- Blogg
Skemmtileg afþreying á Gran Canaria
Skemmtileg afþreying á Gran Canaria
Ef spænskar sólbakaðar strendur hljóma vel eru fáir áfangastaðir með tærnar þar sem eyjan Gran Canaria hefur hælana. Á þessari vinsælu Kanaríeyju búa rúmlega 865.000 íbúar við einhverja mestu veðursæld sem fyrirfinnst í heiminum. Náttúrufegurð til fjalla og stranda er líka á heimsmælikvarða og hér er nóg við að vera fyrir alla aldurshópa, einstaklinga, pör og stórfjölskylduna.
Hér má finna gullfallegar strendur við hlýjan sjó sem er líklega vinsælasta aðdráttarafl eyjunnar en þeir sem vilja taka sér hlé frá sandi og sjó ættu að kíkja á þjóðgarðinn á eyjunni þar sem má dást að framandi gróðri og lífríki. Þá eru hjólreiðar og golf vinsælar íþróttir á eyjunni enda gerast aðstæður vart betri fyrir slík sport en á Gran Canaria.
Hér förum við yfir helstu afþreyingu sem við mælum með á Gran Canaria:
Höfrunga- og hvalaskoðun
Þeir sem dvelja á Gran Canaria og eiga lausa stund ættu ekki að láta höfrunga- og hvalaskoðunarferðir Hlekkur opnast í nýjum flipaeyjunnar fram hjá sér fara því aðstæður þykja með því besta sem gerist í heiminum fyrir svoleiðis skemmtun.
Töluverðan fjölda af hvala- og höfrungategundum má finna við strendur Gran Canaria og eitt er víst að leikglaðir höfrungar geta glatt bókstaflega alla og að hitta hval í eigin persónu lætur engan ósnortinn. Ferðunum fylgir síðan yfirleitt trygging fyrir ókeypis endurkomu ef engir hvalir eða höfrungar sjást þann daginn.
En oftast þarf að sigla mjög stutt úr höfn til að sjá stærðarinnar skepnur stökkva upp úr hafinu og höfrungum virðist finnast fátt skemmtilegra en að leika listir sínar fyrir fagnandi áhorfendaskara.
Þeir sem fara í glerbátana svokölluðu fá síðan aukið útsýni í allar áttir sem við mælum að sjálfsögðu með.
Hin fullkomna strönd á Gran Canaria
Las Canteras ströndin á Gran Canaria er eiginlega fullkominn áfangastaður fyrir alla fjölskylduna.
Í heildina telja strendur Gran CanariaHlekkur opnast í nýjum flipa 60 kílómetra en sú allra vinsælasta er í höfuðborginni Las Palmas. La Playa de Las Canteras (eða einfaldlega Las Canteras strönd) er skipt í afmörkuð svæði þar sem hægt er að finna öldur og hamagang á sumum og lygnan sjó á öðrum.
Unglingar borgarinnar eru til dæmis duglegir að stökkva af klettum á svæði sem kallast „lyftan“ og liggur í var við klettarif. Í nokkurra mínútna göngu frá miðborginni má gleyma sér við að snorkla og synda innan um litríka fiska Las CanterasHlekkur opnast í nýjum flipa, ein af bestu borgarströndum Spánar.
Fyrir þá sem vilja blöndu af ævintýri, sporti, borgarferð og slökun ættu að bóka hótelgistingu við Las Canteras strönd.
Fjallganga á hinn víðfræga Roque Nublo
Hvernig hljómar fjallganga í fullkomnu veðri með ótrúlegu útsýni? Kíktu þá á Roque Nublo, reimaðu á þig gönguskóna og fylgdu gönguleiðinni upp á topp á þennan stórfenglega klett. Ekki gleyma vatninu og sólarvörninni.
Klettahamarinn Roque Nublo er eitt auðþekktasta kennileiti í heimi og þessi gamli trúarlegi staður skipar enn mikilvægan sess í hjörtum íbúa Kanaríeyja.
Fjallganga eftir þessari gönguleiðHlekkur opnast í nýjum flipa býður upp á magnað útsýni og ótal sjónása sem munu líklega flestir rata beinustu leið á instagrammið.
Verslunarleiðangur í Las Palmas
Njóttu þess besta sem Kanarí hefur upp á að bjóða í búðunum með hönnunarfíneríi, skartgripi, falleg föt og skó í verslunarleiðangri í Las Palmas. Þetta er ein skemmtilegasta borg Spánar til að versla í enda nóg af sérvöruverslunum og litlum búðum sem bjóða gersemar á frábæru verði.
Þegar kemur að verðugum og skemmtilegum verslunarleiðöngrumHlekkur opnast í nýjum flipa í Las Palmas ættu allir að byrja á Calle Triana og svæðinu þar í kring. Þessi þægilega göngugata í sögufrægu Vegueta-hverfinu er full af þekktum verslunarkeðjum eins og Zara, H&M, og United Colors of Benetton. Hér er líka að finna fullt af spænskum merkjum og minni einkareknum verslunum.
Fyrsta sunnudag í mánuði er síðan haldin vegleg verslunarveisla þar sem götusalar og skemmtiatriði fylla göturnar. Þeir sem ætla að fylla á ferðatöskurnar í fríinu ættu að skoða hótel nærri Calle Triana.
Ganga um Mogán
Fyrir pör í rómantískri ferð fyrir tvo má finna fullt af fallegum stöðum til að njóta kvöldsins á Gran Canaria. Við mælum sérstaklega með göngutúr í görðunum í Puerto de Mogán við sólsetur.
Puerto de Mogán er gullfallegt sjávarþorp á suðurströnd eyjunnar og fullkominn staður fyrir rómantískt frí. Litrík húsin, fallegir garðarnir og litlu brýrnar yfir sjarmerandi skurðina eru eins og leikmynd fyrir rómantíska ástarsögu. Falleg sólsetur kórónar svo stemninguna fyrir kvöldkossinn.
Tímaferðalag í Casa de Colón
Hér er safaríkur biti fyrir sögunördana: Þegar Kristófer Kólumbus sigldi til Ameríku, gisti hann í Casa de Colón á leiðinni.
Í þessu sögufræga setri í gamla bæ Las Palmas borgar má sjá sýningu sem fer yfir sögu Kanaríeyja fyrir komu Evrópubúa. Þetta er hápunktur menningarupplifunar á Gran Canaria og afar fróðleg og ekki sakar að húsið sjálft er mjög fallegt, húsagarðarnir sjarmerandi og innviðirnir ógleymanlegir.
Eyjan Gran Canaria er einstakur staður þar sem er margt að sjá og gera. Hvort sem það er vatnasportið, fjallgöngur, golfvellir eða hjólreiðaferðir ættu allir að finna sér eitthvað að gera á þessari dásamlegu paradísareyju. Finndu afþreyingu drauma þinna og njóttu lífsins enn betur á Gran Canaria.