- Fréttir
PLAY sækir um leyfi til farþegaflutninga til Bandaríkjanna
23. Aug 2021
PLAY sækir um leyfi til farþegaflutninga til Bandaríkjanna
PLAY hefur lagt inn umsókn til bandarískra flugmálayfirvalda um heimild til farþegaflutninga til og frá landinu. Stefnt er að því að hefja flug til Bandaríkjanna næsta vor.
Umsóknin var lögð fram þann 20. ágúst síðastliðinn. Flugferðir til Bandaríkjanna eru hluti af viðskiptamódeli félagsins sem miðar að því að ferja farþega milli Evrópu og Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi. Umsóknin er hluti af undirbúningsvinnu fyrir þennan næsta stóra kafla í rekstri flugfélags en sú vinna hefur gengið vonum framar.