Skoða efni

Hvernig sæki ég um endurgreiðslu?

Það fer eftir ýmsu...

Endurgreiðsla

Allir okkar flugmiðar eru óendurgreiðanlegir nema forfallavernd hafi verið keypt. Ef að slík vernd var keypt þá endurgreiðum við allt nema forfallaverndina sjálfa að því tilskildu að nauðsynleg gögn séu lögð fram.

Gögnin þurfa að tilgreina ástæður þess að farþegi sé ófær um að ferðast þær dagsetningar sem fyrirhugaðar voru og geta verið meðal annars læknisvottorð/vottorð frá ljósmóður, dánarvottorð náins fjölskylduaðila/vinar, vottorð um sóttkví vegna COVID-19 eða vottorð um staðfest smit af COVID-19.

Þú finnur frekari upplýsingar um forfallaverndina hér.

Vinsamlegast athugið að röskun á ferðalagi vegna skorts á gildum skilríkjum, vegabréfsáritun eða öðrum ferðaheimildum fellur ekki undir forfallaverndina.

Ef að þú telur þig eiga rétt á endurgreiðslu biðjum við þig um að fylla út þjónustubeiðni. Við munum fara yfir beiðnina þína og hafa samband eins fljótt og auðið er.

Endurgreiðslur eru færðar aftur inn á sama kort og var notað til að greiða fyrir ferðina. Það gæti tekið nokkra daga fyrir endurgreiðsluna að birtast á kortayfirlitinu þínu.

Ef að þú keyptir ekki forfallavernd og kemst ekki í flugið þitt áttu alltaf rétt á því að fá flugvallarskattana endurgreidda. Í því tilfelli biðjum við þig um að hafa samband við þjónustuteymið okkar.

Vinsamlega athugaðu að öll okkar aukaþjónusta er óendurgreiðaleg, jafnvel þó hún hafi ekki verið notuð. 

Endurgreiðsla á sætum

Sætisval fæst almennt ekki endurgreitt, þó með eftirfarandi undantekningum:

  • Flugi var aflýst - Við endurgreiðum að sjálfsögðu sætisval ásamt allri bókuninni sé þess óskað ef flugi er aflýst.
  • Skipt var um flugvél - Ef við getum ekki boðið farþegum sambærilegt sæti við flugvélaskipti er sætisvalið endurgreitt.

Athugið að ef farþegi kaupir sætisval eða fargjald sem innifelur sætisval (PLAY value eða PLAY flex) og fær ekki sama sætisnúmer og var valið heldur sambærilegt sæti* í sama verðflokki er sætisval ekki endurgreitt.

*Með sambærilegu sæti er til dæmis átt við að farþegi bókar sæti með auknu fótarými í röð 2 en fær sæti með auknu fótarými í röð 20.