Skoða efni

Hvernig sæki ég um endurgreiðslu?

Það fer eftir ýmsu...

Endurgreiðsla

Allir okkar flugmiðar eru óendurgreiðanlegir nema forfallavernd hafi verið keypt. Ef að slík vernd var keypt þá endurgreiðum við allt nema forfallaverndina sjálfa, svo lengi sem að þú getur sent okkur eitt af eftirfarandi skjölum:

  1. Læknisvottorð frá lækni / ljósmóður
  2. Dánarvottorð
  3. Lögregluskýrslu

Þú finnur frekari upplýsingar um forfallaverndina hér.

Ef að þú telur þig eiga rétt á endurgreiðslu biðjum við þig um að fylla út þetta eyðublað. Við munum fara yfir beiðnina þína og hafa samband eins fljótt og auðið er ​—​ ​í síðasta lagi 48 klst. síðar.

Endurgreiðslur eru færðar aftur inn á sama kort og var notað til að greiða fyrir ferðina. Það gæti tekið nokkra daga fyrir endurgreiðsluna að birtast á kortayfirlitinu þínu.

Ef að þú keyptir ekki forfallavernd og kemst ekki í flugið þitt áttu alltaf rétt á því að fá flugvallarskattana endurgreidda. Í því tilfelli biðjum við þig um að hafa samband við þjónustuteymið okkar.

Vinsamlega athugaðu að öll okkar aukaþjónusta er óendurgreiðaleg, jafnvel þó hún hafi ekki verið notuð. 

Athugið þó að sérstök úrræði PLAY sem bjóða upp á aukinn sveigjanleika vegna COVID-19 gilda um allar bókanir sem gerðar eru til 30. september 2021.