Skoða efni
A beach in Faro Portugal

Faro

Ódýrt flug til Faro

Faro í Portúgal – Fullkominn áfangastaður fyrir hagsýna

Faro er höfuðborg Algarve-héraðsins og syðsta borg Portúgals. Þessi borg er sannkallaður fjársjóður fyrir ferðalanga þar sem sögulegur sjarminn, náttúrufegurðin og lífleg borgarmenning fléttast fallega saman. Faro býður ferðamönnum upp á fjölbreytt úrval af afþreyingu hvort sem fólk hefur áhuga á sögu, náttúrufegurð eða vill einfaldlega bara láta hrollinn líða úr sér á gullfallegri strönd. En það allra besta við Faro er mögulega verðlagið því eins og Íslendingum er nú orðið vel kunnugt er einfaldlega ódýrara að lifa í vellystingum í Portúgal.

Farðu næst til Faro

Faro býr yfir einstakri blöndu af gömlum sjarma og nútímalegri lífsgleði. Rík saga borgarinnar sem nær aftur til rómverskra tíma er áþreifanleg í steini lögðum strætunum, fornum borgarmúrum og vel varðveittum miðaldabyggingum. Borgin er róleg og afslöppuð með stórkostlegri strandlengju þar sem gylltar strendur og tær sjór bíða ferðalanga skammt frá gamla bænum. Fyrir þá sem vilja ferðast fyrir minna býður Faro upp á ódýrari veitingastaði, gistingu og afþreyingu en flestar borgir í hennar gæðaflokki, sem gerir hana að fullkomnum áfangastað fyrir hagkvæmt frí.

A white church in Faro with two towers and blue sky in the background.

Helsta aðdráttarafl Faro

Gamli bærinn: Byrjaðu ferðalagið í gamla bænum í Faro. Þetta fallega og sögufræga svæði er umlukið borgarmúr frá miðöldum og hér er frábært að ferðast um á fæti. Röltu um þröngar, hellulagðar göturnar innan um hvítþvegnar byggingarnar og uppgötvaðu falin torg, sjarmerandi kaffihús, skemmtilegar búðir og sögufræga staði. Ekki missa af  Arco da Vila, bogadregnum innganginum að gamla bænum né dómkirkjunni frá 13. öld sem hægt er að njóta útsýnis yfir borgina úr gömlum turninum.

Þjóðgarðurinn Ria Formosa: Rétt fyrir utan borgina liggur Ria Formosa, stórbrotinn náttúrulífsgarður með sjarmerandi votlendi og litlum eyjum. Þetta verndaða svæði er sönn paradís fyrir fuglaáhugamenn og alla náttúruunnendur, þar sem sjá má fjölbreytt úrval af dýralífi, þar á meðal flamingóa og storka. Farðu í bátsferð eða kajaksiglingu um svæðið eða njóttu einfaldlega lífsins í göngutúr um stígana í kyrrlátu landslaginu.

Faro-strönd (Praia de Faro): Það heimsækir enginn Faro án þess að falla fyrir gullfallegum ströndum borgarinnar. Praia de Faro er helsta strönd svæðisins og þangað er stutt að fara með strætó frá miðbænum. Þessi langa gyllta strandlengja er fullkominn staður til að liggja í sólbaði, synda í sjónum eða stunda alls kyns vatnaíþróttir. Þar er líka að finna nóg af þjónustu, fullt af strandbörum og veitingastöðum svo hér er þægilegt að verja deginum og njóta.

Borgarminjasafnið (Museu Municipal de Faro): Þetta litla er staðsett í fyrrverandi klaustri og veitir gestum áhugaverða innsýn inn í sögu og menningu svæðisins. Hér má meðal annars sjá og fræðast um rómverskar fornminjar, trúarlega listmuni og hefðbundnar portúgalskar keramikflísar (azulejos). Friðsæll klausturgarðurinn er síðan velkomið athvarf frá ys og þys borgarinnar.

Carmo-kirkjan og beinakapellan: Fyrir þá sem eru til í einstaka og örlítið óhugnanlega upplifun mælum við sérstaklega með Carmo-kirkju, Þessi stórbrotna barokkkirkja er í sjálfu sér vel heimsóknarinnar virði en hér er að finna annað og aðeins óvæntara aðdráttarafli – Beinakapelluna. Veggir þessarar litlu kapellu eru þaktir beinum og höfuðkúpum úr yfir 1.200 munkum, sem er virkilega heillandi, en dálítið draugaleg sjón.

Hagkvæmari afþreying í Faro

Faro er hagkvæmur áfangastaður sem býður upp á marga ódýra eða ókeypis möguleika þegar kemur að áhugaverðri afþreyingu. Hér eru nokkrar leiðir til að njóta borgarinnar án þess að eyða of miklu:

  • Gönguferðir: Faro er ekki stór borg og það er virkilega þægilegt að kanna hana fótgangandi. Röltu um gamla bæinn, gleymdu þér og leyfðu þér jafnvel að villast inn í þröng stræti og skrítnar verslanir. Farðu í göngutúr meðfram höfninni eða njóttu þess að ganga með fram strandlengjunni. Gönguferðir eru ekki aðeins hagkvæmar og meinhollar, heldur einnig besta leiðin til að uppgötva falda gimsteina í Faro.
  • Ókeypis gönguleiðsögn: Taktu þátt í ókeypis gönguferðum með leiðsögumönnum á staðnum. Þessar ferðir ná yfir helstu kennileiti borgarinnar og veita áhugaverða innsýn í sögu og menningu borgarinnar. Þótt ferðirnar séu ókeypis, er leiðsögumönnum yfirleitt gefið þjórfé í samræmi við frammistöðu.
  • Nesti í Ria Formosa: Pakkaðu girnilegu nesti og eyddu deginum í Ria Formosa garðinum fyrir afslappaðan dag úti í náttúrunni. Njóttu máltíðarinnar með útsýni yfir lónið og fallegt landslagið fyrir augunum, og fylgstu með fjölbreyttu fuglalífinu.
  • Kíktu á markaðinn: Fátt veitir betri innsýn inn í menningu framandi landa en markaðir heimamanna. Mercado Municipal er einmitt slíkur markaður i Faro þar sem hægt er að finna frábært úrval af ferskum mat, sjávarfangi og hefðbundnum portúgölskum réttum. Þetta er frábær staður til að kaupa æðislegt nesti eða skemmtilega minjagripi.
A narrow street in the old town of Faro with colorful buildings.

Hvar á að borða og gista fyrir minna

Í Faro er enginn skortur á frábærum veitingastöðum og verðlagið er yfirleitt lygilegt fyrir hinn hefðbundna Íslending. Við mælum sérstaklega með hefðbundnum portúgölskum „tascas“, krám eða knæpum þar sem má yfirleitt fá ekta portúgalskan mat eins og grillaðar sardínur, og hið fræga bakkelsi „pastel de nata“ á viðráðanlegu verði.

Í Faro má einnig finna fjölbreytt úrval af ódýrri gistingu, allt frá hótelum, gistihúsum og farfuglaheimilum. Að gista í miðbænum eða nálægt gamla bænum er alltaf auðveldari valkostur og þar er gott aðgengi að almenningssamgöngum og veitingastöðum. En eins og alltaf er gistingin oftast ódýrari því lengra sem farið er frá miðbænum.

Hvernig á að komast um Faro

Það er bæði auðvelt og ódýrt að komast um Faro. Borgin er í fyrsta lagi mjög þægileg á fæti en almenningssamgöngukerfi borgarinnar er einnig þægilegur fararmáti sem tengir miðbæinn við strendur og nærliggjandi svæði. Þeir sem vilja ráða sér alveg sjálfir ættu að skoða að leigja reiðhjól til að kanna borgina á sínum eigin hraða. Leigubílar eru síðan á hverju strái og mun ódýrari en Íslendingar eru vanir.

Taktu flugið til Faro

Faro er áfangastaður sem lofar ógleymanlegri menningarupplifun, náttúrufegurð og afslöppuðum dögum á ströndinni – allt á ótrúlega viðráðanlegu verði. Hvort sem hugmyndin er að slaka á með stórfjölskyldunni eða kynnast nýjum stöðum og nýrri menningu hefur Faro sannarlega eitthvað fyrir alla. Bókaðu flugið til Faro í dag og uppgötvaðu hvers vegna Portúgal er að verða einn vinsælasti áfangastaður hagsýnni heimsborgara.