Vantar þig gistingu?
Skoðaðu úrval gistimöguleika á frábæru verði á þínum áfangastað.
Reykjavík (KEF)til
Barcelona (BCN)Reykjavík (KEF)til
Barcelona (BCN)Reykjavík (KEF)til
Barcelona (BCN)Reykjavík (KEF)til
Barcelona (BCN)*Verð eru fyrir aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka. Birt verð voru í boði síðastliðnar 48 klukkustundir og gætu verið uppseld við bókun. Viðbótargjöld og gjöld fyrir valfrjálsar vörur og þjónustu gætu átt við.
Reykjavík (KEF)til
Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka
Reykjavík (KEF)til
Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka
Reykjavík (KEF)til
Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka
Reykjavík (KEF)til
Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka
*Verð eru fyrir aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka. Birt verð voru í boði síðastliðnar 48 klukkustundir og gætu verið uppseld við bókun. Viðbótargjöld og gjöld fyrir valfrjálsar vörur og þjónustu gætu átt við.
Ef hugmyndin er að finna fjölbreyttan áfangastað komast fáar borgir með tærnar þar sem Barcelona hefur hælana. Þessi sólríka stórborg á austurströnd Spánar er evrópsk nútímaborg með sögulegum djásnum og dásamlegum baðströndum. Er hægt að biðja um meira? Já, í Barcelona má meira að segja biðja um meira.
Barcelona er fullkomin blanda af dásamlegri listasenu, óviðjafnanlegri matarmenningu og glampandi sólskini sem Miðjarðarhafið rammar inn eftir allri strandlengjunni. Fyrir menningarlega stórborgarann eru fjölmörk tækifæri til að missa andlitið af aðdáun en efst á þeim lista er líklega Sagrada Família stórvirki Gaudi. Þar mætast fantasía og byggingarlist í ævintýralegri og risavaxinni basilíkunni. Þótt bygging kirkjunnar hafi hafist fyrir nærri 140 árum er hún enn ekki fullgerð en stærð verkefnisins, kostnaður þess og stríð hafa ítrekað tafið framkvæmdir. En þótt hún sé enn í smíðum eru fáar byggingar í heiminum sem hafa jafndjúpstæð áhrif á gesti sína eins og Sagrada Família. Fleiri Gaudi-áfangastaði er að finna í borginni en ber þar helst að nefna húsið Casa Mila og almenningsgarðinn Park Güell sem eru álíka ævintýralegir heim að sækja. Þá sem þyrstir í enn meiri sögufræga list er bent á Picasso-safnið þar sem er að finna mörg mikilvægustu verk málarans.
Gotneski hluti borgarinnar er í sérstöku uppáhaldi bæði hjá ferðamönnum og heimamönnum. Sjarmerandi stemning einkennir æðislega veitingastaði og litríkar búðirnar í þröngum miðaldagötum. Það er frábær afþreying að rölta um þetta einstaka hverfi og smakka á öllu því besta sem spænsk matarmenning hefur upp á að bjóða.
Annars konar menningarupplifun er að finna á uppáhaldsfótboltavelli Barcelona-búa: Camp Nou. Þetta er áfangastaður margra fótboltapílagríma og völlurinn tekur mjög vel á móti gestum með viðeigandi leiðsögn og verslunum. Þeir sem þurfa að taka sér hlé frá borgarlífinu geta gengið upp Montjuic-hæð eða nælt sér í far með kláfinum og skoðað gamla virkið á toppinum og notið útsýnisins.
Síðast, en alls ekki síst, ber að nefna strandir Barcelona. Hver þeirra hefur sín eigin einkenni og einstaka sjarma en þær ná eina 4,5 km upp eftir strandlengjunni og eru á köflum hluti af miðborgarlífinu. Á meðan sumir kjósa sér hasar í vatnaíþróttum og aðrir vilja partí á ströndinni velja sumir rólegheit eða fjölskylduvæna stemningu. Í Barcelona má finna strönd fyrir öll tilefni.
Ef ferðafélagarnir eru ólíkir, hópurinn sundurleitur eða hugmyndir þínar um fríið gríðarlega metnaðarfullar, er Barcelona örugglega áfangastaðurinn fyrir þig. En hér ríkir bara ein regla: Að njóta.
Skoðaðu úrval gistimöguleika á frábæru verði á þínum áfangastað.