Kynntu þér nýjustu áfangastaði PLAY
Líttu út fyrir landsteinana og prófaðu eitthvað nýtt. PLAY býður flug til fjölda nýrra spennandi áfangastaða á frábæru verði. Gerðu góð kaup, sjáðu eitthvað nýtt, sleiktu sólina, spókaðu þig í fallegri borg og njóttu augnabliksins, hvar sem þú lendir.
Pula í Króatíu
Pula er í raun svona staður sem býður upp á broti af því besta af öllu sem Evrópa gerir best því hér er að finna sólríkar strendur, sögufrægar byggingar, dásamlega matarmenningu og útivistarparadís en í Pula er flest á mjög viðráðanlegu verði. Hvort sem hugmyndin er að komast í rómantíska paraferð, fjölskyldufrí eða bara ráfa um á eigin vegum, er alltaf góð hugmynd að pæla í Pula.
Valencia á Spáni
Valencia er draumur allra hagsýnna ferðalanga þar sem er hægt að skemmta sér vel fyrir miklu minna. Ódýr matur og ókeypis afþreying er hér á hverju strái hvort sem fólk vill sóla sig á ströndinni, synda í sjónum, ganga í görðunum eða fara í menningarferð á söfnin. Skelltu þér til Valencia í næsta fríi og mundu bara eftir sólgleraugunum, sandölunum og sólarvörninni!
Antalya í Tyrklandi
Antalya býður gestum upp á fullkomna blöndu af afslöppun og ævintýrum, sögu, menningu, sól og strönd. Hér er maturinn óviðjafnanlegur, sólin óstöðvandi og verðið hagstætt.
Gerðu meira fyrir minna og njóttu betur í fríinu í Antalya í Tyrklandi.
Faro í Portúgal
Faro er áfangastaður sem lofar ógleymanlegri menningarupplifun, náttúrufegurð og afslöppuðum dögum á ströndinni – allt á ótrúlega viðráðanlegu verði. Njóttu ekta portúgalskrar stemningar í Faro eða slakaðu á í sólinni í Albufeira, sem er í stuttri fjarlægð. Hvort sem ferðalagið snýst um borgarlíf, strandlíf eða bæði, þá hefur Algarve eitthvað fyrir alla. Bókaðu flugið til Faro í dag og uppgötvaðu hvers vegna Portúgal er að verða einn vinsælasti áfangastaður hagsýnni heimsborgara.
Álaborg í Danmörku
Álaborg er lifandi og litrík menningarborg með fjölda áhugaverðra áfangastaða en líklega er helsta aðdráttaraflið þessi persónulega reynsla af því að njóta ævintýralegs og afslappaðs andrúmsloftsins. Láttu ævintýralega draumana rætast í vinalegu umhverfi í Álaborg í sumar.
Grafa dýpra?
Antalya í Tyrklandi þykir sannkölluð paradís fyrir kylfinga því hér er gríðarlegt úrval af glæsilegum golfvöllum í fallegu landslagi og loftslagið fullkomið fyrir alls kyns útivist. Þeir sem eru að íhuga ógleymanlega golfferð til útlanda án þess að eyða um efni fram ættu að lesa lengra því hér förum við yfir nokkra útvalda golfvelli og gefum góð ráð um hvernig má spila meira golf fyrir minna.
Faro er sjarmerandi og sólrík höfuðborg Algarve-héraðs í Portúgal. Borgin er þekkt fyrir sjarmerandi gamla bæinn, fallegar strendur, unaðslegt veðurfar og afslappað andrúmsloft. Í stuttum dagsferðum frá Faro má finna einstakar náttúruperlur, heimsfræga golfvelli, lúxuslíf innan um snekkjurnar og meira að segja sjálfan hjara veraldar. Hér förum við yfir nokkrar fyrirtaksdagsferðir frá Faro.
Álaborg er ekki frægasta borg Evrópu en hún er frábær áfangastaður fyrir fólk á öllum aldri sem kýs eitthvað aðeins öðruvísi, eitthvað alveg nýtt en samt eitthvað gamalt og sjarmerandi. Á milli áþreifanlegrar sögunnar í gamla bænum og magnaðs arkitektúrs í fjölmörgum húsum í nútímastíl er ekki annað hægt en að falla fyrir Álaborg.