- Getum við aðstoðað?
Farangurinn minn skemmdist eða honum seinkaði, hvað geri ég nú?
Farangurinn minn skemmdist eða honum seinkaði, hvað geri ég nú?
Við vitum að það er afar óheppilegt ef farangur skemmist eða honum seinkar og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að aðstoða þig.
Seinkaður farangur
Að tilkynna um seinkaðan farangur
Ef innritaður farangur skilar sér ekki biðjum við þig um að fylla út skýrslu um seinkaðan farangur strax við komu á þinn PLAY áfangastað. Í skýrslunni þarf að koma fram nafn, töskunúmer, tengiliðir og lýsing á farangri.
Þú fyllir út skýrsluna hérHlekkur opnast í nýjum flipa.
Við biðjum þig að fylla skýrsluna út áður en þú ferð af flugvellinum. Hægt er að fylla hana út allt að sex klst. eftir komu þína á áfangastað. Við munum svo upplýsa þig um framgang mála í gegnum tölvupóst.
Vinsamlegast gefðu eins nákvæmar upplýsingar og mögulegt er þegar þú fyllir út skýrsluna. Nafn farþega þarf að vera skrifað nákvæmlega eins og það er skrifað í bókuninni.
Vinsamlegast notaðu 6-8 af neðangreindum stikkorðum í töflunni til að lýsa farangursinnihaldi til að veita eins ýtarlegar upplýsingar og mögulegt er um innihald seinkaða farangursins. Athugið að stikkorðin þurfa að vera á ensku.
Alcohol | Art | Audio | Book |
Coat | Computer | Cosmetics | Currency |
Dress | Electric | Food | Footwear |
Gift | Hair | Handbag | Headwear |
Household | Infant | Jewelry | Linen |
Mechanic | Medical | Music | Nature |
Optics | Papers | Photo | Religious |
Shirt | Skirt | Sleepwear | Sport |
Sportswear | Suit | Sweater | Timepiece |
Tobacco | Tools | Toys | Trousers |
Uniform | Video | Weapon | Weather |
Að rekja farangurinn
Fyrstu fimm dagana sér farangursþjónustudeild á flugvelli á áfangastað um að rekja seinkaðan farangur.
Ef taskan hefur ekki komið í leitirnar fyrstu fimm daga eftir komu er farþegum bent á að fylla út þjónustubeiðniHlekkur opnast í nýjum flipa fyrir rakningu.
Ef á þarf að halda biðjum við mögulega um ýtarlegri upplýsingar varðandi farangurinn. Þetta hjálpar til við rakningu.
Afhending farangurs
Farangursþjónusta á flugvellinum skipuleggur afhendingu á farangrinum þínum um leið og hann finnst. Haft verður samband við farþega fyrir nánari upplýsingar varðandi afhendinguna.
Farþegar sem vilja frekar sækja farangurinn sjálfir, geta tilgreint það sérstaklega í sjálfsafgreiðslugáttinni.
Sjálfsafgreiðslugáttin
Hægt er að fylgjast með stöðu farangursins fyrstu sjö dagana eftir að skýrslu er skilað og þar til farangurinn er sendur í afhendingu. Auk þess má breyta skýrslunni, upplýsingum um tengilið, afhendingarmáta, o.s.frv.
Athugið að sjálfvirk skilaboð/tölvupóstur eru send þegar staðan á farangrinum breytist (farangur finnst, farangur er sendur í afhendingu, o.s.frv.).
Skemmdur farangur
Ef farangur skemmist um borð biðjum við þig um að fylla út skýrslu um skemmdan farangur strax við komu á þinn PLAY áfangastað. Í skýrslunni þarf að koma fram nafn, töskunúmer, tengiliðir og mynd af skemmdinni. Fulltrúi töskudeildar mun svo skoða skemmdina og meta hana.
Við mælum með að farþegar skili skýrslunni um leið og þeir hafa komið auga á skemmdina. Það einfaldar málsmeðferð þegar kemur að kröfuferli. Samkvæmt Montreal-samningnum er frestur til að tilkynna um skemmdan farangur sjö dagar.
Farangurskröfur
Við framfylgjum skilmálum Montreal Convention 1999 þegar kemur að skemmdum eða seinkuðum farangri.
Við biðjum þig vinsamlegast um að fylla út kröfu hér og við munum hafa samband við þig.
Seinkaður farangur
Kvittana er krafist vegna allra eðlilegra útgjalda sem varða seinkun á farangri. Tekin er afstaða til allra krafna og upp að hámarksábyrgð lögum samkvæmt. Við gerum þá kröfu að farþegar reyni að lágmarka kostnað eins og hægt er, t.d. með því að leigja íþróttabúnað í stað þess að kaupa nýjan.
Skemmdir á farangri
Vinsamlegast haldið eftir afriti af skýrslunni sem gerð var á flugvellinum (ef það á við), haldið utan um myndir af skemmdum á farangrinum og kvittun fyrir upphaflegum kaupum (ef það á við). Farangursdeildin okkar mun síðan hafa samband.