Skoða efni
Djús sölumaður á Djema el Fna torginu í Marrakesh
5. Oct 2024

Jamaa el-Fna markaðurinn í Marrakesh

Jamaa el-Fna markaður er líklega mesta sjónarspilið í Marrakesh og þótt víðar væri leitað.

Jamaa el-Fna (stundum skrifað Djamaa) er frægasta torgið í Marrakesh, en þessi markaður er líka samkomustaður og litríkt sjónarspil enda ein besta afþreyingin sem völ er á í Marrakesh í Marokkó.

Bæði heimamenn og ferðamenn mæta á markaðinn til að rölta um völundarhús götusölubása og njóta tónlistaratriða, götulistamanna og annarra skemmtikrafta sem halda á lofti hefðum sem hafa verið stundaðar hér í mörg hundruð ár.

Markaðurinn er efstur á okkar lista yfir bestu ókeypis afþreyinguna í Marrakesh en hér má að sjálfsögðu líka eyða fullt af peningum. Ferðalangar í Marrakesh ættu ekki að láta þessa litríku upplifun fyrir öll skynfærin fram hjá sér fara. Svo eru yfirgnæfandi líkur á að fólk snúi aftur hingað því þetta er í raun hjarta borgarinnar og engin leið að meðtaka allt sem fyrir augu ber hér í einni heimsókn.

Samkomustaður Marrakesh

Saga Jamaa el-Fna nær aftur til að minnsta kosti 11. aldar. Á þessu svæði hefur öldum saman mátt finna hefðbundna matarmarkaði og menningarhátíðir en áður mátti einnig verða vitni að metnaðarfullum hersýningum og opinberum aftökum. Í dag er torgið límið sem heldur saman nútímahluta Marrakesh og sögulega svæðisins sem er Medínan. Skammt frá má finna stærstu mosku borgarinnar, Koutoubia, og svo er stutt ganga í Konungshöllina og allt í kring má finna gullfalleg og ódýr riad. Ef þú átt leið um Jamaa el-Fna að degi til, skaltu ekki láta þessa afslöppuðu stemningu blekkja þig. Á kvöldin lifnar þetta frægasta torg Marrakesh svo sannarlega við.

Safasölumaður á Jamaa el-Fna torginu í Marrakesh

Drykkir með útsýni yfir Marrakesh

Fullkomið kvöld á Jamaa el-Fna byrjar snemma á einni af þakveröndunum með útsýni yfir torgið, þar sem við mælum sérstaklega með marokkósku myntute hefðbundnum tagíni-rétti á meðan fylgst er með sólsetrinu og andrúmsloftinu breytast. Þetta er líka einn af bestu stöðum borgarinnar til að ná ótrúlega mögnuðum myndum af Marrakesh.

Café de FranceHlekkur opnast í nýjum flipa opnaði árið 1912 og er klassískur staður með útsýni sem spannar ekki aðeins torgið fyrir neðan heldur alla leið til Atlasfjalla. L’Amazigh RooftopHlekkur opnast í nýjum flipa býður upp á alþjóðlegan matseðil og þar má oft finna rausnarleg tilboð á „happy hour“. Fyrir þá sem vilja hollari valmöguleika og spennandi drykki mælum við sérstaklega með Café d’épicesHlekkur opnast í nýjum flipa.

kaffihlé við sólsetur yfir Jemaa el Fna torginu

Matarleiðarvísir fyrir Jamaa el-Fna

Fyrst sérðu og finnur lyktina af reyknum frá kolagrillunum sem svífur yfir völundarhúsi sölubása. Síðan sérðu hvern básinn á fætur öðrum sem er að grilla uppáhaldsgötumat Marokkóbúa eins og lambakebab, reyktar pylsur og eggaldin. Á þessum markaði má finna næstum hvern einasta rétt af öllum nærsvæðum, allt frá kúskúsi, harira-súpu, brauði og sælgæti, til kindaheila og sniglasúpu fyrir ævintýragjarna sælkera. Eigendurnir sjarmera gesti og gangandi fyrir aftan litríka vagnana sína og breyta eldamennskunni í skemmtiatriði, oftar en ekki með söng. Gerðu ráð fyrir að hver einasti muni veifa þér til sín og reyna að troða þér við hlið annarra gesta við lítið plastborð.

Nokkur ráð til að njóta sem best þegar farið er út að borða á Jamaa el-Fna á kvöldin. Eins og á við um flesta staði er skynsamlegt að elta heimamenn hér því þeir vita hvað er ferskt og gott. Veldu frekar röðina með öllum Marrakesh-búunum en þá sem bara ferðamennirnir virðast vera sólgnir í. Verð eru samkvæmt verðskrá og ættu alltaf að standa en hafðu varann á þér ef þjónninn fer að bera í þig rétti sem þú pantaðir ekki eins og salat eða brauð. Oftast er þetta ekki ókeypis og þú skalt spyrjast fyrir um það áður en þú færð reikninginn. Taktu með þér reiðufé í smærri mynt því oft er lítið um skiptimynt eftir á básunum þegar mikið er að gera.

Hefðbundið marokkóskt tagín með kjöti og grænmeti

Spennandi?

Fljúgðu til Marokkó

Skoða flug til Marrakesh

Berber-sögumenn og Gnawa-tónlist

Árið 2001 var markaðstorgið Jamma el-Fna í Marrakesh tilgreint sem óáþreifanlegur menningararfur af UNESCO og árið 2008 var það tilgreint á lista yfir óáþreifanlegan menningararf heimsins. Þessi virðulegi titill er að hluta til Berber-sögumönnum og dönsurum að þakka sem koma þjóðlegum þjóðsögum Marokkó til fjöldans á hverju kvöldi. Þá er alltaf möguleiki að gestir og gangandi fái að hlýða á flutning á hefðbundinni Gnawa-tónlist, sem er taktfastur og ljóðrænn stíll spilaður með þrístrengja lútu og þungum járnkastanettum sem blúselskandi tónlistarfólk ætti að falla fyrir. Þetta er yndisleg og ódýr leið til að upplifa hefðbundna marokkóska menningu og það er þess virði að sitja heila sýningu. Mættu snemma ef þú vilt ná þér á stól nærri skemmtikröftunum og ekki gleyma að gefa þjórfé.

Fiðluleikari á Jamma el-Fna torginu með fjölda fólks og reyk frá markaðnum

Að versla í Jamaa el-Fna

Jamaa el-Fna er staðsett við hliðina á stærsta súk í Marrakesh — en það er staður til að versla gæðatextíl, leirmuni, silfurskartgripi eða teketla að ógleymdu unaðslegu kryddinu. Hér má sannarlega prútta svo þú skalt ekki taka fyrsta boði heldur bjóða lægra með bros á vör með það að markmiði að viðskiptunum ljúki með almennri ánægju allra sem að þeim komu. Hafðu líka í hug að þótt gjaldmiðillinn sé annar hefur oft farið mikill tími og vinna í handverkið sem hér er selt. Þeir sem miða á ódýrari minjagripi og glingur ættu að stefna á sölumennina sem vinna á teppum á torginu en þar er líka hægt að kaupa kassettur og geisladiska með marokkóskri tónlist fyrir þá sem eru í nostalgíukasti og vilja segulband.

Minjagripir á Jamaa el-Fna markaði í gömlu Medínunni í Marrakesh

Nokkur atriði sem ætti að hafa í huga á Jamma el-Fna

Það er enginn skortur á hvers kyns snákaolíu á Jamma el-Fna í Marrakesh. Þá er algengt að sjá apa í alls kyns búningum sem virðast alveg ótrúlega krúttlegir. Þessum dýrum er oft ekki vel sinnt og því ráðleggjum við dýravinum að forðast að greiða fyrir myndir með þeim. Hafðu einnig varann á þér ef einhver reynir að setja snák um hálsinn á þér eða býður þér henna-húðflúr eða vinaband án þess að verðið sé umsamið fyrir fram því oft enda þessi óumbeðnu viðskipti á háum reikningum. Hér eru allir að reyna að græða aðeins meira en það dugar vel að segja staðfastlega nei og halda svo áfram að njóta þessarar litríku og framandi menningar.

Jamaa el-Fna á kvöldin er sannkölluð marokkósk upplifun. Þetta er mögulega heimsins besti markaður hvort sem mælikvarðinn er matur, skemmtun eða góð kaup. Kvöld á Jamaa el-Fna er eitt af þessum ógleymanlegu stundum sem fylgja flestum til æviloka.

Fræga Jemaa el-Fna torgið þéttpakkið við rökkur

Áhugavert?

Kíktu til Marrakesh

Skoða flug
Blár himinn, pálmatré og lítill turn í Marrakesh
NÆST Á DAGSKRÁ

Uppgötvaðu heillandi töfra Marrakesh