Skoða efni

Hvað er vökvabann?

Við vitum að það er mikilvægt að drekka nóg - en bíddu þar til eftir öryggisleit

Vökvabannið

Farþegar mega ferðast með vökva í handfarangri, en hver eining má að hámarki vera 100 ml.

Allar umbúðirnar verða að komast í eins lítra gegnsæjan plastpoka sem hægt er að loka með plastrennilás. Hámark einn poki á hvern farþega.

Undantekningar eru gerðar fyrir:

  1. Foreldra sem ferðast með börn og eru með barnamat í vökvaformi
  2. Lyf í vökvaformi sem er nauðsynlegt að nota á meðan á ferðalagi stendur. Farþegar ættu að hafa læknisvottorð á ensku meðferðis ef starfsmenn öryggisleitar skyldu óska eftir því að sjá skilgreiningu á lyfjunum.
  3. Matvæli vegna sérstaks mataræðis. Farþegar ættu að hafa læknisvottorð á ensku meðferðis ef starfsmenn öryggisleitar skyldu óska eftir að sjá frekari skilgreiningar.

Athugið að allan vökva þarf að taka úr handfarangurstösku og hafa aðskilinn í gegnum öryggisleit.

Athugið að vökvabann á einungis við um ​handfarangur​ en ekki ​innritaðan farangur.