- Blogg
Öðruvísi afþreying í Brussel
Öðruvísi afþreying í Brussel
Þótt Brussel sé ekki stór borg er hún full af gersemum og fjársjóðum sem færri vita af. Hér má verja mörgum árum án þess að hafa séð öll skrítnu litlu söfnum, sniðugu garðana og frábæru barina.
Flestir eru sjálfbjarga um að finna helstu kennileiti miðborgarinnar en því stærri sem radíusinn verður, þeim mun fleiri falda fjársjóði er að finna á hverju götuhorni og það eru þessar gersemar sem fæstir ferðamenn uppgötva hjálparlaust.
Við höfum tekið saman stuttan lista yfir minna þekktar en magnaðar hliðar á okkar allra bestu Brussel.
Röltu inn í teiknimyndasögurnar
Margir hafa ekki hugmynd um ríka og litríka sögu Brussel þegar kemur að teiknimyndasögunum. Í rauninni á borgin í einhvers konar ástarsambandi við listir og hönnun sem hægt er að skoða nánar á TeiknimyndasögusafninuHlekkur opnast í nýjum flipa. Safnið er frægt og einn af helstu áfangastöðum borgarinnar en „myndasöguleiðin“ er fáfarnari upplifun. Um er að ræða fleiri en 50 veggmyndir úr teiknimyndasögum sem prýða veggi á nokkrum götum borgarinnar. Þetta er frábær leið til að kynnast borginni og fjölmörgum senum úr Tinnabókunum og við mælum sérstaklega með leiðsögn og hjólreiðaferð um myndasöguleiðina.
Finnu fjársjóð á flóamarkaðinum Les Marolles
Risastórir flóamarkaðir verða æ sjaldgæfari í heiminum en völdunarhúsið sem er Les Marolles er langt frá því að líða undir lok. Þetta er ótrúlegur staður og líkurnar á því að finna fjársjóð á fáránlega góðu verði eru ansi góðar. Hér má gramsa í bókum, forngripum, húsgögnum, listaverkum, raftækjum og jafnvel nýlegum munum sem einhver nennti ekki að eiga lengur. Ef þú fílar kjarakaup og fjársjóðsleit er þetta ómissandi áfangastaður í Brussel.
Skoðaðu belgískan arkitektúr á Horta safninu
Horta safniðHlekkur opnast í nýjum flipa er eitt besta dæmi um klassískan belgískan arkitektúr i Brussel. Þessi art nouveau bygging er vægast sagt stórbrotin og furðulega margir ferðamenn heyra aldrei á hana minnst. Hún var upprunalega byggð af Victor Horta, frægum belgískum arkitektúr, en seinna var byggingunni breytt í safn þar sem sögufrægum hæfileikum hans er gert hátt undir höfði. Þetta er virkilega magnaður staður að heimsækja. Hér spila litir, línur og form saman á meistaralegan hátt. Þótt þú sért ekki áhugamanneskja um arkitektúr eða listir er þetta staður sem svíkur engan.
Kynntu þér Matongé
Það er alþekkt staðreynd að fjölmenning ræður ríkjum í Brussel en í borginni eru töluð fleiri en 175 tungumál. Matongé-hverfið er óvæntur gimsteinn í borginni og sneisafullt af arkitektúr og menningu sem á rætur sínar að rekja til Afríku. Þetta er að mestu vegna sögulegs nýlendusambands Belgíu við ólíkar þjóðir í Afríku. Búðirnar hér eru litríkar og hönnunin allt önnur en einkennir önnur hverfi Brussel. Hér er líka fullt af frábærum börum og stemningin oftast dásamleg. Við mælum sannarlega með heimsókn í Matongé-hverfið.
Fáðu þér bjór í St. Gilles
Fyrsti viðkomustaður fyrir utan miðborgina ætti klárlega að vera hverfið í kringum St. Gilles. Þeir sem kunna að meta góðan bjór og góða skemmtun ættu ekki að láta þetta svæði fram hjá sér fara. Hér er að finna hefðbundnar belgískar krár á hverju horni og kirkju St. Gilles á miðju torginu. Þetta svæði er líka þekkt fyrir frábær kaffihús og við mælum með því að byrja daginn á Café Maison du PeupleHlekkur opnast í nýjum flipa og rölta svo þaðan um þetta skemmtilega hverfi..
Skoðaðu Parc Duden
Þessi dásamlega græni garður er einn sá elsti í borginni. Margir borgarbúar hampa Parc Duden sem besta almenningsgarði borgarinnar en hér er ekki sami ferðamannafjöldi og víða annars staðar. Garðurinn er fullur af fallegum byggingum s.s. kastalanum Duden Chateau og inn á milli eru ótal lítil stöðuvötn, hólar og hæðir sem hægt er að njóta.
Farðu á djammið í Flagey
Flagey torgið er menningarlegur suðupottur og hér er að finna spennandi og lifandi næturlíf. Torgið einkennist af hálfgerðum art deco stíl og hér er enginn skortur á frábærum bjór og æðislegum krám. Hér er líka að finna nokkrar tónlistarhallir, kvikmyndahús og matarmarkað um helgar sem við mælum sérstaklega með fyrir þá sem kunna að meta ferskt hráefni. Það er erfitt að finna sér betri stað til að eyða kvöldi en á Flagey.
Skoðaðu þig um í La Belladone
Þetta er frekar lítið svæði en hér er samt töluverður fjöldi af góðum börum sem virðast hafa komið úr tímavél frá 1920. Á mörgum veitingastöðum eru dökkar viðar- og koparinnréttingar sem virka eins og leikmynd frá öðru tímabili mannkynssögunnar. Við mælum með því að fólk lifi sig inn í stemninguna og panti sér framandi kokkteil í huggulegu andrúmsloftinu. Þetta svæði er í sérstöku uppáhaldi meðal heimamanna en ferðamenn eru sjaldséðari á þessum slóðum.
Að lokum…
Brussel er fjölbreytt borg og leynir sannarlega á sér. Þegar þú ert búinn að skoða helstu ferðamannastaði og smakka allt súkkulaðið er tilvalið að kynna sér aðrar og fáfarnari slóðir í þessari lifandi og skemmtilegu heimsborg.