Skoða efni
Green lava field in Iceland

Tilkynningar vegna flugáætlunar

Uppfært 24.12.2024 kl. 16:51

Möguleg röskun á flugi vegna veðurs

Vegna veðurspár miðvikudaginn 25. desember er möguleiki á röskun á flugáætlun þennan dag.

Farþegar sem eiga bókun í flug sem er seinkað eða aflýst þennan dag fá tilkynningu um breytingarnar og nánari upplýsingar.

Þeir sem fá engar upplýsingar vegna breytinga á flugi ættu að kanna eftirfarandi möguleika:

  • Tengiliðaupplýsingarnar eru ekki rétt skráðar í bókuninni á MyPLAY. Vinsamlegast kannaðu upplýsingarnar og uppfærðu þær ef þær reynast rangar.
  • Flugið var keypt í gegnum þriðja aðila sem skráði ekki tengiliðaupplýsingarnar þínar í bókunina. Viðkomandi aðili ber ábyrgð á að upplýsa farþega sem tilheyra bókuninni um næstu skref.

Endilega hafðu samband ef einhverjar spurningar vakna.