Golfferðir
Er til eitthvað betra en vel heppnuð utanlandsferð sem er sérsniðin í kringum uppáhaldsáhugamálið? Þeir sem elska golf ættu að íhuga að kanna landslagið erlendis því golfheimurinn er gullfallegur utan landsteinanna. Á mörgum af vinsælustu áfangastöðum PLAY má finna metnaðarfulla golfvelli og í öllum tilfellum er veðurfarið hentugra fyrir þetta útisport en hér heima. Kíktu á okkar uppáhaldsgolfáfangastaði og byrjaðu að láta þig dreyma um ógleymanlegt ferðalag, ævinýralega golfvelli, betra veður og bætta forgjöf.
Golfáfangastaðir PLAY
Golfáfangastaðirnir okkar eru dásamlegir staðir fullir af grænum golfvöllum, skemmtilegum teigum og fallegu umhverfi. Allir eiga þeir líka sameiginlegt frábært loftslag og mun betra veður en íslenskir kylfingar eru vanir.
Viltu pútta á kvöldin á upplýstum velli á stuttbuxunum? Má bjóða þér verðlaunavöll í guðdómlegu landslagi eða er metnaður fyrir bættri forgjöf í fríinu? Kíktu á úrval golfáfangastaða okkar og bókaðu svo velkomið uppbrot í dimman veturinn með ógleymanlegri golfferð.
Þessi sérstaka borg á suðausturströnd Spánar er verðugur áfangastaður fyrir golfferðina. Alicante er best þekkt fyrir sólríkar strendur og hressandi næturlíf en höfum það á hreinu að golfvellirnir eru að öllum líkindum fleiri og fjölbreyttari en flesta grunar.
Í og við Antalya er að finna ótrúlegt úrval af mögnuðum golfvöllum. Bærinn Belek er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Antalya og þar er úrvalið af fallegum og framúrskarandi golfvöllum lygilegt enda hefur bærinn verið nefndur besta golfsvæði Evrópu af alþjóðlegu golfsamtökunum IAGTO.
Ef hugmyndin er að finna fjölbreyttan áfangastað komast fáar borgir með tærnar þar sem Barcelona hefur hælana. Þessi sólríka stórborg á austurströnd Spánar er evrópsk nútímaborg með sögulegum djásnum og dásamlegum baðströndum.
Í Dublin og nágrenni má finna fleiri en 30 golfvelli og eðlilega enda er Írland sögufrægur golfáfangastaður. Hér má finna gríðarlegt úrval af völlum, allt frá léttum og þægilegum teigum yfir í krefjandi keppnisvelli og því ættu allir að finna eitthvað við sitt forgjafarhæfi í Dublin.
Faro býður ferðamönnum upp á fjölbreytt úrval af afþreyingu hvort sem fólk hefur áhuga á sögu, náttúrufegurð eða vill einfaldlega bara láta hrollinn líða úr sér á gullfallegri strönd.
Fuerteventura, ein af spænsku Kanaríeyjunum, er tilvalinn áfangastaður til að stranda á. Þessi töfrandi Kanaríeyja státar af gullfallegri strandlengju og tærum sjó en hér þykja aðstæður til útivistar fyrsta flokks.
„Kanarí“ eins og Íslendingar kalla hana oftast er ekki stór eyja en hér er að finna óviðjafnanlega náttúrufegurð og fjölbreytta áfangastaði, þ.m.t. Las Palmas, höfuðborg Kanaríeyja en meira að segja borginni fylgir stórfengleg strandlengja.
Í Lissabon má finna lifandi listasenu og framsækna matargerð þar sem allt er í boði, svo lengi sem það bragðast vel. Gylltar strendur borgarinnar ramma inn bæði Atlantshafið og þessa unaðslegu upplifun fyrir öll skynfærin.
Skelltu þér í sólina sem lifir þar allt árið um kring, sjáðu stórkostlegt landslagið, prófaðu fyrsta flokks vín og njóttu hlýrrar portúgalskrar gestrisni á þessari heittempruðu paradísareyju.
Madríd er gullfalleg menningarborg en hún ber höfuð og herðar yfir aðrar borgir þegar kemur að íþróttum og hér snýst ekki allt bara um fótbolta. Í Madríd og nágrenni er að finna rúmlega 25 golfvelli sem spanna alla flóruna, frá golfskólum yfir í keppnisvelli.
Malaga er ekki bara sólríkasti borg Spánar heldur einnig ein af elstu borgum Evrópu en hér er veðráttan dýrðleg, útsýnið magnað og kjöraðstæður til að lifa í vellystingum.
Mallorca
Umhverfi Mallorca, náttúran og hafið er eins og úr öðrum heimi með skærbláan sjó, gylltar strendur, litríkan gróður og sjarmerandi þorp. Þetta er fyrst og fremst hlý og hugguleg eyja.
Marrakesh er dáleiðandi blanda af gamaldags dulúð og nútímalegum krafti, sem hvetur gesti til að kanna völundarhús hennar, iðandi souk-markaði og glæsilega byggingarlist.
Porto þykir ein fallegasta borg Evrópu enda státa framhliðar húsanna í elsta hluta borgarinnar gullfallegum azulejo-flísum í bláu og hvítu og áin Douro lykkjast við litríkar göturnar.
Ævintýralegar strendur og náttúrufegurð strandborgarinnar Split lætur engan ósnortinn. Ef Króatía er draumurinn þá er Split sannarlega staðurinn.
Má bjóða þér frí í sólinni á eyju rétt utan við strendur Afríku þar sem sólin skín nánast alla daga á strendur og sumardvalarstaði með fallegum klettum og fjalllendi í bakgrunni?
Hvað er að frétta?
Vertu áskrifandi að fréttabréfinu okkar og þú missir aldrei af bestu tilboðunum, nýjustu áfangastöðunum og fleiri skemmtilegum fréttum. Þú hefur engu að tapa!
LEIKVÖLLURINN
Fly Play hf., Reykjavík.
2025. Allur réttur áskilinn.