Skoða efni

Af hverju ætti ég að kaupa Dagafrelsi?

Af því þú vilt svigrúm til að gera breytingar

Dagafrelsi

Dagafrelsi gefur farþegum svigrúm til að breyta dagsetningunum á fluginu sínu einu sinni án þess að borga fyrir það sérstakt breytingagjald en greiddur er fargjaldarmismunur ef hann er til staðar. Það getur verið flókið að skipuleggja heilt ferðalag og ef þú átt von á að eitthvað gæti breyst í ferðaplönunum er þetta frábær valkostur. Dagafrelsi fylgir PLAY flex fargjaldapakkanum okkar en því má einnig bæta sérstaklega við PLAY basic og PLAY value fargjöldin. Það er alltaf ódýrara að kaupa Dagafrelsi með upprunalegri bókun en að borga breytingagjald til að breyta dagsetningum á flugi seinna meir.

Athugið að með Dagafrelsi er hægt að gera breytingar á dagsetningum án þess að greiða breytingagjald, en alltaf þarf að greiða breytingagjald fyrir nafnabreytingar.

Breytingar á dagsetningu eru í boði þar til 1 klst. er í flugið. Ef þú vilt breyta dagsetningunni á fluginu þínu skráir þú þig inn á MyPLAY aðganginn þinn á heimasíðunni okkar og gerir breytingarnar þar. Veljið Mínar bókanir og smellið á Breyta bókun og þaðan á Breyta flugi.

Ef þú þarft aðstoð er þjónustuteymið okkar til þjónustu reiðubúið milli 08:00 og 20:00 alla virka daga á rásunum okkar en athugið að rukkað er þjónustugjald fyrir allar breytingar sem fara í gegnum þjónustuteymið auk fargjaldamismunar ef einhver er.

Eftirfarandi skilmálar gilda varðandi mögulegan fargjaldamismun með Dagafrelsi:

  • Nýja flugið er dýrara en upprunalega flugið:
    Greiddur er fargjaldamismunur.
  • Nýja flugið kostar það sama og upprunalega flugið:
    Enginn kostnaður.
  • Nýja flugið er ódýrara en upprunalega flugið:
    Fargjaldamismunur er ekki endurgreiddur.

Sætin munu færast með þér á nýja flugið svo lengi sem sömu sæti eru laus og þú heldur upprunalegu bókunarnúmeri. Við munum hins vegar senda þér nýja bókunarstaðfestingu á netfangið þitt með uppfærðum flugupplýsingum.

Athugaðu að ekki er hægt að breyta seinni legg í bókun í dagsetningu sem fer á undan fyrri legg í bókun.

Dagafrelsi er aldrei endurgreitt, því er ekki hægt að breyta og það er ekki hægt að framselja.