Skoða efni

Hvernig bóka ég sérþjónustu?

Þú getur bætt sérþjónustu við bókunina þína í bókunarferlinu okkar eða í gegnum MyPLAY aðganginn þinn.

Bóka þjónustu

Við biðjum þig um að láta okkur vita að minnsta kosti 48 tímum fyrir flugið þitt hvers konar aðstoð þú þarft. Ef að beiðni um aðstoð berst eftir þann tíma þá geta geta orðið tafir á þjónustunni en við munum að sjálfsögðu gera okkar allra besta til að uppfylla það sem beðið er um.

Athugið að þau lyf og lækningatæki sem farþegi þarfnast meðan á flugi stendur teljast ekki til handfarangurs og ekki er rukkað sérstaklega fyrir þau.

Vinsamlegast skoðaðu valkostina hér að neðan og athugaðu hvað hentar þínum þörfum.

Ekki hika við að senda okkur tölvupóst á specialassistance@flyplay.com ef þú hefur einhverjar spurningar.

WCHR (hjólastóll að landgangi)

Farþegi þarf hjólastól til að komast um á flugstöðvarsvæði og að flugvél, en getur farið upp og niður tröppur og komist sjálfur um farþegarými og í sæti.

WCHS (hjólastóll að landgangi og aðstoð við þrep)

Farþegi þarf hjólastól til að komast um á flugstöðvarsvæði og að flugvél og þarfnast aðstoðar við að komast upp eða niður tröppur. Farþegi getur komist sjálfur um farþegarými og í sæti.

WCHC (hjólastóll að sæti)

Farþegi þarf hjólastól til að komast um á flugstöðvarsvæði og að flugvél og þarfnast aðstoðar við að komast upp eða niður tröppur. Farþegi þarf aðstoð við að komast um farþegarými eða í sæti.

BLND

Fyrir blinda eða sjónskerta farþega sem þarfnast aðstoðar meðan á flugi stendur.

DEAF

Fyrir heyrnarlausa eða heyrnarskerta farþega sem þarfnast aðstoðar meðan á flugi stendur.