- Getum við aðstoðað?
Má ég taka barnavagn/kerru með um borð?
Má ég taka barnavagn/kerru með um borð?
Er barn í bókuninni? Þú getur innritað tvo hluti (t.d. barnavagn og bílstól).
Barnavagnar / kerrur / bílstólar
Hægt er að bóka farangursheimild fyrir barnavagna/kerrur/bílstóla handa ungbörnum og börnum endurgjaldslaust. Þú getur bætt hlutnum við bókunina í bókunarferlinu, inni á MyPLAY aðgangi þínum og við netinnritun.
Þú getur keyrt vagninn alla leið upp að hliði þar sem hann er brotinn saman og færður niður í farangursgeymslu. Athugið að kerra og barnavagn verða meðhöndluð sem innritaður farangur við komu og farþegar þurfa að sækja muninn af færibandi ásamt öðrum innrituðum farangri.
Smelltu hér til að skoða sérstakar pökkunarleiðbeiningar varðandi sérfarangur.
Innritun
Þú færð miða í sjálfsafgreiðslustöðinni og notar hann til að merkja kerruna. Þaðan getur þú annaðhvort innritað kerruna sem sérfarangur eða keyrt hana alla leið upp að hliði þar sem hún er brotin saman og færð niður í farangursrými vélarinnar.