- Blogg
Hverfin í París
Hverfin í París
París er ein af fallegustu borgum heims og jafnframt einn vinsælasti áfangastaða ferðamanna í heimi. Hér ræður stemningin ríkjum hvort sem um er að ræða rómantískt frí, lúxus og yndisupplifun eða fjölskylduferð með stóran hóp á ólíkum aldri. Hannaðu ferðina þína eftir þínu höfði og ævintýrinu sem þú hefur í huga með því að kanna hin ýmsu hverfi eða „arrondissement“ í þessari dásamlegu borg.
„Arrondissement,“ sem við köllum hverfi hér, eru 20 talsins og stundum kölluð „tuttugu litlu borgir Parísar“. Hvert hverfi hefur sitt eigið ráðhús, ólík sérkenni og einstakt andrúmsloft. Hverfin eru númeruð frá 1 og upp í 20 og raðast í spíral út frá miðpunkti borgarinnar.
Arrondissement 1-2
Ef þú ert að leita að notalegu hverfi með rólegum götum og ljúffengum mat, þá eru miðlægari hverfin fyrir þig. Þetta eru elstu hverfin á kortinu og einnig þau sem eru næst Louvre-safninu. Gatan Rue MontorgueilHlekkur opnast í nýjum flipa er ómissandi göngutúr í þessum borgarhluta fyrir þá sem vilja upplifa alvöru franskan lífstíl og skoða gotneskar kirkjur sem hafa lítið sem ekkert breyst með tímanum.
Arrondissement 3-4
Í 3. og 4. hverfi er að finna sjálft Marais-hverfiðHlekkur opnast í nýjum flipa. Svæðið er fullkomin blanda af uppgerðum sögulegum byggingum, tískuvöruverslunum og frábærum veitingastöðum. Mitt á milli 1. og 4. hverfis má svo finna Notre Dame kirkjunaHlekkur opnast í nýjum flipa sem var nýlega opnuð á ný eftir gríðarlegar viðgerðir í kjölfar eldsvoðans sem lagði kirkjuna nánast í rúst árið 2019. Við mælum með því að fólk skoði eyjarnar tvær í París, Île de la CitéHlekkur opnast í nýjum flipa og Île Saint-LouisHlekkur opnast í nýjum flipa. Þær eru báðar náttúrulegar eyjar í miðri Signu og eru tengdar við aðra hluta Parísar með fjórum fallegum brúm.
Arrondissement 5-6
Í 5. og 6. hverfi er að finna latneska hverfið og hið víðfræga St. Germain Des Pres sem einkennist af bókmennta- og listasögu landsins. Ekki missa af Náttúrusögusafni FrakklandsHlekkur opnast í nýjum flipa í 5. hverfi. Þar má gleyma sér í fjórum galleríum sem eru sneisafull af sögu og upplifun fyrir þá sem vilja kynnast Frakklandi enn betur. Í 6. hverfinu er einnig Háskóli ParísarHlekkur opnast í nýjum flipa og margar frægar byggingar með töfrandi bakgrunn og sögu. 5. og 6. hverfi er fyrir fræðimennina, söguskoðendur og þá allra forvitnustu.
Arrondissement 7
Í 7. hverfi er er að finna sjálfan Eiffel-turninnHlekkur opnast í nýjum flipa. Það er bókstaflega ekki í boði að fara til Parísar án þess að skoða eitt af frægustu kennileitum heims. Gefðu þér góðan tíma til að skoða þessa 81 hæða byggingu og vertu viss um að sjá óviðjafnanlegt útsýnið. 7. hverfi er síðan fullt af fleiri glæsilegum byggingum, æðislegum bistróum og fallegum hótelum auk ÞinghússinsHlekkur opnast í nýjum flipa. Njóttu sögunnar, sögusviðsins og samtímasögunnar, allt í sama hverfinu.
Arrondissement 8-9
Heilt yfir eru 7.-9. hverfi ríkari hlutar Parísar og í takt við efnahaginn er nóg af frábærum stöðum til að borða og versla. 8. hverfi er síðan fullt af glæsihótelum og þar er meira að segja að finna sjálfa Élysée-höllHlekkur opnast í nýjum flipa, opinberan bústað forseta Frakklands. 9. er hverfi fullt af verslunum, veitingahúsum og sögulegum byggingum eins og Palais Garnier óperuhúsinuHlekkur opnast í nýjum flipa.
Arrondissement 10-12
10. og 12. hverfi Parísar sjá minna af ferðamönnum en nærliggjandi systkini þeirra sem draga til sín stærri hópa á frægari kennileiti. Þessi hverfi eru hins vegar sjarmatröll á mikilli uppleið með yndislegum kaffihúsum og veitingastöðum. Hér eru bestu göngutúrarnir meðfram Signu þar sem má hoppa um borð í bát og njóta þess að sigla í skoðunarferð á ánni.
Arrondissement 13-15
Fyrir þá sem vilja helst af öllu komast í alvöruhluta Parísar og upplifa borgina eins og heimamenn þá er 13.-15. hverfi fullkominn áfangastaður. Hér er að finna frábæra blöndu af sögulegum byggingum og franskri matargerð eins og hún gerist best. Njóttu lífsins í göngutúr frá Grenelle-markaði sem er fullur af dásamlegu ferskmeti til gróðursældarinnar í almenningsgarðinum Champ De Mars. Ljósin í París eru ekki það eina sem gerir borgina svona rómantíska. Það er síðan skyldumæting í háhýsið Tour MontparnasseHlekkur opnast í nýjum flipa til að sjá óviðjafnanlegt útsýnið yfir borgina.
Arrondissement 16-17
16. og 17. hverfi eru líklega auðugustu hverfi Parísar. Hér er að finna sannkallaða elítu Frakklands sem safnast saman hér til að njóta bestu skólanna, gullfallegra og sögufrægra íbúðarhúsanna og heimsfrægra safna. Í 16. hverfi má einnig finna mörg stærstu íþróttamannvirki landsins, þar á meðal fræga fótboltavelli, tennisvelli og Stade Jean-BouinHlekkur opnast í nýjum flipa.
Arrondissement 18
Við tökum 18. hverfi út fyrir sviga því þetta tiltekna hverfi Parísar er ótrúlega frábrugðið svæðunum í kring. Átjánda hverfið er heillandi staður fyrir þá sem kunna að meta listrænt líferni og bóhema. Hér hafa fjölmargir listamenn, tónlistarmenn og rithöfundar valið að búa og það er áþreifanlegt í hverfinu. Mögulega hefur hin rómaða kirkja Sacré-CœurHlekkur opnast í nýjum flipa eitthvað með það að gera og óviðjafnanlegt útsýnið sem hún býður upp á því hún stendur á hæsta punkti Parísar og hefur orðið ansi mörgum mikill innblástur.
Arrondissement 19-20
Í síðustu hverfum Parísar er að finna hvorki meira né minna en Belleville, heimili Edith Piaf. Þessi hverfi eru á jaðri borgarinnar en það er auðvelt að komast hingað með neðanjarðarlestinni og njóta þess að slappa af í rólegri hverfum sem bjóða þó upp á lifandi götulíf, skemmtilegar verslanir og nóg af veitingastöðum. Hér má einnig finna tvo stærstu almenningsgarða Parísar, Parc de la VilletteHlekkur opnast í nýjum flipa og Parc des Buttes ChaumontHlekkur opnast í nýjum flipa.
Bókaðu flugið í dag og heimsæktu draumaborgina París!