Skoða efni

Má ég ferðast með hjól?

Að sjálfsögðu, en pakkaðu því vandlega!

Að ferðast með hjól

Það er ekkert mál að bæta hjóli við bókunina þína en öllum hjólum þarf að pakka í sérstaka hjólakassa eða poka til að vera samþykkt sem sérfarangur. Hámarksþyngd hjóls er 27 kg. 

Athugaðu að engum öðrum farangri má pakka með hjólinu og við tökum því miður ekki við rafmagnshjólum. 

Hér getur þú séð hvað það kostar að taka hjólið með í ferðalagið.

Pökkun á sérfarangri

Hér getur þú lesið þér til um hvernig á að pakka sérfarangri. Allur farangur skal vera pakkaður til að standast eðlilega farangursmeðhöndlun.