Skoða efni

Um borð

Við mælum með handþvotti og handspritti eftir að farþegar hafa farið í gegnum almenn rými og snertifleti.

Þrif á milli fluga

Flugvélarnar okkar eru þrifnar vandlega á milli fluga. Farþegarýmið er sótthreinsað daglega.

Andlitsgrímur

Frá og með 16.maí 2022 er grímunotkun valkvæð um borð á öllum okkar flugleiðum.

Þjónusta um borð

Við bjóðum uppá sölu á mat og drykk og tökum við Mastercard/VISA í snertilausum greiðslum. Athugið að ekki er hægt að greiða með reiðufé um borð.

Athugið að farþegar bera ábyrgð á að koma sínum handfarangri fyrir í farangursgeymslu í farþegarými. Vegna COVID-19 reglna um fjarlægðir, takmarkar starfsfólk okkar um borð alla snertingu við farangur farþega okkar.

Loftgæði Airbus A320neo

Flugvélarnar okkar eru búnar HEPA-síum sem útrýma yfir 99,9% agna úr hringrásarloftkerfinu. Fyrir vikið er blandan af fersku og síuðu endurnýttu lofti um borð mjög hrein.

Loftflæði í farþegarými er á stöðugri hreyfingu. Það flæðir úr lofti í gólf á miklum hraða (1 m/sek) og fer þaðan úr rýminu í gegnum gólfið.

Þessi hringrás er stillt til að tryggja lóðrétta hreyfingu og því ættu samhliða sætaraðir ekki að deila lofti.

Loftið er endurnýjað og endurunnið að fullu með fersku lofti á tveggja til þriggja mínútna fresti. Til hliðsjónar má benda á að loft á sjúkrahúsum og kennslustofum er endurnýjað á u.þ.b. 10-20 mínútna fresti.

Ferskt loft fyrir utan flugvélina er náttúrulega laust við alla sjúkdómsvalda í flughæð flugvélanna.

Loftið fer fyrst í gegnum HEPA-síurnar (e. High Efficiency Particulate Air) áður en því er blandað aftur inn í loftræstikerfið. HEPA-tæknin var upprunalega þróuð fyrir Bandaríkjaher til að koma í veg fyrir snertingu við geislavirk efni í andrúmslofti og hefur verið hluti af Airbus-flugvélunum síðan 1994.

HEPA-síur útrýma yfir 99,9% agna úr endurunnu lofti. Fyrir vikið er blandan af fersku og síuðu endurnýttu lofti um borð mjög hrein. Að auki eru salerni um borð í Airbus-flugvélum hönnuð með snertiflötum sem hrinda frá sér örverum og snertilausum búnaði til að draga enn frekar úr smithættu.