Skoða efni

Hversu mikinn handfarangur má ég koma með?

Hvað er innifalið og hvað ekki...

Lítil taska í handfarangri

Viltu taka léttu leiðina? Ekkert mál.

Innifalið í miðanum þínum er einn persónulegur hlutur/taska í handfarangri sem má vera 42x32x25 cm að stærð og 10 kg með handfangi og hjólum.

Athugaðu að taskan þarf að passa undir sætið fyrir framan þig.

Handfarangurstaska

Þarftu að hafa örlítið meira með þér í vélina? Ekkert mál, þú getur borgað fyrir eina aukatösku í handfarangri. Hámarksstærð hennar má vera 56x45x25 cm og 12 kg með handfangi og hjólum.

Með því að kaupa farangursheimild fyrir handfarangur færðu einnig forgang um borð við brottför. Í okkar leikbókum kallast það stöngin inn!

Eitthvað fleira?

Þú mátt einnig koma með poka úr fríhöfninni í handfarangri og eins þau lyf eða lækningatæki sem þú þarft á að halda í fluginu.

Vinsamlegast athugið að við mælum með að hafa læknisvottorð meðferðis sem segir að lyfin/tækin séu nauðsynleg.