Tilkynningar vegna flugáætlunar
Uppfært 24.12.2024 kl. 16:51
Möguleg röskun á flugi vegna veðurs
Vegna veðurspár miðvikudaginn 25. desember er möguleiki á röskun á flugáætlun þennan dag.
Farþegar sem eiga bókun í flug sem er seinkað eða aflýst þennan dag fá tilkynningu um breytingarnar og nánari upplýsingar.
Þeir sem fá engar upplýsingar vegna breytinga á flugi ættu að kanna eftirfarandi möguleika:
- Tengiliðaupplýsingarnar eru ekki rétt skráðar í bókuninni á MyPLAY. Vinsamlegast kannaðu upplýsingarnar og uppfærðu þær ef þær reynast rangar.
- Flugið var keypt í gegnum þriðja aðila sem skráði ekki tengiliðaupplýsingarnar þínar í bókunina. Viðkomandi aðili ber ábyrgð á að upplýsa farþega sem tilheyra bókuninni um næstu skref.
Endilega hafðu samband ef einhverjar spurningar vakna.
Nánari upplýsingar
Hér má finna nánari upplýsingar og viðeigandi ítarefni sem gott er að skoða ef röskun verður á flugi.