Skoða efni
Golf course in Belek, Turkey with lake, golf cart and players
18. Oct 2024

Beint á teiginn í Tyrklandi

Antalya í Tyrklandi þykir sannkölluð paradís fyrir kylfinga því hér er gríðarlegt úrval af glæsilegum golfvöllum í fallegu landslagi og loftslagið fullkomið fyrir alls kyns útivist. Þeir sem eru að íhuga ógleymanlega golfferð til útlanda án þess að eyða um efni fram ættu að lesa lengra því hér förum við yfir nokkra útvalda golfvelli og gefum góð ráð um hvernig má spila meira golf fyrir minna.

Golfvellir Antalya

Í og við Antalya má finna fleiri en 20 golfvelli og sumir þeirra eru meðal þeirra bestu í Evrópu. Bærinn Belek, sem er skammt frá miðborg Antalya, þykir sannkölluð golfparadís og þangað ættu allir kylfingar að koma. Hér förum við yfir nokkra vel valda golfvelli sem óhætt er að mæla með.

Gloria Golf Club

Þetta er eitt af stærstu golfsvæðum Belek, því hér er að finna hvorki meira né minna en 45 holur. Gloria-klúbburinn er frægur fyrir að bjóða upp á bæði krefjandi og skemmtilega upplifun en „Gamli völlurinn“ (18 holur, par 72, 6.279m) er þaulreyndur keppnisvöllur sem hefur notið gríðarlega vinsælda frá því hann opnaði árið 1997.

Carya Golf Club

Þetta er klassískur en jafnframt gullfallegur golfvöllur sem vinsæll meðal atvinnumanna og leikmanna. Hann er einnig einstakur að því leyti að hér er boðið upp á kvöldgolf á upplýstum velli sem gefur kylfingum færi á að spila sama völl en fá allt aðra upplifun því lýsingin breytir öllu. Þeir sem vilja nýta kvöldin til að spila þetta heimsins besta sport ættu að skoða þessa sjarmerandi upplifun. Og þótt sólin sé sest, er augljóslega algjör óþarfi að mæta í úlpunni.

Montgomerie Maxx Royal

Þessi margverðlaunaði golfvöllur í Belek opnaði árið 2008 og er talinn einn besti og glæsilegasti völlur Tyrklands og svæðið allt hið metnaðarfyllsta. Þetta er vissulega verðugur völlur heim að sækja fyrir upplifunina eina saman því umhverfið hér er alveg einstakt en hönnun vallarins og gæði eru fyrsta flokks.

Set of golf clubs in golf bags in the back of a golf cart on a beautiful golf course with pines in Belek, near Antalya in Turkey.

Sparnaðarráð fyrir hagsýna kylfinga

Ferðalagið til Antalya þarf alls ekki að vera dýrt, jafnvel þótt þú sért að fara í golfferð. Flugið með PLAY kostar auðvitað klink en hér eru nokkur ráð til að spara enn frekar á áfangastað án þess að fórna endilega gæðunum.

 

Leitaðu að pakkatilboðum

Mörg golfhótel í Belek bjóða upp á sérstaka golfpakka þar sem innifalið er gisting, morgunverður, og rástími á einhverjum af bestu völlum svæðisins.

Pantaðu með fyrirvara

Að bóka rástíma með góðum fyrirvara getur sparað heilmikið. Margir vellir bjóða góða afslætti fyrir þá sem panta tímanlega. Hér sigra að sjálfsögðu þeir sem skipuleggja sig vel og langt fram í tímann.

Taktu ódýrari rástíma

Rástímar utan háannatíma, svo sem snemma á morgnanna eða seinnipartinn, eru oft mun ódýrari. Þetta getur verið frábær leið til að spila meira fyrir minna en þessir tímar gætu jafnvel hentað Íslendingum enn betur sem eru ekki endilega vanir hádegissólinni í Tyrklandi.

Aerial view of golfers playing on a green golf course on a sunny summer day in Antalya, Turkey.

Spennandi?

Skoða beint flug til Antalya

Finna flug

Ódýr gisting og samgöngur í Antalya

Að velja rétta gistinguna og samgöngumáta getur sparað hagsýna ferðalangnum heilmikla fjármuni.

Gisting utan Belek

Þótt flest golfhótelin séu staðsett í Belek má finna mun ódýrari gistingu í Antalya eða nálægum bæjum. Það er einnig frábær leið til að njóta þess besta af báðum stöðum því það er stutt að fara á milli miðborgar Antalya og golfsvæðanna í Belek og þá er hægt að kíkja á menninguna, veitingastaðina og næturlífið í strandborginni á milli högga.

Leigubílar og almenningssamgöngur

Það má auðveldlega ferðast á milli Antalya og Belek í strætó eða leigubíl sem er að sjálfsögðu mun ódýrari kostur en að taka bílaleigubíl í lengri tíma.

Gisting í heimahúsi

Heimagisting eins og Airbnb er góð leið til að finna ódýrari gistimöguleika, sérstaklega fyrir stærri hópa eins og stórfjölskylduna sem þurfa meira pláss og gera fjölbreyttari kröfur. Þá er að sjálfsögðu oftast ódýrara að finna gistingu í úthverfum en miðsvæðis og þá skiptir höfuðmáli að kynna sér samgöngumöguleika því enginn nennir að ganga langar vegalengdir á gangstétt með golfsettið í eftirdragi.

The greens of Likya Golf Course in Antalya in Turkey

Gefðu þér tíma fyrir meira en golf

Þótt golf sé upphaf og endir og aðalástæða ferðarinnar má ekki sleppa því að sjá eitthvað af því undri sem Antalya er. Kíktu á fjölbreytt menningarlífið, fornminjar og frábærar strendur sem eru í rauninni fullkominn staður til að stranda á og slaka á eftir góðan hring á vellinum.

Gamli bærinn Kaleiçi

Sögufrægur og gullfallegur gamli miðbær Antalya er sneisafullur af skemmtilegum verslunum, sjarmerandi kaffihúsum og frábærum veitingastöðum.

Düden-fossar

Þessir tignarlegu fossar eru staðsettir skammt frá Antalya og þetta er skemmtileg stemning í guðsgrænni og framandi náttúru Tyrklands.

Ströndin

Eftir krefjandi hring á golfvellinum er fullkomin stemning að slaka á á einni af mörgum frægum ströndum Antalya, eins og til dæmis Lara eða Konyaaltı. Þeir sem þurfa ekkert að slaka á geta fundið sér nóg við að vera í sjónum hvort sem það er fyrir adrenalín-fíknina eða til að komast í skoðunarferðir og hinir geta bara bakað sig á gylltum og heitum sandinum í friði.

antalya small city and sea

Er gott að fara í golf í Tyrklandi?

Antalya í Tyrklandi er sannkölluð paradís fyrir golfáhugamenn og frábær kostur fyrir hagsýna ferðalanga. Með því að bóka rástíma með góðum fyrirvara, velja ódýra gistingu og nýta almenningssamgöngur, má spila enn meira golf fyrir mun minna enda færðu flugið á frábæru verði með PLAY. Ekki gleyma að njóta munaðar og menningar Tyrklands á þessu einstaka svæði í leiðinni.

Golf course in Belek, Turkey with lake, golf cart and players.

Spennandi?

Skoðaðu beint flug til Tyrklands

Finna flug
Malaga
NÆST Á DAGSKRÁ

Sólríkar strendur Malaga