- Getum við aðstoðað?
Hvernig vel ég mér sæti um borð?
Hvernig vel ég mér sæti um borð?
Viltu tryggja að þið ferðafélaginn sitjið saman? Viltu njóta útsýnisins eða fer best um þig fremst í vélinni? Þarftu aukið fótapláss fyrir þreytta ferðafætur? Þitt er valið!
Þú getur valið þér sæti gegn gjaldi í bókunarferlinu
Þú getur valið þér sæti gegn gjaldi í bókunarferlinu, eða með því að fara inn á bókunina þína á heimasíðu okkar allt að 24 tímum fyrir brottför.
Þegar minna en 24 tímar eru í brottför hefst netinnritun og þar getur þú einnig valið þér sæti gegn gjaldi. Innritunina finnur þú á MyPLAY aðganginum þínum.
Verð á sætum fer eftir því hvers konar sæti er valið.
Vinsamlegast athugið að farþegar sem velja að sitja við neyðarútgang þurfa að vera tilbúnir til að aðstoða áhöfnina ef til neyðarástands kemur. Þar af leiðandi þurfa þessir farþegar að uppfylla ákveðin skilyrði.
Af öryggisástæðum þurfa farþegar sem sitja við neyðarútgang:
- Að hafa náð 12 ára aldri
- Að geta opnað neyðarútgang
- Að geta aðstoðað áhöfn ef þörf krefur
- Að tala og skilja ensku
Vinsamlegast athugið að við áskiljum okkur rétt til að færa fólk í annað sæti ef farþegi við neyðarútgang uppfyllir ekki þessi skilyrði.
Það er ekkert mál að sleppa því að velja sæti, þá er þér úthlutað sæti við innritun, þér að kostnaðarlausu.
Fékkstu ekki sætið sem þú valdir þér?
Eins og fram kemur í skilmálum okkar þá fæst sætisval ekki endurgreitt og getur breyst án fyrirvara vegna breytinga á flugáætlun eða annarra ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Í slíkum tilfellum munum við ávallt reyna að tryggja þér sambærilegt sæti og þú keyptir.
Endurgreiðsla er í boði við eftirfarandi aðstæður:
- Ef fluginu er aflýst
- Ef flugvélaskipti eiga sér stað og sambærilegt sæti var ekki í boði
Sjá nánari upplýsingar um endurgreiðslu á sætisvali hér.