Skoða efni

Röskun á flugi

Ef röskun verður á fluginu þínu þá sendum við þér upplýsingar um næstu skref í tölvupósti og smáskilaboðum (sms)

Evrópsk reglugerð EU 261/2004

Við skiljum vel þau óþægindi sem hljótast af töfum á flugi og þegar ferðaáætlanir raskast óvænt.Í þeim tilvikum munum við gera okkar besta til að koma þér á áfangastað eins fljótt og auðið er.

Við vinnum í samræmi við reglugerð ESB nr 261/2004 varðandi réttindi farþega. Upplýsingar um réttindi flugfarþega má finna hérHlekkur opnast í nýjum flipa.

Ef þú telur að truflun á flugi þínu falli undir þessa reglugerð er hægt að sækja um bætur hér. Hlekkur opnast í nýjum flipa

Einnig má finna upplýsingar á vef Samgöngustofu hérHlekkur opnast í nýjum flipa.

Samskipti

Ef breyting er gerð á flugáætlun munum við senda nákvæmar upplýsingar um næstu skref á tengiliðaupplýsingar sem gefnar voru í bókun, það er netfang og símanúmer sem var uppgefið við bókun.

Hafa ber í huga að ef þú bókaðir í gegnum þriðja aðila þá gætu tengiliðaupplýsingar verið hjá þeim aðila. Í þeim tilfellum er mikilvægt að hafa samband við þjónustuteymið okkar sem getur þá aðstoðað með framhaldið.

Ef þú ert hluti af hóp og hefur ekki gefið upp þitt netfang eða símanúmer er mikilvægt að hafa samband við tengilið hópsins sem ætti að hafa fengið allar upplýsingar á sitt netfang og símanúmer.

Innritun og brottfararhlið

Innritun fyrir flug lokar 1 klst fyrir upphaflega áætlaðan brottfarartíma. Ef breyting verður á innritunartíma munum við veita þér þær upplýsingar sérstaklega.

Brottfararhlið lokar í síðasta lagi 15 mínútum fyrir brottfarartíma.

Seinkun yfir nótt

Ef flugi þínu seinkar yfir nótt á öðrum áfangastað en í heimalandi þínu þá gætir þú átt rétt á hótelgistingu á kostnað flugfélagsins.

Við munum gera okkar besta við að útvega gistingu á kostnað PLAY. Ef af einhverjum ástæðum PLAY hefur ekki útvegað gistingu í tæka tíð, þá gætir þú þurft að útvega þér gistingu og senda okkur kröfu um endurgreiðslu.

Ef til þess kemur að þú þarft að leggja út fyrir hótelgistingu er mikilvægt að muna að halda þarf kostnaði í lágmarki og bóka ætíð ódýrustu gistingu sem völ er á til að tryggja fulla endurgreiðslu á útlögðum kostnaði.

Haltu öllum kvittunum og sendu inn kröfu hérHlekkur opnast í nýjum flipa.

Matur og ferðakostnaður

Endurgreiðsla á matarútgjöldum er metin í samræmi við lengd seinkunar og munum við aðeins endurgreiða ferðakostnað í samræmi við hana.

Ef að seinkun á sér stað á flugvelli gætir þú átt rétt á matarmiðum. Í þeim tilfellum eru matarmiðarnir gefnir út á brottfararspjald farþegans. Nánari leiðbeiningar eru sendar á netfang og símanúmer bókunarinnar.

Ef af einhverjum ástæðum þú færð ekki senda matarmiða eða nánari leiðbeiningar, ber að halda matarkostnaði í lágmarki og einungis er endurgreiddur hæfilegur matarkostnaður á meðan á seinkun stendur. Athugið að áfengir drykkir fást ekki endurgreiddir.

Athugið að seinkun er skilgreind frá upprunalegum brottfarartíma.

Haltu öllum kvittunum og sendu inn kröfu hérHlekkur opnast í nýjum flipa.

Seinkun yfir nótt – máltíðir.

Útlagður kostnaður vegna máltíðarkaupa er metinn út frá lengd tafarinnar og töf telst hefjast á upphaflega áætluðum brottfarartíma.

Ef seinkun verður yfir nótt átt þú rétt á 3 máltíðum á 24 klukkustundum frá áætluðum brottfarartíma. Þessum kostnaði þarf að halda í lágmarki. Athugið að áfengir drykkir eru aldrei endurgreiddir.

Vinsamlegast geymdu allar upprunalegar kvittanir og sendu inn kröfu um endurgreiðslu hérHlekkur opnast í nýjum flipa.

Ferðalög til/frá flugvelli

Ef farþegar eru mættir út á flugvöll og innritun og töskuafhending er byrjuð þegar tilkynning um seinkun yfir nótt er send, gætu farþegar átt rétt á akstri milli flugvallar og hótels. Nota þarf almenningssamgöngur þegar mögulegt er. Vinsamlegast athugið að við endurgreiðum ekki kvittanir fyrir leigubíla eða bílaleigubíla ef almenningssamgöngur voru tiltækar á þeim tíma.

Haltu öllum kvittunum og sendu inn kröfu hérHlekkur opnast í nýjum flipa.

Að breyta flugi eða afbóka

Ef röskun á flugi felur í sér að það er fellt niður eða því seinkað um +5 tíma gætir þú átt rétt á að breyta ferðadagsetningu þinni eða afbóka það og fá það endurgreitt. Það á við um seinkaða flugið og önnur flug undir sama bókunarnúmeri.

Upplýsingar um slíkt eru sendar á tengiliðaupplýsingar úr bókun og þar er boðið upp á viðeigandi valmöguleika hverju sinni.

Aðstoð

Við leggjum mikla áherslu á stafræna þjónustuvegferð í öllum okkar samskiptum.

Ef röskun er á flugi munum við upplýsa þig um gang mála og næstu skref í gegnum netfang og símanúmer. Okkar markmið er að afgreiðsla mála í þessum tilfellum gangi vel og að farþegar okkar fái tíðar og greinargóðar upplýsingar.

Þjónustuteymið okkar er ávallt tilbúið í að aðstoða. Þú getur haft samband við þjónustuteymið hérHlekkur opnast í nýjum flipa.