- Blogg
Ódýra leiðin til Glasgow
Ódýra leiðin til Glasgow
Glasgow er kannski ekki fyrsta borgin sem þér dettur í hug þegar þú hugsar um ferðalög til Bretlands en hún er ein skemmtilegasta, sögufrægasta, listrænasta og hagkvæmasta borg Bretlands. Það er síðan óneitanlegur plús að flugið frá Íslandi er stutt og Glasgow er oft nefnd vinalegasta borg í heimiHlekkur opnast í nýjum flipa, en hér býr litríkt alþjóðasamfélag sem er rómað fyrir góða stemningu.
Glasgow er stærsta borg Skotlands en þar er að finna mikið úrval spennandi safna, frábært næturlíf, úrval íþróttaviðburða, risastóra tónlistarsenu, magnaðan arkitektúr og margt fleira.
Eftirfarandi er listi yfir ódýra en skemmtilega afþreyingu í Glasgow í Skotlandi:
1. Röltu um Kelvingrove Art Gallery and Museum
Ein vinsælasta ókeypis afþreyingin í Glasgow er listasafnið Kelvingrove Art Gallery and Museum. Safneignin telur um 8.000 muni sem spanna listasöguna, allt frá egypskum fornminjum til nútímalistar. Ekki missa af heimsfrægum meistaraverkum eins og Kristur heilags Jóhannesar á krossinum eftir Salvador Dali og Maður í brynju eftir Rembrandt.
Svo er ómissandi skemmtun að kíkja á eftirlíkingu af grameðlu í fullri stærð. Safnið býður síðan mikið úrval gagnvirkra sýninga og fræðandi fyrirlestra og þar er að finna frábæran tónleikasal með þétta og áhugaverða dagskrá.
Heimilisfang: Argyle St, Glasgow G3 8AG, UK
2. Skoðaðu Dómkirkju Glasgow
Dómkirkja Glasgow er sögufræg bygging í hjarta borginnar. Hún á rætur að rekja aftur til 12. aldar en Dómkirkja Glasgow er eitt besta dæmi Bretlands um arkitektúr miðalda. Að auki er ókeypis að skoða hana en hér er að sjálfsögðu tekið við frjálsum framlögum.
Dómkirkjan er frábært dæmi um merkilega sögu Glasgow því hún hefur verið hluti af mörgum merkilegustu viðburðum í sögu Skotlands, s.s. heimsókn Játvarðs I Englandskonungs árið 1301 í fyrsta frelsisstríði Skota og Bardagann um Glasgow árið 1544.
Vefsíða: https://www.glasgowcathedral.org/Hlekkur opnast í nýjum flipa
Heimilisfang: Castle St, Glasgow G4 0QZ, UK
3. Gakktu um Grasagarðinn
Grasagarðurinn er fullkominn staður til að njóta þess að fara í göngutúr á góðviðrisdegi. Hann opnaði fyrst árið 1817 en í garðinum er að finna gríðarlegt safn af trjám og framandi plöntum hvaðanæva að úr heiminum.
Að auki eru oft haldnir spennandi viðburðir í garðinum, s.s. tónleikar, gönguferðir með leiðsögn og listasýningar ásamt fræðandi dagskrá fyrir börn sem fullorðna.
Vefsíða: https://glasgowbotanicgardens.co.uk/Hlekkur opnast í nýjum flipa
Heimilisfang: 730 Great Western Rd, Glasgow G12 0UE, UK
4. Njóttu lífsins í People‘s Palace og Vetrargarðinum
People’s Palace og Vetrargarðurinn er safn og gróðurhús í Glasgow en þar er sögð saga borgarinnar og upplifun og sjónarhorn verkamanna frá 18. öld til dagsins í dag. Vetrargarðurinn er undir gullfallegu gróðurhúsi þar sem er að finna margar framandi plöntur og tré.
Í safninu er að finna endurgerð af hefðbundinni leiguíbúð frá því snemma á 20. öld þar sem gestum gefst tækifæri til að setja sig í spor íbúa Glasgow fyrir rúmri öld. Safneignin telur síðan mikið magn ýmissa listmuna, allt frá málverkum og textílverkum til ljósmynda.
Vefsíða: https://www.glasgowlife.org.uk/museums/venues/peoples-palaceHlekkur opnast í nýjum flipa
Heimilisfang: Green, Templeton St, Glasgow G40 1AT, UK
5. Upplifðu listasenuna í Glasgow School of Art
Listaháskólinn Glasgow School of Art er einn fremsti og virtasti listaskóli Bretlands. Hann var stofnaður árið 1845 en orðspor skólans er heimsfrægt fyrir að mennta einhverja framsæknustu og hæfileikaríkustu listamenn 20. aldarinnar. Í þeim hópi er t.d. Charles Rennie Mackintosh sem hannaði sjálfa skólabygginguna.
Skólabyggingin er frábært dæmi um sérstakt handbragð Charles Rennie Mackintosh en saga skólans, skapandi hönnunin og hæfileikarík stúdentamenningin er síðan frábær ástæða til að heimsækja þennan merkilega stað í Glasgow.
Vefsíða: https://www.gsa.ac.uk/Hlekkur opnast í nýjum flipa
Heimilisfang: 167 Renfrew St, Glasgow G3 6RQ, UK
6. Lærðu meira í Glasgow Science Centre
Þeir sem hafa einhvern áhuga á vísindum og vilja ódýra afþreyingu í Glasgow, ættu að fara beint á vísindasafn borgarinnar, Glasgow Science Museum. Safnið opnaði árið 2001 og er helgað því að hampa vísindum og tækni og bjóða fólki að fræðast meira með gagnvirkri og skemmtilegri upplifun.
Safnið er á þremur hæðum en hver hæð er tileinkuð ákveðinni hlið tækni og vísinda. Gestir geta t.d. kannað heima og geima í stjörnuverinu eða lært allt um mannslíkamann á sýningunni BodyWorks.
Vefsíða: https://www.glasgowsciencecentre.org/Hlekkur opnast í nýjum flipa
Heimilisfang: 50 Pacific Quay, Glasgow G51 1EA, UK
7. Virtu fyrir þér dýrðina í Gallery of Modern Art
Nútímalistasafn Glasgow eða Gallery of Modern Art sem er stundum kallað „GoMA“ er eitt af fremstu nútímalistasöfnum Skotlands og aðgangur er ókeypis. Safnið opnaði árið 1996 og varð fljótlega ein fremsta menningarmiðstöð Glasgow.
Nútímalistasafnið hýsir mörg merkileg verk eftir suma fremstu listamenn nútímans, s.s. David Hockney, Andy Warhol, og Gilbert & George. Þá eru reglulega settar upp nýjar tímabundnar sýningar á verkum hvaðanæva að úr heiminum. Byggingin hefur nýlega verið gerð upp til að bæta aðgengi og þægindi gesta og gangandi.
Vefsíða: https://www.glasgowlife.org.uk/museums/venues/gallery-of-modern-art-gomaHlekkur opnast í nýjum flipa
Heimilisfang: 111 Queen St, Royal Exchange Square, Glasgow G1 3AH, UK
8. Sjáðu útsýnið frá Necropolis
Ómissandi viðkomustaður allra sem heimsækja Glasgow ætti að vera Necropolis. Þetta er kirkjugarður frá 1833 á hæð þaðan sem útsýnið yfir borgina er óviðjafnanlegt. Garðurinn sjálfur er afar fallegur og þar hvíla margir frægustu Skotar seinni tíma. Það er að sjálfsögðu ókeypis að heimsækja Necropolis en við mælum með að fólk kaupi sér leiðsögn um garðinn til að fræðast meira um þennan stað og grafirnar sjálfar. Það er óhætt að mæla með göngutúr um þennan gamla kirkjugarð því í bland við fallega gamla legsteina er mikið úrval af fuglum, refum og öðru áhugaverðu dýralífi.
Vefsíða: https://www.visitscotland.com/info/see-do/glasgow-necropolis-p246371Hlekkur opnast í nýjum flipa
Heimilisfang: Castle St, Glasgow G4 0UZ, UK
Glasgow: Skemmtilegur, ódýr og áhugaverður áfangastaður
Glasgow er ein skemmtilegasta borg Bretlands. Hér er að finna sögufræg fótboltalið, fyrsta flokks söfn, frábærar krár og framúrskarandi næturlíf. Þetta er mun hagkvæmari og ódýrari áfangastaður en t.d. London og Edinborg og ekki er verra að þetta er ein vinalegasta borg í heimi. Flugið til Glasgow er stutt og þægilegt og borgin er frábær áfangastaður fyrir Íslendinga sem langar að kíkja aðeins út fyrir landsteinana fyrir minna.