- Blogg
Madeira, perla Atlantshafsins
Madeira, perla Atlantshafsins
Madeira, oft kölluð „Perla Atlantshafsins“ eða „Fljótandi garðurinn“, er portúgalskur eyjagimsteinn og full af náttúrufegurð, ríkri sögu og endalausum tækifærum til ævintýra og slökunar. Uppgötvaðu hvers vegna þessi suðræna paradís ætti að vera efst á ferðalistanum þínum.
Madeira: Heillandi landslag
Harðgerð eldfjallafegurð
Dramatískt landslag Madeira er mótað af eldfjallauppruna þess. Gróðursæl fjöllin mæta himinbláu hafinu og dramatískir klettar, fossar og grænir dalir setja svip sinn á landið.
Laurissilva-skógurinn
Þetta er sannkallaður UNESCO-fjársjóður. Farðu í gönguferð innan um forn lárviðartré í Laurissilva-skóginum, sem er á heimsminjaskrá UNESCO og kallar fram forsögulegt andrúmsloft.
Strendur við allra hæfi
Slakaðu á í sólinni á svörtum eldfjallasandinum í Seixal eða njóttu lífsins á gullnu ströndum Porto Santo, friðsælu nágrannaeyju Madeira.
Ævintýri fyrir hverskonar ferðalanga
Paradís á sjó og landi
Madeira býður upp á gönguleiðir fyrir öll erfiðleikastig, allt frá rólegum göngum á meðfram ströndinni til krefjandi fjallaferða. Vinsælar gönguferðir eru meðal annars leiðin frá Pico do Ariero til Pico Ruivo og gönguleiðin Levada das 25 Fontes.
Sjórinn er ómissandi hluti af góðri ferð til Madeira. Snorklaðu eða kafaðu í kristaltæru vatninu til að kynnast litríku sjávarlífinu í eigin persónu. Farðu í hvala- og höfrungaskoðun eða njóttu lífsins í fallegri bátsferð til friðlandsins á nágranneyjunni Desertas.
Adrenalínið
Farðu í svifvængjaflug yfir stórkostlegu landslagi, húrraðu í salíbunu niður fossa og gljúfur í reipi eða farðu í víðitágarsleða niður götur Monte.
Bragðaðu á því besta af Madeira
Njóttu þess besta sem Madeira hefur upp á að bjóða í matargerð og prófaðu sem flesta staðbundna rétti. Staðsetningu sinnar vegna er nóg af ferskum fiski og sjávarfangi á Madeira sem njóta sín best í einstökum réttum heimamanna. Algengustu fisktegundir á Madeira eru stinglax, túnfiskur, sverðfiskur og spjótnefur. Þessir fiskar eru síðan notaðir í einfalda rétti eins og Espada com Banana (steiktur, barinn stinglax með steiktum banana) og bacalhau, betur þekktur sem saltfiskur á Íslandi. Fyrir þá sem eru meira fyrir kjötrétti þá er líka nóg af þeim á Madeira eins og hinn vinsæli espetada. Þessi hefðbundni réttur er gerður úr nautakjöti sem er marínerað í ýmsum kryddum og Madeira-víni í fjórar til sex klukkustundir áður en hann er steiktur og grillaður. Carne de Vinho e Alhos er annar hefðbundinn svínakjötsréttur, sem venjulega er borinn á borð yfir hátíðirnar. Ef þú vilt prófa fleiri staðbundna kjötrétti þá er Picado líka mjög vinsæll en það eru nautakjötsteningar soðnir í sveppasósu og bornir fram með stökkum kartöflum. Madeira býður síðan upp á miklu fleiri matarperlur eins og acorda, carne de vinha d'alhos, malasadas, paestis de nata og madeirense. Síðan má ekki gleyma Anona-hátíðinni þar sem hægt er að gæða sér á framúrskarandi ávöxtum eyjunnar, ásamt mismunandi vörum sem hafa verið unnar úr þeim eins og líkjörum, búðingum, ís og fleira góðgæti.
Nokkur góð ráð fyrir matgæðinga
- Ferskt er best: Njóttu þess allra besta í Madeira með því að bragða á nýveiddu sjávarfanginu og nýtíndum suðrænum ávöxtum.
- Heiðraðu hefðirnar: Borðaðu í litlu þorpunum sem verða á vegi þínum og pantaðu hefðbundna rétti eins og espetada (grilluð kjötspjót) og bolo de mel (hunangskaka).
- Skálaðu í Madeira-víni: Kíktu á Madeira-vínstofnunina til að fræðast um vínmenningu eyjunnar og bragða á þessu einstaka víni.
Menning og munaður
Funchal
Kannaðu líflega höfuðborg Madeira með steinsteyptum götum, litríkum markaði og röltu um fallega garða eða farðu með kláf upp í Monte til að fá glæsilegt útsýni yfir Madeira.
Fögur þorp
Uppgötvaðu heillandi litlu þorpin eins og Santana sem er þekkt fyrir hefðbundin hús með stráþökum eða Camera de Lobos sem er ákaflega fallegt sjávarþorp.
Hátíðir og flugeldar
Upplifðu líflegar hátíðir Madeira, allt frá töfrandi karnivalshátíðum til heillandi blómahátíða og stórkostlegrar flugeldasýningar á nýárskvöld.
Sólin skín á Madeira allt árið á töfrandi landslagið, einstaka matargerðarlistina og vermir portúgölsku gestrisnina. Hvort sem þú ert að leita að spennandi ævintýrum, rólegri slökun eða blöndu af hvoru tveggja, þá er Madeira tilvalinn og ógleymanlegur áfangastaður.
Við fljúgum til Cristiano Ronaldo-alþjóðaflugvallar á Madeira. Almenningssamgöngur um Madeira þykja frekar þægilegar og mörg rútufyrirtæki bjóða áætlunarferðir til áhugaverðra staða víða á eyjunni.
Njóttu sólskinsins og fegurðarinnar og sökktu þér í sandinn á Madeira.