- Getum við aðstoðað?
Ég á tengiflug með PLAY, hvernig virkar það?
Ég á tengiflug með PLAY, hvernig virkar það?
Tengiflug með PLAY
Þegar bókað er tengiflug með PLAY þá er allur farangur innritaður á lokaáfangastað með PLAY. Þegar innritun er lokið þá færðu tvö brottfararspjöld og skiptir um flugvél í KEF.
Þó að bókunin sýni tvo flugleggi (þ.e. BOS-KEF og KEF-STN) þá er þetta talið eitt flug. Það þýðir að ef þú vilt breyta dagsetningu þá þarftu að breyta öllu fluginu (þ.e. BOS-KEF og KEF-STN). Það er ekki hægt að breyta aðeins öðrum leggnum þegar bókað er tengiflug, og eins er ekki hægt að afbóka aðeins einn fluglegg.
Fargjaldi fyrir tengiflug fylgir lítilsháttar afsláttur miðað við ef ferðin væri bókuð í tvennu lagi.
Ertu að fljúga frá Bologna BLQ, Fuerteventura FUE, Genf GVA, Salzburg SZG eða Verona VRN?
Því miður er netinnritun ekki í boði fyrir flug frá Bologna, Fuerteventura, Genf, Salzburg eða Verona. Þetta þýðir að þegar þú innritar þig á flugvellinum færðu einungis eitt brottfararspjald. Við lendingu Í KEF ættir þú að hafa fengið brottfararspjald í gegnum tölvupóst fyrir næsta flug með PLAY. Ef þú ert ekki búin/n að fá brottfararspjaldið við lendingu, þá getur þú farið á þjónustuborðið hjá C-hliðum og fengið það þar.
Tengiflug með öðrum flugfélögum
Ef þú átt bókað flug með öðru flugfélagi þá þarftu að sækja farangurinn á lokaáfangastaðnum þínum með PLAY og innrita hann aftur með hinu flugfélaginu.
Við mælum með að fólk gefi sér að minnsta kosti 3 tíma á milli tengifluga með öðrum flugfélögum.