Skoða efni

Ferðast til Íslands

Allt sem þú þarft að vita fyrir ferðalag til Íslands

Gátlisti fyrir ferðalag til Íslands

Allar reglur, takmarkanir og tölfræði um COVID-19 á Íslandi má finna hérHlekkur opnast í nýjum flipa.

Þessi hlekkur vísar á upplýsingasíðu yfirvalda vegna COVID-19 á Íslandi. Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra uppfæra og reka síðuna.

1. Forskráning: Allir sem ferðast til Íslands þurfa að forskrá komu sína áður en ferðalagið hefst. Sjá nánari upplýsingar hérHlekkur opnast í nýjum flipa.

2. Neikvætt PCR próf: Athugið að allir farþegar þurfa að sýna fram á neikvætt COVID-19 próf áður en þeir innrita sig í okkar flug. Prófið má ekki vera eldra en 72 klst. gamalt fyrir fyrsta legg ferðalagsins. Farþegar með viðurkennt bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri sýkingu þurfa ekki að framvísa neikvæðu PCR-prófi.

3. Sýnataka við komuna til landsins: Allir farþegar þurfa að fara í sýnatöku við komuna til landsins. Þar á meðal eru börn, bólusettir og þeir sem hafa áður fengið COVID-19 sýkingu.

4. Sóttkví: Öllum farþegum ber skylda til að fara í sóttkví eftir sýnatöku á landamærunum. Farþegar þurfa að fara í 5 daga sóttkví og fara í aðra sýnatöku við lok hennar.

Þeir farþegar sem framvísa gildu bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu þurfa aðeins að vera í sóttkví þar til neikvæð niðurstaða berst úr fyrri sýnatöku á landamærunum. Ef engin niðurstaða hefur borist innan 24 tíma má áætla að sýnir sé neikvætt.

Hááhættusvæði og sóttkvíarhótel

Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra ber þeim farþegum sem ferðast frá skilgreindum hááhættusvæðum að dvelja í sóttkvíarhóteli þangað til að sóttkví lýkur.

Farþegum frá ákveðnum löndum stendur til boða að sækja um sérstaka undanþágu vegna sérstakra aðstæðna. Frekari upplýsingar má finna hérHlekkur opnast í nýjum flipa.

Við komu - sýnataka og sóttkví

Við komu á Keflavíkurflugvelli þurfa farþegar að fara í sýnatöku vegna COVID-19. Sýnatakan er ókeypis.

Allir farþegar þurfa að vera í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr sýnatöku.

Ef niðurstaða sýnatöku er neikvæð þarf viðkomandi að vera áfram í sóttkví og fara aftur í sýnatöku fimm dögum eftir komu til landsins.

Ef seinni sýntakan er einnig neikvæð er fólk laust úr sóttkví en þarf að sjálfsögðu að fylgja almennum reglum sóttvarnaryfirvalda.

Allir eiga að fara í sóttkví en farþegar sem framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu þurfa einungis að vera í sóttkví þar til neikvæð niðurstaða fæst úr sýnatökunni á landamærunum. Ef engin skilaboð berast innan 24 tíma er sýnið neikvætt.

Hvernig virkar sóttkví?

Allar upplýsingar um sóttkví og sóttvarnarhólf má finna hér.Hlekkur opnast í nýjum flipa

Hvað má ég gera á meðan ég er í sóttkví?

Fara í stutta gönguferð i nágrenni sóttkvíarstaðar

Nota flugrútu, einkabíl og leigubíl í ferð frá flugvelli

Fara til læknis en hringja fyrst

Hvað má ég ekki gera á meðan ég er í sóttkví?

Umgangast annað fólk

Vera í fjölmenni

Nota strætó, innanlandsflug og almenningssamgöngur

Fara í bíltúr

Fara í búðir eða á veitingastað

Búa í húsbíl/tjaldvagni

Dvelja á farfuglaheimili

Fara á ferðamannastaði

Fara að gosstöðvunum

Undanþágur frá skimun og sóttkví

Þeir farþegar sem eru undanþegnir reglum um tvöfalda skimun og sóttkví við komuna til landsins eru:

  • Farþegar sem koma frá Grænlandi eða Færeyjum og hafa ekki dvalið utan þeirra landa undanfarna 14 daga.
  • Tengifarþegar sem fara ekki út fyrir viðkomandi landamærastöð þurfa ekki að fara í skimun og sóttkví.
  • Tengifarþegar sem dvelja innan við 48 tíma á Íslandi en koma frá hááhættusvæði verða að dvelja á sóttkvíarhóteli. Þeim er vísað á sóttkvíarhótel af landamæravörðum. Tengifarþegar sem koma frá öðrum svæðum eru ekki skyldaðir á sóttkvíarhótel en verða að vera í sóttkví.

Jákvætt COVID-19 próf á Íslandi

Einangrun

Jákvæð niðurstaða úr COVID-19 prófi leiðir alltaf til einangrunar til að koma í veg fyrir frekari smit innanlands.

Landlæknisembættið hefur gefið út leiðbeiningar fyrir einangrun í heimahúsi sem lesa má hér.Hlekkur opnast í nýjum flipa

Flug þitt með PLAY

Ef að þú greinist með jákvtt COVID-19 próf á landamærum Íslands og þarft að breyta ferðaplönum þínum, hafðu endilega samband við okkur hér eða settu inn beiðni hérHlekkur opnast í nýjum flipa um breytingu á bókun.

Rakning C-19 appið

Mælt er með því að allir sem ferðast til landsins hlaði niður smáforritinu Rakning C-19.

Hvernig bóka ég COVID-19 próf á Íslandi?

Ef grunur leikur á smiti af COVID-19 er viðkomandi einstaklingur beðinn að hafa samband við heilsugæsluna sína, netspjall á www.heilsuvera.is eða Læknavaktina í síma 1700.