Skoða efni
7. Mar 2023

Óvenjulega hliðin á Glasgow í Skotlandi

Glasgow er stærsta borg Skotlands og fimmta stærsta borg Bretlands en þar er að finna framúrskarandi næturlíf og úrval sögufrægra staða. Þetta er líka frábær borg til að ferðast ódýrt og fullkominn staður fyrir þá sem vilja fara í dagsferðir og sjá meira af Skotlandi eins og Edinborg, Loch Ness, Loch Lomond, Aberdeen, og sjálft England. Þessi lifandi borg er sneisafull af frægum stöðum og eftirsóttri afþreyingu.

 En Glasgow býr líka yfir ótrúlega áhugaverðum og öðruvísi stöðum sem vert er að sjá og skoða. Þessir földu garðar, kirkjugarðar frá Viktoríutímabilinu, hreyfileikhús, neðanjarðargöng og fleira eru sannkallaðir faldir fjársjóðir og perlur fyrir þá sem vilja upplifa eitthvað öðruvísi.

 Eftirfarandi er okkar listi yfir öðruvísi uppáhaldsafþreyingu í Glasgow:

1. Skoðaðu þig um í Necropolis

Útsýnið frá Necropolis er magnað og hér má sjá vítt og breitt um borgina. En annað aðdráttarafl hér er Necropolis sjálfur sem er kirkjugarður frá árinu 1833 og hér hvíla margir frægustu borgarbúar Glasgow. Aðgangur að kirkjugarðinum er ókeypis en við mælum með því að fá leiðsögn um garðinn og læra meira um staðinn og þá sem í honum hvíla.

Garðurinn er stór og það er nóg af stígum og gönguleiðum fyrir verðugan göngutúr í fallegu umhverfi en hér er líka mikið af fuglum, refum og öðru áhugaverðu dýralífi.

 Vefsíða: https://www.visitscotland.com/info/see-do/glasgow-necropolis-p246371

Heimilisfang: Castle St, Glasgow G4 0UZ, UK

The Glasgow Necropolis is a Victorian cemetery in Glasgow, Scotland.
Group of fossils located within Victoria Park, Glasgow, Scotland

2. Furðuleg upplifun í Sharmanka Kinetic Theatre

Í hjarta Glasgow er að finna Sharmanka Kinetic Theatre sem er einn skrítnasti en jafnframt áhugaverðasti staður borgarinnar. Þetta „leikhús“ er fullt af hreyfiskúlptúrum sem vakna til lífsins með skuggalegri tónlist og vélrænum hreyfingum. Auk þess segir hver skúlptúr sína sögu sem kannar ólík þemu, allt frá mannlegum tilfinningum til iðnbyltingar.

Rússnesku listamennirnir Eduard Bersudsky og Tatyana Jakovskaya stofnuðu þetta sérstaka leikhús og bjuggu til skúlptúra úr alls kyns efnum, þ.m.t. málmi, timbri, endurunnu efni, o.s.frv. Þetta myrka andrúmsloft í bland við vélrænar hreyfingarnar eykur enn frekar á furðulegheitin og gestir fara yfirleitt héðan í skringilegu hugarástandi og verða fyrir miklum hughrifum.

 Vefsíða: https://sharmanka.com/

Heimilisfang: Trongate 103 - A Centre for Arts & Creativity 103, Trongate, Glasgow G1 5HD, UK

3. Sjáðu söguna með eigin augum í Fossil Grove

Fossil Grove eða „Steingervingalundur“ er magnaður staður í vesturhluta Glasgow þar sem einstakir steingervingar eru til sýnis. Þessi eintök eru rúmlega 330 milljón ára gömul af fornum trjám sem uxu á svæðinu. Að auki geta gestir kannað sýningarnar og skoðað þessa fornu trjástofna nánar.

 Þetta er staður fyrir unga sem aldna því gagnvirkar sýningar gera öllum auðvelt fyrir að skilja þetta jarðfræðiundur. Garðarnir í kring eru líka mjög fallegir og hér er tilvalið að fara í lautarferð og ganga um tjörnina sem er skammt undan. Í garðinum eru líka fleiri vinsælir áfangastaðir, s.s. listasafnið Kelvingrove Art Gallery and Museum. 

 Vefsíða: https://fossilgroveglasgow.org/

Heimilisfang: 51 Victoria Park Dr. S, Glasgow G14 9QR, UK

4. Kíktu á Lögreglusafn Glasgow

Lögreglusafnið í Glasgow er skemmtilegur áfangastaður í hjarta borgarinnar. Safnið er tileinkað langri sögu lögreglu í Glasgow sem á rætur sínar að rekja til 19. aldar. Safneignin telur fjölda gagna, muna og ljósmynda sem sýna Glasgow fortíðarinnar. Lögreglulið Glasgow er nefnilega það elsta sinnar tegundar í Bretlandi.

 Að auki má fræðast um glæpasögu borgarinnar og illræmdustu glæpamennina sem hér hafa gengið um götur. Sýningar fara yfir frægustu glæparannsóknir og málaferli Glasgow en hér má líka skoða fleiri en 2.000 muni, s.s. búninga, búnað og heiðursmerki frá öllum heimshornum.

 Vefsíða: http://www.policemuseum.org.uk/

Heimilisfang: First Floor, 30 Bell St, Glasgow G1 1LG, UK

View of Argyle Street passing under the Central Station building in Glasgow, Scotland
The Clyde Tunnel entrance from the south in Govan

5. Skoðaðu aðallestarstöðina í Glasgow

Aðallestarstöðin í Glasgow er eitt af helstu kennileitum borgarinnar og er rúmlega 140 ára gömul. Þessi staður er því nokkuð sögufrægur og hér má fá leiðsögn um fortíð, nútíð og framtíð lestarstöðvarinnar. Ástríðufullir og fróðir leiðsögumenn leiða gesti í sannleikann um stöðina og hvernig hún tengist sögu Skotlands á skemmtilegan hátt.

Eitt það áhugaverðasta við að fá leiðsögn um lestarstöðina er að fá að skoða faldar perlur sem almenningur hefur annars ekki aðgang að. Má þar helst nefna neðanjarðarhvelfingar sem voru áður notaðar sem geymslurými en eru núna troðfullar af merkilegum sögulegum gripum. Gestir fá einnig að skoða yfirgefna brautarpalla stöðvarinnar sem standa enn með sinn upprunalega sjarma.

 Vefsíða: https://www.glasgowcentraltours.co.uk/

Heimilisfang: Gordon St, Glasgow G1 3SL, UK

6. Kannaðu Clyde-Göngin

Clyde-Göngin eru frægt kennileiti í Glasgow en þau opnuðu fyrir umferð árið 1963. Þau ná yfir 1,2 kílómetra og þetta er vinsæll áfangastaður fólks með ævintýraþrá og landkönnuðareðli því Clyde-Göngin eru afar sérstök og skemmtilega öðruvísi hlið á borginni.

 Það eru ýmsar leiðir til að skoða Clyde-Göngin. Hægt er að fá leiðsögn um göngin og fá þá jafnframt aðgang að svæðum sem eru almennt ekki opin gangandi vegfarendum og ítarlegri fróðleik en ella. En svo má alltaf ganga einn um göngin og njóta þess sem fyrir augu ber, s.s. fallegra veggmyndanna sem sýna sögu borgarinnar og upplýst loftið. 

 Heimilisfang: Clyde Tunnel. Glasgow, UK

Glasgow: Borg sögu, menningar og óvæntra uppákoma

Glasgow er kannski ekki framandi áfangastaður en það er nóg af spennandi stöðum að sjá og skoða í borginni. Þeim sem leiðist hefðbundnir ferðamannastaðir eða vilja sjá eitthvað öðruvísi og óvænt, ættu að opna hugann og njóta þess sem fyrir augu ber á öllum hinum stöðunum.

Prague Lake Trees City View
NÆST Á DAGSKRÁ

Ómissandi sögufrægir staðir í Prag


Afþreying í Glasgow