Sólarferðir á Spáni
Áfangastaðirnir okkar á Spáni eru hver með sinn einstaka sjarma.
Hér færðu sól, strönd, siestu og sangríu… og allt hitt líka. Hvort sem þú vilt sleikja sólina í Alicante, rölta um borgarlíf í Madríd, fá þér tapas og kíkja í búðir í Barcelona, slaka á með bók á ströndinni í Valencia eða njóta sólarinnar allan ársins hring á Kanaríeyjum, þá er Spánn með þetta allt.
Hverjar svo sem hugmyndir þínar um Miðjarðarhafsfríið eru, ættirðu að geta fundið draumaáfangastaðinn í úrvali okkar af sólríkum spænskum borgum og ströndum.
Þessi sérstaka borg á suðausturströnd Spánar er verðugur áfangastaður fyrir alla ferðalanga. Alicante er best þekkt fyrir sólríkar strendur og hressandi næturlíf en höfum það á hreinu að borgin er mun fjölbreyttari en flesta grunar.
Ef hugmyndin er að finna fjölbreyttan áfangastað komast fáar borgir með tærnar þar sem Barcelona hefur hælana. Þessi sólríka stórborg á austurströnd Spánar er evrópsk nútímaborg með sögulegum djásnum og dásamlegum baðströndum.
Fuerteventura, ein af spænsku Kanaríeyjunum, er tilvalinn áfangastaður til að stranda á. Þessi töfrandi Kanaríeyja státar af gullfallegri strandlengju og tærum sjó en hér þykja aðstæður til útivistar fyrsta flokks.
„Kanarí“ eins og Íslendingar kalla hana oftast er ekki stór eyja en hér er að finna óviðjafnanlega náttúrufegurð og fjölbreytta áfangastaði, þ.m.t. Las Palmas, höfuðborg Kanaríeyja en meira að segja borginni fylgir stórfengleg strandlengja.
Höfuðborg og stærsta borg Spánar með nærri 3,5 milljónir íbúa er sannkölluð paradís af sólskini, menningu, arkitektúr, listum og meiri matardýrð en meðaljón getur ímyndað sér. Það er ekki annað hægt en að elska Madríd.
Malaga er ekki bara sólríkasti borg Spánar heldur einnig ein af elstu borgum Evrópu en hér er veðráttan dýrðleg, útsýnið magnað og kjöraðstæður til að lifa í vellystingum.
Má bjóða þér frí í sólinni á eyju rétt utan við strendur Afríku þar sem sólin skín nánast alla daga á strendur og sumardvalarstaði með fallegum klettum og fjalllendi í bakgrunni?
Valencia er þekkt fyrir töfrandi byggingarlist, fallegar strendur og Miðjarðarhafssjarma og er í uppáhaldi hjá mörgum ferðalöngum sem vilja gera meira fyrir minna.