Skoða efni

Hvaða reglur gilda um að ferðast með dýr?

Við flytjum ekki dýr - nema þjónustuhunda

Þjónustuhundar/leiðsöguhundar

Við elskum dýr en tökum því miður ekki að okkur að flytja þau. Undantekning er gerð fyrir þjónustuhunda/leiðsöguhunda sem við leyfum í farþegarými.

Athugið að við leyfum að hámarki einn þjónustuhund/leiðsöguhund í hverju flugi. Hundurinn skal sitja fyrir framan eiganda sinn og ekki vera fyrir á ganginum.

Athugið að við getum ekki samþykkt hund einungis aðra leið ef farþegi á bókaða ferð með okkur báðar leiðir.

Það er alfarið á ábyrgð farþega að verða sér úti um þau leyfi sem kann að þurfa á áfangastað sem og að framvísa þeim við innritun. PLAY er ekki ábyrgt ef hundur má ekki koma inn í það land sem ferðast er til.

Athugið að í gildi eru strangar reglur varðandi innflutning dýra ​til​ Íslands og þurfa öll dýr að fara í 14 daga sóttkví við komu til landsins. Frekari upplýsingar má nálgast á www.mast.is.

  • Engin sérstök gjöld, þyngdartakmarkanir eða kröfur varðandi búr eru gerðar þegar ferðast er með þjónustuhund.
  • Við ráðleggjum farþegum sem ferðast með þjónustuhund að innrita sig að minnsta kosti 90 mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma.
  • Vinsamlega athugið að það er á ábyrgð farþega að hafa meðferðis öll nauðsynleg gögn til að hundurinn fái inngöngu í landið á áfangastað.
  • PLAY tekur ekki á sig neina skaðabótaábyrgð ef hundinum er synjað um inngöngu á áfangastað.
  • PLAY ber ekki ábyrgð á því að sannreyna að hundurinn hafi nauðsynleg gögn, þ.m.t. uppfærðar bólusetningarskrár, áður en hann ferðast um, til eða frá landi. Það er á ábyrgð þess sem hefur greitt fyrir flutning dýrsins að greiða upp sektir, gjöld eða önnur útgjöld sem hljótast af því að nauðsynleg gögn voru ekki lögð fram eða hundurinn uppfyllti ekki kröfur um aðgang dýra á áfangastað.

Skilgreining

Skráður þjónustuhundur/leiðsöguhundur (RAD) er hundur sem hefur verið þjálfaður til að aðstoða og styðja eiganda með fötlun (svo sem heyrnar- eða sjónskerðing) og er skráður hjá einhverjum af eftirtöldum samtökum:

Assistance Dog International - http://www.assistancedogsinternational.org

Alþjóðlega leiðsöguhundasambandið - http://www.igdf.org.uk/closest-dog-guide-providers

Forbókaður og skráður þjónustuhundur/leiðsöguhundur má ferðast með PLAY.

Bókunarferli

Skráðan þjónustuhund/leiðsöguhund þarf að bóka í þjónustuveri okkar í gegnum [email protected] a.m.k. 48 klukkustundum fyrir brottför.

Athugið að sérstök heimild frá MAST þarf að fylgja með beiðni um að bæta þjónustuhundi/leiðsöguhundi við bókun (sjá nánar hér að neðan). Þjónustuteymið getur ekki bætt þjónustunni við bókunina án þess að fá þessi skjöl.

Vinsamlegast athugið að ef gerð er breyting á dagsetningu þá færist þjónustuhundurinn ekki sjálfkrafa með yfir á nýja flugið.  Það er á ábyrgð farþega að hafa samband við þjónustuteymið varðandi að bæta þjónustuhundinum aftur við bókunina.

Takmarkanir á Íslandi

Strangar reglur gilda um innflutning dýra til Íslands og þurfa öll dýr að fara í 14 daga sóttkví við komu til landsins.

Vinsamlegast kynnið ykkur reglur um flutning dýra á milli landa vel áður en ferðast er með þjónustuhund/leiðsöguhund.
Til að farþegi geti ferðast til eða í gegnum Ísland með skráðan þjónustuhund/leiðsöguhund verður að auki að hafa leyfi frá Matvælastofnun.
Samkvæmt reglum og reglugerðum Matvælastofnunar er þjónustuhundum/leiðsöguhundum óheimilt að komast í snertingu við önnur dýr á Keflavíkurflugvelli.
Farþegar sem ferðast með þjónustuhund/leiðsöguhund með tengiflugi í gegnum Keflavíkurflugvöll verða að bíða eftir tengiflugi sínu á afmörkuðu svæði flugstöðvarinnar. Við brottför mun starfsmaður flugvallar fylgja farþeganum að brottfararhliðinu.

Frekari upplýsingar má nálgast hér.Hlekkur opnast í nýjum flipa

Takmarkanir í Bretlandi

Hægt er að ferðast til Bretlands með þjónstuhund/leiðsöguhund ef hundurinn:

·        Er örmerktur

·        Er með vegabréf og heilbrigðisvottorð

·        Hefur verið bólusettur gegn hundaæði – einnig þarf blóðprufa að fylgja með ef ferðast er frá landi sem ekki er skráð

Sjá frekari upplýsingar hér.

Takmarkanir á Norður-Írlandi

Skráðir þjónustuhundar/leiðsöguhundar mega ferðast til Norður-Írlands svo framarlega sem farið er eftir viðeigandi reglugerðum um dýrahald.

·        Þjónustuhundurinn/leiðsöguhundurinn verður að uppfylla viðeigandi skilyrði en þau eru mismunandi eftir því frá hvaða landi hundurinn er að ferðast.

·        Farþegi þarf að hafa samband við landbúnaðarráðuneytið ekki meira en 5 virkum dögum og ekki minna en 1 virkum degi fyrir ferðalagið með því að:

o   Fylla út tilkynningareyðublað eða;

o   Senda eyðublaðið í tölvupósti ásamt eyðublaði úr viðauka IV eða (ef við á) eftirfarandi síðum úr gæludýravegabréfi ESB (iii) merkingu dýra, (v) bólusetningu gegn hundaæði og (vi) hundaæðismótefnatítrunarprófi til [email protected] fyrir eftirlit starfsmanna á flugvellinum í Dublin.

Vinsamlegast athugið að skyldubundin skoðun á hundinum er gjaldskyld (reiðufé í Evrum). Aðeins samþykktir þjónustuhundar/leiðsöguhundar mega ferðast í farþegarými flugvéla sem lenda á Norður-Írlandi.

Frekari upplýsingar má nálgast hérHlekkur opnast í nýjum flipa

Takmarkanir í Bandaríkjunum

Farþegar sem ferðast með þjónustuhund/leiðsöguhund þurfa að framvísa heilbrigðisvottorði ásamt staðfestingu á að hundurinn sé skráður þjónustuhundur/leiðsöguhundur þegar þjónustan er bókuð. Einnig þarf að framvísa þessum skjölum á flugvellinum við innritun. Samþykktar stofnanir vegna skráningu þjónustuhunda/leiðsöguhunda er hægt að sjá hér að ofan undir Skilgreining.

Auðkenning þjónustuhunda/leiðsöguhunda

Staða þjónustuhunda/leiðsöguhunda ætti að vera auðsýnileg. Hundurinn ætti að vera með merki, í vesti eða beisli sem auðkennir hann sem þjónustuhund/leiðsöguhund og eigandinn verður að hafa öll skjöl reiðubúin sem gerð er krafa um við komu á áfangastað.