Skoða efni
Skíðaparadísin Genf
5. Apr 2022

Skíðaparadísin Genf

Genf er fullkominn skíðaáfangastaður fyrir þá sem vilja æðislegar brekkur, magnað útsýni og frábæra après-ski stemningu. Í ofanálag er Genf steinsnar frá bæði svissnesku og frönsku Ölpunum og því gríðarlegt úrval af skíðasvæðum og afþreyingu í boði.

Við tókum saman lítinn lista yfir það allra besta sem Genf hefur upp á að bjóða fyrir vetrarferðina. Eftirfarandi eru tillögur að frábærum skíðasvæðum og afþreyingu í þessari paradís í svissnesku Ölpunum.

Vetrarafþreying í Genf

Það er nóg að gera yfir veturinn í Genf og gríðarlegt úrval af brekkum. En hvort sem fólk er að renna sín fyrstu skref eða þykir þaulvant í bröttustu brekkunum er nóg af úrvali fyrir alla.

Hér er listi yfir vinsælustu vetrarafþreyinguna í Genf:

Skíði og snjóbretti

Í Genf má finna yfir 120 km af skíðabrekkum og 12 skíðasvæði enda komast fáir áfangastaðir með tærnar þar sem Genf hefur hælana í skíða- og brettamálum. Hér má finna brekkur við allra hæfi, frá þeim sem hafa aldrei smellt á sig skíðaskóm til þeirra sem halda úti kennslumyndböndum á YouTube.

Skiis Snow Slope Geneva
Gönguskíði í Sviss

Gönguskíði

Í Genf er að finna fleiri tugi kílómetra af gönguskíðabrautum sem þræða sig í gegnum svissnesku og frönsku Alpana. Hér má finna brautir fyrir þessa sívinsælu íþrótt sem fara um ljúfar brekkur, skóglendi og dali með tilheyrandi stórbrotnu útsýni enda dreymir flest gönguskíðafólk um að komast í brautirnar í nágrenni Genfar.

Þyrluskíði

Þyrluskíðaferð er virkilega einstök upplifun sem þar til nýlega þótti aðeins tilheyra söguþræði í James Bond mynd. Í dag er þetta fyrirheitna íþrótt þeirra sem vilja adrenalín og ósnortnar brekkur í einstöku umhverfi og algerri einsemd. Athugið að þyrluskíðaferðir eru bannaðir í Frakklandi vegna umhverfissjónarmiða til að lágmarka rask í frönsku Ölpunum en slík afþreying er í boði bæði í ítölsku og svissnesku Ölpunum.

þyrluskíði í sviss
snjóþrúgur

Snjóþrúgur

Snjóþrúgur eru frábær leið til að skoða umhverfið í kringum skíðasvæðið og skemmta sér konunglega en fá jafnframt frábæra hreyfingu í leiðinni. Það þarf enga reynslu eða sérstaka kunnáttu til að nota snjóþrúgur en þetta er yfirleitt besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Hundasleðaferð

Þeir sem vilja upplifa eitthvað alveg einstakt ættu að prófa hundasleðaferð. Hér fara saman góð skemmtun, magnað útsýni, hraði og dýralíf þegar hópur glaðlyndra Husky-hunda dregur mann á fleygiferð í gegnum vetrarlandslagið.

Skautar

Á mörgum stærri skíðasvæðum Genfar má finna frábær skautasvell. Þau eru hugsuð sem afþreying fyrir alla fjölskylduna svo það þarf enginn að vera atvinnumaður og hér er oft gaman að breyta til eftir langa daga í brekkunum og hlæja sig máttlausan að sínum eigin óförum og annarra.  

Spennandi?

Skoða flug til Genfar

Finna flug

Nokkur frábær skíðasvæði í nágrenni Genfar

Eftirfarandi er brot af þeim fjölmörgu frábæru skíðasvæðum sem er að finna í Genf en úrvalið er slíkt að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem fólk er að leita sér að ódýrum valkosti eða algjörum lúxus.

Hundasleðaferð í sviss
Grindelwald

Grindelwald

Þeir sem vilja skíðasvæði með úrvali af erfiðum brekkum, glæsilegu útsýni og frábærri après-ski stemningu þurfa ekki að lesa lengra. Grindelwald í svissnesku Ölpunum er staðurinn.

Chamonix

Chamonix er heimsfrægt skíðasvíði þar sem njóta má ótrúlegs útsýnis yfir Mont Blanc. Þetta er tilvalið skíðasvæði fyrir reynda skíðamenn þar sem hér er að finna einhverjar mest krefjandi brekkurnar og þótt víðar væri leitað.

Chamonix
Zermatt

Zermatt

Zermatt er magnað skíðasvæði í svissnesku Ölpunum. Þetta er lúxus fyrir lengra komna með æðislegum gistimöguleikum og Michelin-veitingastöðum. Þeir sem vilja dekra vel við sig í fríinu ættu að fara beint í Zermatt.

Les Trois Vallées

Les Trois Vallées er gríðarlega stórt skíðasvæði sem nær yfir þrjá dali í frönsku Ölpunum. Þetta er fullkomið svæði fyrir reyndara skíðafólk með miðlungs eða mikla reynslu.

Le Grand Bornand

Í 90 mínútna fjarlægð frá Genf er að finna bæinn Les Sept Laux í Vallée de Joux-héraðinu. Svæðið býður upp á yfir 100 kílómetra af brekkum og er frábær valkostur fyrir byrjendur eða fólk sem vill einfaldan og góðan dag á skíðum.

Les Trois Vallées
Les Gets

Thollon-les-Mémises

Þetta skíðasvæði er aðeins klukkutíma frá Genf og er frábært fyrir skíðafólk með miðlungsmikla reynslu. Hér er mikið úrval af brekkum og þetta er tilvalinn staður til að æfa snúninga og stökk.

Les Gets

Les Gets er aðeins 60 kílómetra frá Genf og er frábær fjölskyldustaður. Svæði hefur mikið úrval af brekkum fyrir byrjendur og fólk með miðlungsreynslu en hér er líka stórskemmtilegur gúmmíslöngugarður fyrir krakkana.

Avoriaz

Avoriaz er um tvo tíma frá Genf og frábær staður fyrir lengra komna. Einhverjar erfiðustu brekkur frönsku Alpanna er að finna á þessu svæði enda er það í miklu uppáhaldi hjá djarfasta skíðafólkinu.

Að lokum

Skíðaferð til Genfar er frábær leið til að upplifa einstaka náttúrufegurð svissnesku og frönsku Alpanna. Hér má finna skíðasvæði við allra hæfi og fjölmörg svæði og afþreyingu til að njóta eftir brekkurnar. Það er ástæða fyrir því að Genf er fullkominn vetraráfangastaður og einn eftirsóttasti skíðaáfangastaður í heimi.

Spennandi?

Skoða flug til Genfar

Finna flug
Kona með hatt lítur yfir Prag með kaffibolla
NÆST Á DAGSKRÁ

Ævintýri og upplifun í Prag


Afþreying í Genf