- Getum við aðstoðað?
Af hverju ætti ég að kaupa forfallavernd?
Af hverju ætti ég að kaupa forfallavernd?
Það getur ýmislegt komið upp á og þá getur verið gott að hafa keypt forfallavernd
Hvernig virkar þetta?
Þú getur keypt forfallavernd þegar þú bókar flugið þitt, en hana er einungis hægt að kaupa í upprunalega bókunarferlinu. Ef bókunin þín er fyrir flug fram og til baka þarf að kaupa forfallavernd fyrir báða flugleggi.
Ef þú eða ástvinur þinn veikist eða lendir í slysi sem kemur í veg fyrir flug þá endurgreiðum við allt nema forfallaverndina sjálfa, svo lengi sem við fáum send öll tilskilin gögn innan við 7 dögum frá áætlaðri brottför.
Gögnin þurfa að tilgreina ástæður fyrir því að farþegi sé ófær um að ferðast þær dagsetningar sem fyrirhugaðar voru og geta verið eitt af eftirfarandi:
- Læknisskjal frá lækni/ljósmóður
- Dánarvottorð
- Lögregluskýrsla
Ef flugið er ekki nýtt af ástæðum sem falla undir ofangreind atriði biðjum við þig um að hafa samband við þjónustuver okkar með viðeigandi gögn.
Athugið að forfallaverndin er aðeins í boði við bókun og hún er keypt á hvern farþega fyrir sig.
Vinsamlegast hafið í huga að leggja þarf fram öll viðeigandi skjöl til að fá miðann endurgreiddan.
Forfallaverndin sjálf er aldrei endurgreidd, henni er ekki hægt að breyta og hana er ekki hægt að framselja.
PLAY endurgreiðir ekki eftirfarandi:
- Hótel, bílaleigubíl eða aðrar ferðir.
- Flug þegar ástæða afbókunar fellur ekki undir skilmála forfallaverndar.
- Flug vegna meðferðar og/eða dvalar á sjúkrahúsi sem lá fyrir við bókun.
- Flug vegna valkvæðra aðgerða eða veikinda vegna valkvæðra aðgerða.