Skoða efni

Að ferðast með ofnæmi

Við munum gera okkar besta til að koma til móts við þínar þarfir en því miður getum við ekki ábyrgst algjörlega ofnæmisfrítt umhverfi um borð

Ofnæmi

Við mælum með að farþegar taki ofnæmislyfin sín með um borð og geymi þau á góðum stað í handfarangri þar sem auðvelt er að nálgast þau.

Farþegar sem ferðast með alvarlegt hnetuofnæmi eða annað ofnæmi eru beðnir um að láta starfsfólk okkar við innritun/hlið vita af ofnæminu, og einnig áhöfnina um borð. Áhöfnin mun þá biðja aðra farþega um borð að neyta ekki matvæla sem innihalda hnetur á meðan á fluginu stendur.

Við hvetjum farþega með alvarleg ofnæmi að vera með EpiPen meðferðis sem og önnur nauðsynleg lyf, þar sem við erum ekki með þau um borð í vélunum okkar. Athugið að öll lyf sem er ferðast með í handfarangri þurfa að vera vel merkt.

Við viljum einnig benda á að áhöfnin okkar er ekki þjálfuð til að gefa farþegum lyf.

Lyf í handfarangri

Við mælum með að öll lyf séu vel merkt, þeim pakkað í handfarangur og geymd undir sæti eða í sætisvasa þannig að þau séu aðgengileg á meðan á flugi stendur.