- Fréttir
PLAY hlaut viðurkenningu fyrir Sjálfbærniskýrslu ársins
PLAY hlaut viðurkenningu fyrir Sjálfbærniskýrslu ársins
PLAY hlaut í dag viðurkenningu fyrir Sjálfbærniskýrslu ársins. Viðurkenninguna veittu Festa, Stjórnvísir og Viðskiptaráð Íslands. Viðurkenning sem þessi er virkilega hvetjandi og staðfestir mikilvægi þess að félagið hafi byggt upp trausta sjálfbærnistefnu frá upphafi rekstrar. Sjálfbærniskýrsla PLAY var gefin út í aprílmánuði.
Frá 2018 hafa fyrrnefnd samtök afhent viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins til Landsbankans, Isavia, Krónunnar, Byko og Landsvirkjunar en í ár hlýtur PLAY viðurkenninguna ásamt Lífeyrissjóði Verslunarmanna. PLAY er stolt af því að vera á lista með framúrskarandi fyrirtækjum á þessu sviði.
PLAY vonast til að sjálfbærnistefna félagsins verði öðrum fyrirtækjum, sérstaklega ungum fyrirtækjum, hvatning til að taka sjálfbærnivegferð sína föstum tökum og innleiða slíka stefnu inn í viðskiptalíkan sitt frá upphafi.
Sjálbærniskýrslu PLAY má lesa hér. Hlekkur opnast í nýjum flipaHlekkur opnast í nýjum flipa.