Skoða efni
Two rows of seats in PLAY aircraft

Sætisval

Viltu tryggja að þið ferðafélaginn sitjið saman?

Hægt er að kaupa sæti í bókunarferlinu, í MyPLAY eða við netinnritun. Þeir sem velja sér ekki sæti fá úthlutað sæti af handahófi við innritun.

Sæti með auknu fótarými

Viltu meira pláss til að teygja úr ferðaþreyttum fótleggjum?Við bjóðum upp á sæti með auknu fótarými þar sem bil á milli sæta getur verið allt að 89 cm. Hægt er að velja sæti fremst í vélinni, við neyðarútgang eða svokallað Space sæti.

Vinsamlegast athugið að farþegar sem sitja við neyðarútgang þurfa að geta aðstoðað áhöfnina ef til neyðarástands kemur og þurfa því að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Hafa náð 12 ára aldri
  • Hafa getu og vilja til að aðstoða ef upp kemur neyðarástand
  • Skilja fyrirmæli á ensku
  • Vera ekki barnshafandi
  • Þurfa ekki á framlengingu á sætisbelti að halda

Space sæti

Space sæti eru sæti við glugga eða gang framarlega í flugvélinni á völdum flugleiðum. Í miðjusætinu er þægilegt hliðarborð í stað nágranna svo farþegar fá aukið pláss fyrir sig og sitt hafurtask.

Takmarkað framboð er af Space sætum en þau eru á hagstæðu verði og því frábær valkostur fyrir þá sem vilja aukin þægindi fyrir minna.

Skilmálar

Við munum ávallt reyna að verða við beiðni um sætisval farþega. Við getum hins vegar ekki tryggt ákveðin sæti, t.d. við glugga, í miðju eða við gang. Við áskiljum okkur rétt til að úthluta eða endurúthluta sætum hvenær sem er. Þetta getur reynst nauðsynlegt að gera, t.d. af öryggisástæðum. Ef við þurfum að breyta sætisvali farþega munum við ávallt reyna að úthluta sambærilegu sæti í sama verðflokki.

Sæti fást ekki endurgreidd nema ekki hafi tekist að úthluta sambærilegu sæti eða í þeim tilfellum þegar flugi er aflýst.

Vinsamlegast athugið að við áskiljum okkur rétt til að færa farþega í annað sæti ef farþegi við neyðarútgang uppfyllir ekki viðeigandi skilyrði fyrir slík sæti.