- Getum við aðstoðað?
Hvernig afbóka ég eða breyti bókun?
Hvernig afbóka ég eða breyti bókun?
Breyttist eitthvað?
Breytingagjald
Eftir að bókun hefur verið gerð er hægt að breyta um áfangastað og brottfararstað ferðar ásamt dagsetningu á fluginu.
Breytingar á dagsetningu eru í boði þar til 1 klst. er í flugið en breytingar á áfangastað og brottfararstað eru í boði þar til 24 klst. eru í brottfarartíma.
Ef að þú ákveður að breyta fluginu þínu þá þarftu að greiða breytingagjald fyrir hvern farþega á hvern fluglegg, auk fargjaldamismunar ef hann er til staðar.
- Nýja flugið er dýrara en upprunalega flugið:
Greitt er breytingagjald á hvern farþega og hvern fluglegg auk fargjaldamismunar. - Nýja flugið kostar það sama og upprunalega flugið:
Greitt er breytingagjald á hvern farþega og hvern fluglegg. - Nýja flugið er ódýrara en upprunalega flugið:
Greitt er breytingagjald á hvern farþega og hvern fluglegg. Fargjaldamismunur er ekki endurgreiddur.
Sætin munu færast með þér á nýja flugið svo lengi sem sömu sæti eru laus og þú heldur upprunalegu bókunarnúmeri. Við munum hins vegar senda þér nýja bókunarstaðfestingu á netfangið þitt með uppfærðum flugupplýsingum.
Athugaðu að ekki er hægt að breyta seinni legg í bókun í dagsetningu sem fer á undan fyrri legg í bókun.
Ef þú vilt breyta dagsetningunni á fluginu þínu skráir þú þig inn á MyPLAY aðganginn þinn á heimasíðunni okkar og gerir breytingarnar þar.
Til að gera breytingar á brottfarar- eða áfangastað þarf að fylla út þjónustubeiðni. Athugið að einungis er hægt að breyta flugvelli í annan flugvöll innan sömu heimsálfu.
Nafnabreytingar og nafnaleiðréttingar
Hægt er að gera nafnabreytingu á miða gegn gjaldi en til þess þarf að hafa samband við þjónustuteymið okkar. Nánari upplýsingar um nafnabreytingar má nálgast hér.
Hægt er að gera nafnaleiðréttingar um 2-3 bókstafi endurgjaldslaust. Athugið að nafn á flugmiða verður að vera eins og það sem stendur í vegabréfi. Ekki er hægt að gera leiðréttingar eftir að þú hefur innritað þig á netinu.
Ef þú þarft að lagfæra nafn í þinni bókun skaltu hafðu samband við þjónustuteymið okkar og við munum aðstoða þig.
Afbókun
Allir okkar flugmiðar eru óendurgreiðanlegir nema forfallavernd hafi verið keypt. Ef þú keyptir ekki forfallavernd og kemst ekki í flugið þitt þá áttu alltaf rétt á því að fá flugvallarskattana endurgreidda. Í því tilfelli biðjum við þig um að hafa samband við þjónustuteymið okkar.
Því mælum við með því að farþegar okkar kaupi forfallavernd við bókun.
Fyrir frekari upplýsingar varðandi forfallavernd smelltu hér.
Fylltu út þetta eyðublað til að biðja um endurgreiðslu á flugvallarsköttum og við munum hafa samband eins fljótt og auðið er.