Skoða efni

Má ég taka CPAP eða POC vél með um borð?

Að sjálfsögðu

CPAP vélar

Ef að CPAP öndunarvél er nauðsynleg fyrir þig á meðan á flugi stendur máttu að sjálfsögðu taka hana um borð sem handfarangur. Athugaðu að hún hefur engin áhrif á handfarangursheimild þína og ekki er greitt sérstaklega fyrir hana.

Það er óþarfi að láta okkur sérstaklega vita að þú komir með CPAP vélina þína um borð.

POC - Portable Oxygen Concentrator

Þú getur að sjálfsögðu tekið súrefnisþjöppu (POC) með þér um borð ef að þú þarft á henni að halda. Vinsamlega athugaðu samt sem áður að hún þarf að komast undir sætið fyrir framan þig. Hún telst vera viðbót við farangursheimild þína og þú mátt ferðast með hana þér að kostnaðarlausu. Vinsamlegast athugaðu að við mælum með að þú hafir læknisvottorð meðferðis sem segir til um að þú þurfir á vélinni að halda og að þér sé heilsufarslega óhætt að fljúga.

Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á [email protected] að minnsta kosti 48 tímum fyrir flugið þitt ef að þú ætlar að koma með tækið um borð og tilgreindu gerð tækisins.

EFTIRFARANDI POC VÉLAR ERU LEYFILEGAR UM BORР

·       AirSep FreeStyle

·       AirSep LifeStyle

·       AirSep Focus

·       AirSep Freestyle 5

·       (Caire) SeQual eQuinox / Oxywell (model 4000)

·       Delphi RS-00400 / Oxus RS-00400

·       DeVilbiss Healthcare iGo

·       Inogen One

·       Inogen One G2

·       lnogen One G3

·       lnogen One G5

·       lnova Labs LifeChoice Activox

·       International Biophysics LifeChoice / lnova Labs LifeChoice

·       Invacare XPO2 / XPO100

·       Invacare Solo 2

·       Oxylife Independence Oxygen Concentrator

·       Precision Medical EasyPulse

·       Respironics EverGo

·       Respironics SimplyGo

·       Sequal Eclipse

·       SeQual SAROS

·       VBox Trooper

Farþegar ættu að hafa meðferðis nægilegt magn af fullhlöðnum rafhlöðum fyrir lækningatæki sín, sem duga fyrir flugið og mögulegar seinkanir. Farþegar mega að hámarki taka tvær rafhlöður með sér í handfarangri og þeim verður að pakka sérstaklega til að koma í veg fyrir núning. Rafhlöðuskautin verða að vera annaðhvort innfelld eða pakkað sérstaklega til að koma í veg fyrir snertingu við málmhluti, þar með talin hleðslutæki og aðrar rafhlöður.

Athugið að af öryggisástæðum eru öndunartæki sem innihalda þjappað gas eða fljótandi súrefni ekki leyfileg um borð.