Skoða efni

Fær barnið mitt sitt eigið sæti?

Börn fá sín eigin sæti, ekki ungbörn

Hvar má barnið mitt sitja?

Barn má sitja hvar sem er í vélinni nema í sérstökum neyðarútgangssætum. Börnum er alltaf raðað í sæti við hlið forráðamanns en til að tryggja að fjölskyldan sitji öll saman borgar sig að kaupa sætaval um borð.

Ungbörnin eru ekki bókuð í sæti í flugvélinni þar sem þau sitja í fanginu á þeim sem ferðast með þau.

Það er hinsvegar í boði að kaupa aukalega sæti fyrir ungbarnið þitt fyrir þá sem vilja meira pláss. Endilega hafðu samband við þjónustuverið okkar til að bóka aukasæti. Ef aukasæti er keypt og ferðast er með bílstól þá getur ungbarnið setið í þeim bílstól í flugtaki og lendingu svo lengi sem sá bílstóll er sérstaklega samþykktur fyrir flugvélar.

Einnig þarf bílstóllinn að vera við glugga. Ef bílstóllinn er ekki samþykktur fyrir flugvélar, situr barnið í fangi foreldris eða fylgdaraðila í flugtaki og lendingu.

Vinsamlegast hafið samband við þjónustuteymið til að kaupa sæti fyrir ungbarn.