- Getum við aðstoðað?
Get ég einungis keypt farangursheimild á netinu?
Get ég einungis keypt farangursheimild á netinu?
Nei - það eru fleiri leiðir í boði
Að kaupa farangursheimild
Það eru fimm ólíkar leiðir til að kaupa farangursheimild, alveg frá því þú bókar miðann og þar til ein klukkustund er í flugið þitt.
Valmöguleiki 1 er ávallt ódýrastur. Sama verð á við um val 2 og 3 en þjónustugjald bætist við val 4 og 5.
- Þegar bókun er gerð: Þegar þú bókar í upphafi á heimasíðunni okkar er í boði að bæta við aukafarangri.
- Eftir að bókun er gerð: Þú kemst inn á MyPLAY aðganginn þinn á heimasíðunni okkar og þar getur þú bætt við aukafarangri, þar til 24 tímar eru í brottför.
- Við netinnritun: Þegar það eru minna en 24 tímar í flugið þitt getur þú bætt við aukafarangri þegar þú innritar þig á netinu.
- Í gegnum þjónustuteymið: Þú getur haft samband við þjónustuteymið okkar þar til 24 tímum fyrir brottför og bætt við farangri. Athugaðu að greiða þarf aukalega þjónustugjald fyrir það.
- Við innritun á flugvellinum: Þú getur líka bætt við farangri við innritun á flugvellinum en hafðu í huga að það er dýrasti valkosturinn.
Vinsamlegast athugið að farangursheimild fæst aldrei endurgreidd.