- Getum við aðstoðað?
Hvaða reglur eiga við um börn sem ferðast með PLAY?
Hvaða reglur eiga við um börn sem ferðast með PLAY?
Börn eru best!
Ferðast með ungbarn
Ungbörn eru bókuð á sérstöku fargjaldi þangað til þau hafa náð 2 ára aldri. Barnið fær ekki sitt eigið sæti í flugvélinni heldur situr í fangi þess sem ferðast með því.
Ef ferð er bókuð fyrir ófætt barn er hægt að breyta nafni og fæðingardegi eftir að bókun hefur verið framkvæmd, endurgjaldslaust.
Athugið að ungbarn þarf að vera að lágmarki 7 daga gamalt, ef um er að ræða fulla meðgöngu, áður en ferðast er.
Farangur
Innifalin er ein lítil taska í handfarangri að hámarki 42x32x25 cm og 10 kg með handfangi og hjólum.
Það er ekki hægt að kaupa aukalega farangursheimild fyrir ungbörn.
Vagna, kerrur og bílstóla er hægt að bóka fyrir ungbörn endurgjaldslaust en að hámarki tvo hluti á hvert ungbarn.
Sæti
Ungbörnin eru ekki bókuð í sæti í flugvélinni þar sem þau sitja í fanginu á þeim sem ferðast með þau. Það er hinsvegar í boði að kaupa aukalega sæti fyrir ungbarnið fyrir þá sem vilja meira pláss. Endilega fylltu út þjónustubeiðni eða hafðu samband við þjónustuteymið okkar ef þú vilt gera það.
Ef aukasæti er keypt og ferðast er með bílstól þá getur ungbarnið setið í þeim bílstól í flugtaki og lendingu svo lengi sem sá bílstóll er sérstaklega samþykktur fyrir flugvélar.
Einnig þarf bílstóllinn að vera við glugga. Ef bílstóllinn er ekki samþykktur fyrir flugvélar, situr barnið í fanginu á þeim sem ferðast með það í flugtaki og lendingu.
Ferðaskilríki
Öll ungbörn þurfa að framvísa gildu vegabréfi við innritun.
Ferðast með barn
Börn á aldrinum 2-11 ára greiða venjulegt barnafargjald, fá sitt eigið sæti og gera sitt besta til að sparka ekki í sætisbakið fyrir framan sig.
Farangur
Innifalið í miða er farangursheimild fyrir eina litla tösku í handfarangri að hámarksstærð 42x32x25 cm og 10 kg með handfangi og hjólum.
Hægt er að bæta meiri farangursheimild við bókunina.
Vagna, kerrur og bílstóla er hægt að bóka fyrir börn endurgjaldslaust, að hámarki tvo hluti á hvert barn.
Sæti
Barn má sitja hvar sem er í vélinni að undanskildum sérstökum neyðarútgangssætum.
Ferðaskilríki
Öll börn þurfa að framvísa gildu vegabréfi við innritun.
Börn sem ferðast ein
Börnum 8-12 ára er heimilt að ferðast ein ef fylgd er bókuð fyrir barnið.
Athugið að fylgdarþjónusta (UMNR) er ekki í boði fyrir börn sem ferðast í tengiflugi.
Farþegi sem hefur náð 12 ára aldri er bókaður sem fullorðinn á síðunni okkar og má ferðast einn. Hægt er að bóka fylgd fyrir börn eldri en 12 ára en það er ekki krafa af okkar hálfu.
Athugið að farþegi þarf að hafa náð 18 ára aldri til að geta fylgt börnum eða ungbörnum í flug.
Öll börn þurfa að framvísa gildu vegabréfi við innritun.
Fylgdarþjónusta er rukkuð fyrir hvern fluglegg en börn sem ferðast saman á sama bókunarnúmeri greiða þó aðeins eitt gjald á fluglegg fyrir fylgdina.
Barn um borð
Meðganga
Konur á meðgöngu bera sjálfar ábyrgð á sínum ferðalögum og að þær hafi heilsu til að fljúga. Við fljúgum hins vegar ekki með konur sem komnar eru á 36. viku meðgöngu eða lengra.
Brjóstagjöf
Leyfilegt er að hafa brjóstamjólk og þurrmjólk með í handfarangri. Þegar gengið er í gegnum öryggisleit þá skal fjarlægja allan vökva úr handfarangri. Ekki hika við að gefa barninu þínu brjóst á flugvellinum eða um borð.
Aðstaða um borð
Um borð er aðstaða til að skipta á barninu en við útvegum engar bleyjur, þurrkur, barnarúm, o.s.frv. Athugið að við getum því miður ekki hitað brjóstamjólk um borð.
Nánari upplýsingar um börn á ferð og flugi má finna hér.