Skoða efni
4. May 2023

Frábær skíðasvæði í nágrenni Verona

Verona er gullfalleg borg í norðurhluta Ítalíu sem er þekkt fyrir ríka sögu sína, frábæran mat, arkitektúr og að sjálfsögðu, svalirnar frægu úr Rómeó og Júlíu. Ef Ítalía kallar en mannmergðin í Róm virkar yfirþyrmandi er Verona, líkt á nágranni hennar í Bologna tilvalinn áfangastaður fyrir ítölsku borgarferðina.

 Að því sögðu er Verona vetraráfangastaður PLAY enda frábær borg þegar halda á í skíðaferðina. Verona er staðsett skammt frá ítölsku Ölpunum en þar er að finna fyrsta flokks skíðasvæði, magnað landslag og frábæra aðstöðu í alla staði. Á skíðasvæðunum í nágrenni Verona má finna aðstæður fyrir alla getuhópa og fyrir vikið er þetta frábær staður, fyrir byrjendur jafnt og þá sem vilja ná meiri árangri í sinni skíðaíþrótt.

 Hér förum við yfir það helsta sem varðar skíðaferð til Verona og af hverju Verona er mögulega hinn fullkomni skíðaáfangastaður.

Uppáhaldsskíðasvæðin okkar í Verona

1. Val di Fassa

Val di Fassa í Trentino-héraði er eitt stærsta skíðasvæði Ítalíu en hér er að finna rúma 200 kílómetra af brekkum. Einn af stærstu kostum Val di Fassa er mikið úrval af brekkum í öllum erfiðleikastigum, allt frá barnabrekkum í þægilegar fullorðinsbrekkur og leiðir fyrir lengra komna.

Að sama skapi er hægt að finna mjög erfiðar svartar brekkur og ótroðnar leiðir fyrir fjallaskíðagarpana. Að auki er mikið úrval af nýstárlegum lyftum í Val di Fassa, svo sem stólalyftur og kláfar en góðar samgöngur eru sérstakt stolt svæðisins og lítill biðtími í lyftur er til marks um það.

 Má bjóða þér eitthvað dýrðlegt að borða eftir skíðabununa? Ekkert mál. Í Val di Fassa er að finna mikið úrval af æðislegum mat. Hér má gæða sér á klassískum ítölskum réttum, apres-ski drykkjum og snarli og svo framvegis. Þá mælum við sérstaklega með sjarmerandi fjallaþorpum á svæðinu, krúttlegum götum og fallegum gömlu kirkjunum sem þeim fylgja.

Val di Fassa Skiing, Trentino
Madonna di campiglio Skiing, Dolomites

2. Madonna di Campiglio

Madonna di Campiglio er í Brenta-Dólómítafjöllum í norðurhluta Ítalíu en þetta er annað frábært skíðasvæði í nágrenni Verona. Svæðið er frægt fyrir lúxus og íburð, fyrsta flokks brekkur og magnað útsýnið. Fyrir vikið er Madonna di Campiglio eitt eftirsóttasta skíðasvæði í Evrópu sem laðar til sín fólk frá öllum heimshornum á hverju ári.

Skíðasvæðið státar af rúmlega 150 kílómetrum af brekkum við allra hæfi. Hér má finna frábærar brekkur fyrir byrjendur og gríðarlega krefjandi brekkur fyrir þá allra hörðustu. Þeir sem eru haldnir mikilli ævintýraþrá eða eru einfaldlega mjög sterkir á skíðunum ættu að skoða merktar ótroðnar slóðir á fjallaskíðum til að hámarka adrenalínskammtinn.

 En það er ekki allt og sumt því aðstæður í Madonna di Campiglio eru líka til fyrirmyndar. Hér er að finna snjóbrettagarða, skíðaskóla og fyrsta flokks skíðalyftur. Þá er hægt að bóka gistingu á sannkölluðum lúxushótelum, versla í tískuvöruverslunum og velja úr úrvali veitingastaða.

Þeir sem vilja dálitla menningu með skíðaferðinni ættu að skoða sig um í Trentino-héraði því hér má fá frábæra innsýn inn í ríka hefð Ítalíu og sögu þessarar gömlu þjóðar.

3. Cortina d'Ampezzo

Þriðja frábæra skíðasvæðið við Verona sem við fjöllum um er Cortina d'Ampezzo. Þetta er sjarmerandi skíðasvæði í Dólómítafjöllum og hér er að finna magnað landslag, brekkur á heimsmælikvarða og virkilega eftirsóknarvert andrúmsloft. Skíðasvæðið býður rúmlega 120 kílómetra af brekkum sem hæfa öllum getustigum, allt frá ljúfum byrjendabrekkum í spennandi brekkur fyrir þaulvana.

En það er ekki allt og sumt því Cortina d‘Ampezzo státar líka af alls kyns skemmtilegri vetrarafþreyingu af öðrum toga, s.s. skautasvell, dekkjabunum og snjóþrúgum. Hér er því dásamlegt að dvelja fyrir fólk á öllum aldri. Á skíðasvæðinu sjálfu er mikið úrval af lyftum, þ.m.t. stólalyftur og kláfar og samgöngur þykja með besta móti.

Og þótt brekkurnar heilli ekki mælum við með Cortina d‘Ampezzo fyrir alla sem kunna að meta fallegt umhverfi, góða stemningu og sjarmerandi götumyndir í bland við ómótstæðilegan mat.

 

Winter landscape in Dolomites at Cortina D'Ampezzo ski resort, Italy
Rifugio Lagazuoi and Cable car station against the background of the Dolomites at sunset. Winter Alps near Cortina d'Ampezzo, Veneto, Italy.

Góð ráð fyrir skíðaferð til Verona

Þeir sem ætla í skíðaferð til Verona ættu að hafa nokkur atriði í huga til að fá sem mest út úr draumaferðinni.

 

1. Veldu rétta skíðasvæðið

Skíðasvæði geta verið mjög ólík og þá skiptir máli að velja það sem hentar hverjum og einum. Vegna staðsetningar sinnar er Verona nálægt mörgum frábærum skíðasvæðum. Gefðu þér tíma og veldu rétta svæðið fyrir þinn hóp. Skíðasvæðin sem minnst er á í þessari grein eru fullkomin fyrir fólk á öllum aldri og á öllum getustigum.

2. Leigðu búnað með góðum fyrirvara

Til að forðast vesen á síðustu stundu getur borgað sig að leigja skíðabúnað með fyrirvara eða ferðast með sinn eigin búnað. Það er eflaust ódýrara og einfaldara en þú heldur. Skoðaðu þjónustugjöldin okkar fyrir sérfarangur til að kynna þér málið. Á háannatíma geta leigurnar á skíðasvæðunum orðið þétt setnar og þá er verra að lenda í vandræðum með rétta búnaðinn sem hentar þér.

3. Berðu virðingu fyrir fjallinu

 Þótt þetta segi sig sjálft og sé sjaldnast eitthvað sem þarf að ítreka fyrir Íslendingum borgar sig að bera virðingu fyrir fjallinu. Það er bæði skemmtilegt og frábært fyrir heilsu og þrek að skíða en það getur verið hættulegt ef ekki er varlega farið. Skíðasvæðin í þessari grein eru með þaulreynt starfsfólk á sínum snærum og alltaf ætti að fara að ráðleggingum þeirra þegar kemur að aðstæðum. Haldið ykkur ávallt á merktum leiðum, ekki fara út fyrir tilgreind skíðasvæði og haldið ykkur nærri öðru skíðafólki.

4. Fylgstu vel með veðrinu

Veðrið getur breyst hratt í Ölpunum yfir veturinn eins og heima á Íslandi. Gangið úr skugga um að fylgjast með veðurspá og fylgja ráðleggingum starfsfólks og heimamanna þegar kemur að veðrinu.

5. Klæddu þig vel

Það getur orðið blautt og kalt í Ölpunum yfir veturinn og hér skiptir máli að klæða sig samkvæmt veðri. Vatnsheldar buxur, hanskar, gleraugu og skel eru staðalbúnaður. Það er ekki gaman að verða óþægilega blautt og kalt í draumafríinu.

Ski resort Madonna di Campiglio. Italy

Veldu Verona fyrir skíðaferðina

Skíði og snjóbretti eru ein besta og skemmtilegasta afþreyingin sem hægt er að finna í Evrópu yfir veturinn og mun ódýrari á þessu svæði en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Verona er frábær áfangastaður til að komast á einhver bestu skíðasvæði Alpanna. Þeir sem ætla að í skíðaferð, hvert sem ferðinni er heitið, ættu að vera vel búnir, fylgja ráðleggingum heimamanna og njóta lífsins í botn því það er fátt sem jafnast á við góðan dag á skíðum.

 


Afþreying í Verona