Miðabókun 101
Áfanginn „Miðabókun 101” gefur þér innsýn í ýmsa bókunartengda hluti, svo sem greiðslumöguleika, gjafabréf og hópabókanir.
Á endanum útskrifast þú sem bókunarmeistari!
Vistaðu upplýsingarnar - fljótari bókun!
Það er ekki nauðsynlegt að stofna MyPLAY aðgang til þess að bóka flug en við mælum með þó með því. MyPLAY aðgangurinn veitir þér allar þær upplýsingar sem þú þarft fyrir flugið þitt. Þar getur þú meðal annars bætt við þjónustu, valið sæti, endursent bókunarstaðfestinguna þína og skoðað flug sem þú átt bókuð. Þú getur einnig innritað þig í flugið þitt 24 tímum fyrir brottför í gegnum MyPLAY. Þetta gæti ekki verið einfaldara.
Þú getur bæði vistað þínar eigin persónuupplýsingar og farþegaupplýsingar ferðafélaga þinna. Þá þarftu ekki alltaf að rifja upp kennitölu makans þegar þú bókar flug.
Vistaðu svo greiðsluupplýsingar til að vera fljótari að ganga frá bókun næst. Þú getur meira að segja vistað mörg kreditkort og valið hvert þeirra þú vilt nota þegar þú bókar. Það er mikið þægilegra.
Smelltu hér til að bóka miða!
Greiðslumöguleikar
Við tökum við kreditkortum (VISA, MasterCard, American Express (AMEX) og Discover) og debetkortum með 14-16 tölustöfum og CSC / CVC kóða.
Við tökum einnig við Aukakrónukortum Landsbankans en athugið að aðeins er hægt að nota eitt greiðslukort í hverri bókun. Ef þú átt Aukakrónur fyrir öllu fluginu notar þú einfaldlega Aukakrónukortið eins og hvert annað greiðslukort en kortaupplýsingarnar er að finna í Landsbankaappinu. Ef þú vilt nota Aukakrónur upp í hluta ferðar kaupir þú einfaldlega gjafabréf fyrir Aukakrónurnar sem þú vilt nota upp í flugið og greiðir mismuninn með greiðslukorti. Allar nánari upplýsingar um Aukakrónur má finna á www.aukakronur.isHlekkur opnast í nýjum flipa.
Við tökum ekki við greiðslum fyrir bókunum eða aukaþjónustu með reiðufé.
Annar aðili getur greitt með sínu greiðslukorti fyrir flugið þitt. Ekki þarf að framvísa kortinu við innritun.
Athugið að öll aukaþjónusta verður gjaldfærð af því greiðslukorti nema nýju korti sé bætt við pöntunina eftir bókun.
Forfallavernd
Við mælum með því að farþegar kaupi forfallavernd þar sem PLAY endurgreiðir ekki flugmiða nema forfallavernd hafi verið keypt við upphaflega bókun.
Þegar þú kaupir forfallavernd er miðinn þinn verndaður fyrir ófyrirséðum aðstæðum eins og skyndilegum veikindum eða andláti ástvinar.
Þú getur keypt forfallavernd þegar þú bókar flugið þitt en hana er einungis hægt að kaupa fyrir alla flugleggi ferðarinnar.
Frekari upplýsingar um forfallavernd má nálgast hér.
Vinsamlegast athugið að röskun á ferðalagi vegna skorts á gildum skilríkjum, vegabréfsáritun eða öðrum ferðaheimildum fellur ekki undir forfallaverndina.
Hraðleið
Þú getur keypt hraðleið í gegnum öryggisleit í Keflavík þegar þú bókar flugið þitt. Hraðleið sparar þér tíma og stress á flugvellinum með því að koma þér hratt og örugglega í gegnum öryggisleit.
Gjafabréf
Gefðu leikglaða ævintýragjöf með gjafabréfi PLAY. Gjafabréfin okkar gilda í fjögur ár, eru sáraeinföld í notkun og munu án efa gleðja viðtakendur með glænýjum minningum á framandi slóðum. Nánari upplýsingar um gjafabréfin má finna hér.
Hópabókun
Ef þú vilt bóka fyrir 10 eða fleiri farþega í sömu bókun endilega hafðu samband við okkur til að fá tilboð fyrir þinn hóp.
Til að fá tilboð í hópabókun þarf einfaldlega að fylla út þessa beiðni.
Þar þurfum við eftirfarandi upplýsingar:
- Tengiliður bókunar - nafn og netfang
- Brottfararstaður & komustaður
- Brottfarardagsetning & heimkomudagsetning
- Fjöldi fullorðinna, barna og ungabarna í bókun
- Hvort óskað er eftir innrituðum farangri í tilboðinu
- Hvort óskað er eftir sætavali í tilboðinu
- Hvort að farþegar vilji kaupa forfallavernd
Eftir að við höfum móttekið beiðnina munum við senda formlegt tilboð innan tveggja virkra daga frá því að fyrirspurn berst. Við þurfum staðfestingu á því hvort að tilboðið sé samþykkt innan viku.
Ef tilboðið er samþykkt, munum við setja upp bókunina og láta tengilið vita varðandi næstu skref, hvernig greiðslu er háttað, hvenær við þurfum nafnalista, o.s.frv.
Athugið að ef beiðni um tilboð í hóp berst innan við átta vikum fyrir flugið sem á að bóka eða hópurinn telur færri en 20 farþega þá þarf að greiða alla bókunina í einu.