Skoða efni

Hverjir eru greiðslumöguleikarnir?

Tekið er við kreditkortum (VISA, MasterCard, American Express (AMEX) og Discover) og debetkortum með 14-16 tölustöfum og CSC / CVC kóða þegar miðar eru bókaðir á vefsíðu okkar og að sjálfsögðu má alltaf greiða með gjafabréfi PLAY.

Aukakrónur

Við tökum einnig við Aukakrónukortum Landsbankans en athugið að aðeins er hægt að nota eitt greiðslukort í hverri bókun. Ef þú átt Aukakrónur fyrir öllu fluginu notar þú einfaldlega Aukakrónukortið eins og hvert annað greiðslukort en kortaupplýsingarnar er að finna í Landsbankaappinu. Ef þú vilt nota Aukakrónur upp í hluta ferðar kaupir þú einfaldlega gjafabréf fyrir Aukakrónurnar sem þú vilt nota upp í flugið og greiðir mismuninn með greiðslukorti. Allar nánari upplýsingar um Aukakrónur má finna á www.aukakronur.is.

Smelltu hér til að kaupa gjafabréf fyrir Aukakrónurnar þínar.

Reiðufé

Við tökum ekki við greiðslum fyrir bókunum eða aukaþjónustu í reiðufé.

Greiðslukortið

Það er ekkert mál þótt korthafi sé annar en farþegi. Korthafi getur greitt með sínu greiðslukorti fyrir flug annars aðila. Í því tilfelli gætum við beðið um staðfestingu korthafa á viðeigandi bókun sem og heildarupphæð rukkuð á kortið. Við mælum með að skoða auka ferðatryggingar ef að farþegi er ekki sá sami og korthafi.

Athugið að öll aukaþjónusta verður gjaldfærð af því greiðslukorti sem var notað við bókun, nema nýju korti sé bætt við pöntunina.