Fljúgðu í bestu brekkurnar
Það jafnast fátt á við góða skíðaferð í frábæru færi í vetrarfríinu.
Skíðaáfangastaðirnir okkar eru hver öðrum ævintýralegri en hver með sinn einstaka sjarma. Í New York er að finna fleiri skíðasvæði en í nokkru öðru fylki Bandaríkjanna og Verona er skammt frá heimsfrægum skíðasvæðum í ítölsku Ölpunum. Hvernig hljómar guðdómlegt alpaútsýnið í Genf nú eða gullfalleg Pýreneaföllin í akstursfjarlægð frá Barcelona? Við erum að tala um brekkur fyrir alla getuhópa, metnaðarfulla skíðaskóla, dásamlega aðstöðu, spennandi brettagarða, framúrskarandi aprés-ski og gullfallegt umhverfi.
Þetta er rétti tíminn til að gramsa í geymslunni, bera á skíðin og bóka flugið því þú munt bruna niður brekkurnar í sannkallaðri skíðaparadís í vetur. Það borgar sig að bóka skíðaflugið tímanlega.
Verona
Ítalska borgin Verona er mögulega frægust fyrir rómantískustu svalir í heimi en það er miklu meira að sjá, skoða og upplifa í þessari heillandi borg en bara sögusvið Rómeó og Júlíu. Verona er frábær áfangastaður fyrir hagkvæma og ógleymanlega vetrarferð enda stutt að fara í fyrsta flokks skíðasvæði í stórbrotnu landslagi.
Fyrir þá sem fíla fjallgöngur og skíðaíþróttir komast fáir áfangastaðir með tærnar þar sem Genf hefur hælana en héðan er frábært aðgengi að einhverjum bestu skíðasvæðum heims og stórfenglegu Alpaumhverfinu. Ber þar helst að nefna Champery í Sviss, Morzine í Frakklandi og Courmayeur á Ítalíu.
Lífið í Barcelona snýst ekki bara um sól og strendur því borgin er í akstursfjarlægð frá fjölmörgum frábærum skíðasvæðum í gullfallegum Pýreneafjöllum. Þessi vinsæli fjallgarður býður vetraríþróttafólk velkomið í dásamlegar aðstæður og óviðjafnanlegt útsýni á landamærum Frakklands og Spánar.
Það kemur kannski á óvart að við teljum New York skíðaáfangastað en í þessu fallega fylki eru fleiri skíðasvæði en í nokkru öðru fylki Bandaríkjanna. Fjallendi fylkisins er bæði mikið og fjölbreytt og því geta allir fundið sér brekkur við hæfi. PLAY flýgur til Stewart International Airport í Hudson Valley sem hefur marga frábæra kosti en einn af þeim er nálægðin við mörg af bestu skíðasvæðum New York fylkis.