- Getum við aðstoðað?
Hvernig á ég að pakka sérfarangri?
Hvernig á ég að pakka sérfarangri?
Við gerum okkur grein fyrir því að það getur stundum verið erfitt að pakka sérfarangri...
Pökkun sérfarangurs
Mikilvægt er að farþegar pakki sérfarangri sínum það vel inn fyrir flug að hann þoli eðlilega farangursmeðhöndlun. Farþegar bera sjálfir ábyrgð á að farangri þeirra sé pakkað nægilega vel til að forðast tjón á ferðalaginu. Öðrum farangri má ekki pakka með sérfarangri.
Við mælum með að fólk kynni sér ítarlegar leiðbeiningar okkar um pökkun á farangriHlekkur opnast í nýjum flipa áður en ferðin hefst. Athugið að leiðbeiningarnar eru á ensku.
Sérfarangur
Sérfarangri skal alltaf pakkað í sérstakar harðar eða bólstraðar pakkningar til að forðast tjón. Öðrum farangri má ekki pakka með sérfarangri. Listinn hér að neðan er ekki tæmandi og því biðjum við farþega um að hafa samband við þjónustuteymið okkar ef að þeir ætla að ferðast með hlut sem ekki er tilgreindur hér.
Brothættir munir
Brothættum farangri skal pakkað í sérstaka kassa eða hulstur sem eru sérhönnuð fyrir þann hlut sem á að innrita til að koma í veg fyrir tjón.
Barnavagnar/kerrur/bílstólar
Barnavögnum, kerrum og bílstólum skal pakka í sérhannaðar töskur sem vernda hlutinn á meðan á flutningi stendur. Ef um er að ræða upplásin dekk, þarf að hleypa örlitlu lofti úr þeim fyrir pökkun. Öðrum farangri má ekki pakka með sérfarangrinum.
Hjól
Hjólum skal pakkað í sérhannaðar töskur sem vernda hjólin á meðan flutningi stendur. Afhenda skal hjól við innritunarborðið, þar sem búið er að taka framhjólið af og snúa handfangi samsíða grindinni, hleypt lofti úr dekkjum og fótstig annaðhvort tekin af eða búið að snúa þeim við.
Það er á ábyrgð farþega að hjóli sé pakkað á fullnægjandi hátt, bæði til að koma í veg fyrir skemmdir á hjólinu sjálfu sem og öðrum farangri. Öðrum farangri má ekki pakka með sérfarangrinum.
Vinsamlegast athugið að við tökum ekki við rafmagnshjólum, bifhjólum, vespum né mótorhjólum.
Hljóðfæri
Hljóðfærum skal pakka í töskur sem eru sérstaklega hannaðar fyrir flutning á hljóðfærinu. Öðrum farangri má ekki pakka með sérfarangrinum.
Skíðabúnaður
Skíðabúnaður samanstendur af skíðapari/snjóbretti með stöfum, hjálmi og skóm.
Skíðabúnaði skal pakka í tösku sem er sérstaklega hönnuð fyrir flutning á skíðum. Vernda skal skíðin og stafina sérstaklega til að tryggja að þeir skemmi ekki annan farangur í farangursrýminu. Engum öðrum farangri má pakka í töskunni.
Golfbúnaður
Golfbúnaði skal pakka í tösku sem er sérstaklega hönnuð fyrir flutning á golfbúnaði. Hausa á kylfum skal verja sérstaklega. Engum öðrum farangri má pakka í töskuna.
Veiðistangir og veiðibúnaður
Veiðistöngum og veiðibúnaði skal pakka í tösku sem er sérstaklega hönnuð fyrir flutning á veiðistöngum og veiðibúnaði. Engum öðrum farangri má pakka í töskuna. Ekki er tekið við lifandi beitu í flug. Samkvæmt fyrirbyggjandi aðgerðum gegn útbreiðslu smitsjúkdóma hér á landi er bannað samkvæmt lögum að nota veiðibúnað (þar með talið vöðlur og stígvél) sem hefur verið notaður erlendis nema búnaðurinn hafi verið sótthreinsaður á fullnægjandi hátt. Vinsamlegast hafið í huga reglur og reglugerðir á áfangastað.
Brimbretti/Svifbretti
Brimbrettum og svifbrettum skal pakka í töskur sem eru sérstaklega hannaðar fyrir flutning á brimbrettum/svifbrettum. Engum öðrum farangri má pakka í töskunni.
Vinsamlegast fjarlægið ugga, skerið út frauðplast og límið á brúnir brettisins. Verjið sérstaklega vel þá hluta á brettinu sem er hætt við hnjaski. Rennið brettinu inn í sokk eða bóluplast og komið brettinu þannig innpökkuðu fyrir í brettatöskunni. Ef tappar og op eru til staðar á brettinu þarf að tryggja að þau séu opin.
Seglbretti
Seglbretti skal pakka í tösku sem er sérstaklega hönnuð fyrir flutning á seglbrettum. Engum öðrum farangri má pakka í töskuna. Mastrið þarf að vera tryggilega áfast og fjarlægja skal tappa og ugga. Hámarkslengd masturs og/eða brettis er 4,75 m. Vinsamlegast athugið að ákveðinn hámarksfjöldi er á slíkum farangri í hverju flugi.
Vopn og skotfæri
Vopn (rifflar, haglabyssur, loftrifflar og skammbyssur) til veiða og íþróttaiðkunar má taka með í flug en einungis í farangursrými vélarinnar.
1. Farþegi sem innritar vopn eða skotfæri þarf að sýna fram á viðeigandi gögn, þar með talin leyfi sem segja til um notkun skotvopnsins á áfangastað, en einnig útflutningsleyfi frá viðkomandi ríki. Starfsfólk í innritun gengur úr skugga um að skotvopnið sé ekki hlaðið, en skírteinishafi þarf einnig að staðfesta að skotvopnið sé óhlaðið.
2. Vopnum skal pakkað í öruggar, harðspjalda pakkningar og merkja „skotvopn“ sem og nafni eiganda.
3. Skotfærum eða skothylkjum ber að pakka tryggilega, í sterkar lokaðar pakkningar úr tré, málmi eða trefjaplötu. Skotfærunum á að pakka tryggilega til að koma í veg fyrir hreyfingu eða að það komi högg á þau í meðhöndlun og/eða meðan á ferðalagi stendur.
4. Magn skotfæra má ekki fara yfir leyfilegt magn. Leyfilegt magn er að hámarki 5 kg og skotfærin verða að vera ætluð til einkanota farþegans.
5. Farangur sem inniheldur vopn og skotfæri á að innrita við afgreiðslu fyrir sérfarangur/yfirvigt þar sem hann er gegnumlýstur og samþykktur fyrir flug. Farangurinn er skoðaður sérstaklega af starfsmönnum flugvallarins ef þörf er talin á.
Stangarstökksbúnaður
Stangarstökksbúnaði skal pakka í tösku sem er sérstaklega hönnuð fyrir flutning á stangarstökksbúnaði. Engum öðrum farangri má pakka í töskuna. Flytja má stangir upp að 277 cm.