vörumerki okkar, myndir af flugvélum, myndir af starfsmönnum og skipurit. Öll notkun á merkjum og efni PLAY er óheimil án leyfis frá pr@flyplay.comHlekkur opnast í nýjum flipa.

Tengiliðir

Fyrirspurnir frá fjölmiðlum

Fjölmiðlafulltrúar okkar eru til þjónustu reiðubúnir. Sendið línu á pr@flyplay.comHlekkur opnast í nýjum flipa.

Athugið að PR svarar aðeins fjölmiðlatengdum spurningum.

Ekki missa af neinu

Hvað er að gerast hjá PLAY? Hér má finna nýjustu fréttir og fréttatilkynningar

PLAY aftur stundvísasta flugfélagið

7. september 2021

PLAY var stundvísasta félagið á Keflavíkurflugvelli í ágúst, annan mánuðinn í röð, með 98% flugferða á réttum tíma.

PLAY sækir um leyfi til farþegaflutninga til Bandaríkjanna

PLAY sækir um leyfi til farþegaflutninga til Bandaríkjanna

23. ágúst 2021

PLAY hef­ur lagt inn um­sókn til banda­rískra flug­mála­yf­ir­valda um heim­ild til farþega­flutninga til og frá land­inu. Stefnt er að því að hefja flug til Bandaríkjanna næsta vor.

Fyrsti mánuður PLAY á flugi gekk mjög vel

Fyrsti mánuður PLAY á flugi gekk mjög vel

9. ágúst 2021

Árangur PLAY í júlí, fyrsta mánuðinum í fullum rekstri félagsins, var mjög góður miðað við stöðuna á markaði og það að félagið er rétt að hefja starfsemi sína.  Stærsta markmið PLAY var að hefja flugrekstur sinn með faglegum hætti, veita örugga og góða þjónustu og tryggja ánægju viðskiptavina sinna.  

Jóhann Pétur Harðarson

Jóhann Pétur Harðarson ráðinn lögfræðingur PLAY

6. ágúst 2021

Jóhann Pétur Harðarson hefur verið ráðinn lögfræðingur PLAY. Hann mun bera ábyrgð á greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitamála og sinna ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda og stoðsviða. Þá verður hann regluvörður félagsins. Hann hóf störf í júlí.

Steinar Þór Ólafsson

Steinar Þór ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá PLAY

1. júlí 2021

Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu PLAY. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí.

Steinar Þór kemur til PLAY frá Viðskiptaráði Íslands en áður starfaði hann sem markaðsstjóri Skeljungs og stýrði stafrænni markaðssetningu hjá N1.

PLAY aircraft

Neikvætt COVID-19 próf forsenda þess að farþegar á leið til Íslands fari um borð hjá PLAY

28. júlí 2021

Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun PLAY ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt COVID-19 próf við innritun.

PLAY winglet

Áttföld eftirspurn í hlutafjárútboði Fly Play hf.

25. júní 2021

Mikil eftirspurn var í hlutafjárútboði Play sem lauk klukkan 16.00 í dag, föstudaginn 25. júní 2021. Í dag kl. 16 lauk hlutafjárútboði á alls 221.906.800 nýjum hlutum í Fly Play hf sem nemur um 4,3 milljörðum króna.

PLAY crew uniforms

PLAY kynnir einkennisfatnað flugfélagsins

8. júní 2021

Það er óhætt að segja að einkennisfatnaður PLAY boði breytta tíma í ásýnd áhafna. Hönnuðirnir eru Gunni Hilmars og Kolbrún Petrea Gunnars sem skiluðu af sér frábærri línu í anda fyrirtækisins.

Meðfylgjandi er sýnishorn af dýrðinni en áhafnarmeðlimir sýndu áður óþekkta takta með karatespörkum og jógapósum í myndatökunni enda ekkert sem hélt aftur af þeim.

Salan er hafin hjá PLAY

Salan er hafin hjá PLAY

18. maí 2021

PLAY hóf sölu farmiða snemma í morgun og hefur aðsókn verið mikil á vefsíðu flugfélagsins. Fyrstu sjö áfangastaðir PLAY eru Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahöfn, London, París og Tenerife. Núverandi flugáætlun gildir út apríl 2022. Fyrsta flug félagsins verður til London Stansted 24. júní.

PLAY fær flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu

16. maí 2021

„Undanfarnar vikur hefur flugvirki á vegum PLAY verið í Houston til að undirbúa vélina til afhendingar fyrir okkur en í vikunni bættust í hópinn fleiri flugvirkjar, áhöfn og fulltrúar Samgöngustofu til að taka vélina út fyrir íslenska skráningu sem lauk svo seint í gærkvöldi, á íslenskum tíma, með flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu en Arnar Már Magnússon, einn stofnenda PLAY og framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, hefur haft veg og vanda að ferlinu undanfarna mánuði,“ segir Birgir Jónsson forstjóri PLAY.

Þóra til liðs við framkvæmdastjórn PLAY

10. maí 2021

Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs PLAY.

Í starfi sínu mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið félagsins sem og að leiða skráningu PLAY á Nasdaq First North Iceland markaðinn. Þóra kemur frá Icelandair og tekur til starfa á næstu dögum.

Georg til liðs við framkvæmdastjórn PLAY

6. maí 2021

Georg Haraldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sölu- og Markaðssviðs PLAY. Í starfi sínu ber hann ábyrgð á tekjumótun félagsins, þar með talið tekjustýringu, sölu, dreifingu markaðsmálum, almannatengslum og hliðartekjum, auk þjónustustefnu, þjónustumenningu, stafrænni þróun og hagnýtingu í upplýsingatækni. Georg tekur til starfa á næstu vikum.