Skoða efni

Hjólastólaaðstoð á flugvellinum

Það er sjálfsögðu ekkert mál að bóka hjólastólaaðstoð á flugvellinum. Aðalmálið er að þér líði vel!

Bóka aðstoð

Við þurfum að fá að vita hvernig aðstoð þú þarft í ​síðasta lagi 48 tímum fyrir flugið þitt.​ Ef að beiðni berst eftir þann tíma geta orðið tafir á þjónustunni en við munum að sjálfsögðu gera okkar allra besta til að uppfylla það sem beðið er um.

Þú getur bætt sérþjónustu við bókunina þína í bókunarferlinu okkar eða í gegnum MyPLAY aðganginn þinn.

Vinsamlegast skoðaðu valkostina hér að neðan og athugaðu hvað hentar þínum þörfum.

Ef að þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að senda okkur tölvupóst á specialassistance@flyplay.com.

WCHR (hjólastóll að landgangi)

Farþegi þarf hjólastól til að komast um á flugstöðvarsvæði og að flugvél, en getur farið upp og niður tröppur og komið sjálfum sér um farþegarými og í sæti.

WCHS (hjólastóll að landgangi og aðstoð við þrep)

Farþegi þarf hjólastól til að komast um á flugstöðvarsvæði og að flugvél og þarfnast aðstoðar við að komast upp eða niður tröppur. Hins vegar getur farþegi komist sjálfur um farþegarými og í sæti.

WCHC (hjólastóll að sæti)

Farþegi þarf hjólastól til að komast um á flugstöðvarsvæði og að flugvél og þarfnast aðstoðar við að komast upp eða niður tröppur. Farþegi þarf einnig aðstoð við að komast um farþegarými eða í sæti.